„Þurfum bara að fara að drullast til að spila vörn“ Siggeir F. Ævarsson skrifar 28. desember 2022 21:31 Kristjana Eir var ekki sátt að leik loknum. Vísir/Hulda Margrét Það voru skýr skilaboð sem Kristjana Jónsdóttir hafði fyrir sínar konur eftir tap í kvöld gegn Keflavík 107-78. Þær þurfa einfaldlega að drullast til að fara að spila vörn. Sóknarleikur Fjölnis var nefnilega alls ekki galinn á köflum þrátt fyrir stífa pressu Keflvíkinga allan leikinn. „Ég ætla að leyfa mér að fullyrða að Keflavíkingar séu ekki sáttar við að fá á sig 78 stig, en að sama skapi er ég ekki sátt við að fá á mig 107 stig. Mér fannst við gera ágætlega sóknarlega þegar við gerðum það sem við lögðum upp með til að brjóta pressuna. Þá vorum við að fá „lay up“ en við bara erum ekki að ná stoppunum og það er að há okkur akkúrat núna.“ Það hlýtur að vera lýjandi að spila gegn jafn ákafri vörn og Keflvíkingar bera á borð en það sást á köflum að Fjölniskonur voru búnar að undirbúa sig vel gegn pressunni og leystu hana vel með þolinmæði. Svo var eins og þolinmæðin kláraðist og leikmenn fóru að reyna að leysa pressuna uppá eigin spýtur, sem endaði oftar en ekki með töpuðum bolta, en alls þvinguðu Keflvíkingar fram 25 tapaða bolta í kvöld, en voru þó aðeins með 15 stolna. „Ég hef svolítið mikið talað um að ef við vitum hvað virkar, þá þurfum við ekki að finna út hvað virkar ekki. Ég hefði verið rosa til í, fyrst við vissum hvað var að virka að við hefðum bara haldið því áfram þó það þýddi að sami leikmaðurinn væri að skora öll stigin okkar. Luka Dončić skoraði 60 stig í nótt, það má alveg einhver leikmaður taka yfir.“ Kristjana er þarna sennilega að vísa í að Urté Slavickaite hefði mátt fá boltann oftar í hendurnar en hún var stigahæst Fjölniskvenna með 24 stig, úr aðeins 12 skotum utan af velli með 58% nýtingu. En þrátt fyrir drjúgt framlag frá Urté, þá munaði klárlega um fjarveru Taylor Jones í kvöld þegar á reyndi. „Taylor er náttúrulega rosalega góð bæði í að splitta tvídekkunum og hindrunum og öllu þessu og það hefði munað um það að hafa hana til að sprengja upp aðeins inn á milli þegar við vorum ekki að láta boltann ganga. Þannig að já, það vantaði klárlega sprengjuna okkar í sókninni.“ Kristjana sagði að hún væri orðin ansi leið á að mæta í viðtöl til að tala um tapleiki, en hvað þurfa Fjölniskonur að gera til að breyta því svo að þessi viðtöl verði loks á léttari nótunum? „Við þurfum bara að fara að drullast til að spila vörn. Við þurfum að hætta að fá á okkur 20 og eitthvað stig í hverjum leikhluta og þá held ég að við förum að ná í góð úrslit, því við erum alveg að skora slatta í hverjum leik.“ Körfubolti Subway-deild kvenna Fjölnir Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík-Fjölnir 107-78 | Öruggt hjá toppliðinu Það var óvenju rólegt kvöld í Blue höllinni í kvöld þar sem Fjölniskonur sóttu Keflavík heim. Stúkan nánast tóm þar til rétt fyrir leik, en rættist þó aðeins úr þegar leið á kvöldið. Mögulega voru áhorfendur enn að melta jólasteikina, því á köflum mátti heyra saumnál detta í húsinu. Leikurinn var svo sem aldrei sérstaklega spennandi svo að stemmingin á pöllunum kannski einfaldlega í takt við það. Lokatölur 107-78 Keflavík í vil. 28. desember 2022 20:00 Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira
„Ég ætla að leyfa mér að fullyrða að Keflavíkingar séu ekki sáttar við að fá á sig 78 stig, en að sama skapi er ég ekki sátt við að fá á mig 107 stig. Mér fannst við gera ágætlega sóknarlega þegar við gerðum það sem við lögðum upp með til að brjóta pressuna. Þá vorum við að fá „lay up“ en við bara erum ekki að ná stoppunum og það er að há okkur akkúrat núna.“ Það hlýtur að vera lýjandi að spila gegn jafn ákafri vörn og Keflvíkingar bera á borð en það sást á köflum að Fjölniskonur voru búnar að undirbúa sig vel gegn pressunni og leystu hana vel með þolinmæði. Svo var eins og þolinmæðin kláraðist og leikmenn fóru að reyna að leysa pressuna uppá eigin spýtur, sem endaði oftar en ekki með töpuðum bolta, en alls þvinguðu Keflvíkingar fram 25 tapaða bolta í kvöld, en voru þó aðeins með 15 stolna. „Ég hef svolítið mikið talað um að ef við vitum hvað virkar, þá þurfum við ekki að finna út hvað virkar ekki. Ég hefði verið rosa til í, fyrst við vissum hvað var að virka að við hefðum bara haldið því áfram þó það þýddi að sami leikmaðurinn væri að skora öll stigin okkar. Luka Dončić skoraði 60 stig í nótt, það má alveg einhver leikmaður taka yfir.“ Kristjana er þarna sennilega að vísa í að Urté Slavickaite hefði mátt fá boltann oftar í hendurnar en hún var stigahæst Fjölniskvenna með 24 stig, úr aðeins 12 skotum utan af velli með 58% nýtingu. En þrátt fyrir drjúgt framlag frá Urté, þá munaði klárlega um fjarveru Taylor Jones í kvöld þegar á reyndi. „Taylor er náttúrulega rosalega góð bæði í að splitta tvídekkunum og hindrunum og öllu þessu og það hefði munað um það að hafa hana til að sprengja upp aðeins inn á milli þegar við vorum ekki að láta boltann ganga. Þannig að já, það vantaði klárlega sprengjuna okkar í sókninni.“ Kristjana sagði að hún væri orðin ansi leið á að mæta í viðtöl til að tala um tapleiki, en hvað þurfa Fjölniskonur að gera til að breyta því svo að þessi viðtöl verði loks á léttari nótunum? „Við þurfum bara að fara að drullast til að spila vörn. Við þurfum að hætta að fá á okkur 20 og eitthvað stig í hverjum leikhluta og þá held ég að við förum að ná í góð úrslit, því við erum alveg að skora slatta í hverjum leik.“
Körfubolti Subway-deild kvenna Fjölnir Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík-Fjölnir 107-78 | Öruggt hjá toppliðinu Það var óvenju rólegt kvöld í Blue höllinni í kvöld þar sem Fjölniskonur sóttu Keflavík heim. Stúkan nánast tóm þar til rétt fyrir leik, en rættist þó aðeins úr þegar leið á kvöldið. Mögulega voru áhorfendur enn að melta jólasteikina, því á köflum mátti heyra saumnál detta í húsinu. Leikurinn var svo sem aldrei sérstaklega spennandi svo að stemmingin á pöllunum kannski einfaldlega í takt við það. Lokatölur 107-78 Keflavík í vil. 28. desember 2022 20:00 Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira
Leik lokið: Keflavík-Fjölnir 107-78 | Öruggt hjá toppliðinu Það var óvenju rólegt kvöld í Blue höllinni í kvöld þar sem Fjölniskonur sóttu Keflavík heim. Stúkan nánast tóm þar til rétt fyrir leik, en rættist þó aðeins úr þegar leið á kvöldið. Mögulega voru áhorfendur enn að melta jólasteikina, því á köflum mátti heyra saumnál detta í húsinu. Leikurinn var svo sem aldrei sérstaklega spennandi svo að stemmingin á pöllunum kannski einfaldlega í takt við það. Lokatölur 107-78 Keflavík í vil. 28. desember 2022 20:00