Jókerinn setti upp sýningu á Jóladag | Boston vann loks leik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. desember 2022 10:45 Þessi kann vel við sig á Jóladag. Justin Tafoya/Getty Images Fimm leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Þar ber helst að nefna ótrúlegan sigur Denver Nuggets á Phoenix Suns í framlengdum leik. Boston Celtics vann stórsigur á Milwaukke Bucks og Los Angeles Lakers örugglega fyrir Dallas Mavericks. Mest spennandi leikur næturinnar var án efa leikur Nuggets og Suns. Leikurinn var nokkuð sveiflukenndur en að fjórum leikhlutum loknum var staðan jöfn, 113-113. Því þurfti að framlengja en þar reyndist topplið Vesturdeildarinnar sterkari aðilinn, Nuggets skoraði 15 stig gegn Suns og vann þriggja stiga sigur. Lokatölur 128-125 og Nuggets nú unnið 21 af 32 leikjum sínum í deildinni. Nikola Jokić var að venju frábær í liði Nuggets en átti sérstaklega góðan leik í nótt. Hann var með þrefalda tvennu, skoraði 41 stig ásamt því að gefa 15 stoðsendingar og taka 15 fráköst. Aaron Gordon skoraði 28 stig og tók 13 fráköst á meðan Jamal Murray skoraði 26 stig. Nikola. Jokic.41 PTS15 REB15 ASTNuggets OT W#NBAXmas pic.twitter.com/YnVXxOF0u1— NBA (@NBA) December 26, 2022 Devin Booker fór meiddur snemma af velli í liði Suns og hafði það án áhrif á spilamennsku gestanna. Landr Shamet endaði stigahæstur í liði Suns með 31 stig á meðan Deandre Ayton skoraði 22 og tók 16 fráköst. Chris Paul skoraði 17 stig og gaf 16 stoðsendingar. Eftir slakt gengi upp á síðkastið þá sýndi Boston Celtics allar sínar bestu hliðar í stórsigri á Milwaukee Bucks í nótt, lokatölur 139-118. Jayson Tatum skoraði 41 stig í liði Boston og Jaylen Brown gerði 29 stig. Hjá Bucks var Giannis Antetokounmpo með 27 stig og Jrue Holiday með 23 stig. 41 PTS7 REB5 AST3 STLWJayson Tatum delivers an #NBAXmas gift to Celtics fans. pic.twitter.com/z2jKfaTTyz— NBA (@NBA) December 26, 2022 Los Angeles Lakers byrjaði vel gegn Dallas Mavericks en í þriðja leikhluta fór allt til fjandans hjá LeBron James og félögum. Dallas skoraði 51 stig og vann á endanum níu stiga sigur, lokatölur 124-115. Luka Dončić skoraði 32 stig, gaf 9 stoðsendingar og tók 9 fráköst. Christian Wood skoraði 30 stig og Tim Hardaway Jr. skoraði 26 stig. LeBron bar af hjá Lakers með 38 stig. Russell Westbrook kom þar á eftir með 17 stig. Joel Embiid skoraði 35 stig í sigri Philadelphia 76ers á New York Knicks, lokatölur 119-112 76ers í vil. James Harden skoraði 29 stig í liði 76ers og gaf 13 stoðsendingar. Julius Randle var stigahæstur hjá Knicks með 35 stig. An #NBAXmas record 10 players scored 30+ points today.Joel Embiid (35 PTS)Julius Randle (35 PTS)LeBron James (38 PTS)Luka Doncic (32 PTS)Christian Wood (30 PTS)Jayson Tatum (41 PTS)Ja Morant (36 PTS)Jordan Poole (32 PTS)Nikola Jokic (41 PTS)Landry Shamet (31 PTS) pic.twitter.com/etaGp6O3mT— NBA (@NBA) December 26, 2022 Að lokum unnu meistarar Golden State Warriors góðan sigur á Memphis Grizzlies, 123-109, þó Stephen Curry væri fjarri góðu gamni. Jordan Poole skoraði 32 stig í liði Warriors og Klay Thompson 24 stig. Ja Morant var stigahæstur hjá Memphis með 36 stig. Körfubolti NBA Mest lesið Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Handbolti Ásgeir Örn: „Eigum okkur eiginlega engar málsbætur með þetta“ Handbolti Bjarni var kominn á lista hjá Icelandair: „Rotaðir frá fyrstu mínútu“ Handbolti Myndasyrpa frá svekkelsinu í Zagreb Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Enski boltinn Fleiri fréttir Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Sjá meira
Mest spennandi leikur næturinnar var án efa leikur Nuggets og Suns. Leikurinn var nokkuð sveiflukenndur en að fjórum leikhlutum loknum var staðan jöfn, 113-113. Því þurfti að framlengja en þar reyndist topplið Vesturdeildarinnar sterkari aðilinn, Nuggets skoraði 15 stig gegn Suns og vann þriggja stiga sigur. Lokatölur 128-125 og Nuggets nú unnið 21 af 32 leikjum sínum í deildinni. Nikola Jokić var að venju frábær í liði Nuggets en átti sérstaklega góðan leik í nótt. Hann var með þrefalda tvennu, skoraði 41 stig ásamt því að gefa 15 stoðsendingar og taka 15 fráköst. Aaron Gordon skoraði 28 stig og tók 13 fráköst á meðan Jamal Murray skoraði 26 stig. Nikola. Jokic.41 PTS15 REB15 ASTNuggets OT W#NBAXmas pic.twitter.com/YnVXxOF0u1— NBA (@NBA) December 26, 2022 Devin Booker fór meiddur snemma af velli í liði Suns og hafði það án áhrif á spilamennsku gestanna. Landr Shamet endaði stigahæstur í liði Suns með 31 stig á meðan Deandre Ayton skoraði 22 og tók 16 fráköst. Chris Paul skoraði 17 stig og gaf 16 stoðsendingar. Eftir slakt gengi upp á síðkastið þá sýndi Boston Celtics allar sínar bestu hliðar í stórsigri á Milwaukee Bucks í nótt, lokatölur 139-118. Jayson Tatum skoraði 41 stig í liði Boston og Jaylen Brown gerði 29 stig. Hjá Bucks var Giannis Antetokounmpo með 27 stig og Jrue Holiday með 23 stig. 41 PTS7 REB5 AST3 STLWJayson Tatum delivers an #NBAXmas gift to Celtics fans. pic.twitter.com/z2jKfaTTyz— NBA (@NBA) December 26, 2022 Los Angeles Lakers byrjaði vel gegn Dallas Mavericks en í þriðja leikhluta fór allt til fjandans hjá LeBron James og félögum. Dallas skoraði 51 stig og vann á endanum níu stiga sigur, lokatölur 124-115. Luka Dončić skoraði 32 stig, gaf 9 stoðsendingar og tók 9 fráköst. Christian Wood skoraði 30 stig og Tim Hardaway Jr. skoraði 26 stig. LeBron bar af hjá Lakers með 38 stig. Russell Westbrook kom þar á eftir með 17 stig. Joel Embiid skoraði 35 stig í sigri Philadelphia 76ers á New York Knicks, lokatölur 119-112 76ers í vil. James Harden skoraði 29 stig í liði 76ers og gaf 13 stoðsendingar. Julius Randle var stigahæstur hjá Knicks með 35 stig. An #NBAXmas record 10 players scored 30+ points today.Joel Embiid (35 PTS)Julius Randle (35 PTS)LeBron James (38 PTS)Luka Doncic (32 PTS)Christian Wood (30 PTS)Jayson Tatum (41 PTS)Ja Morant (36 PTS)Jordan Poole (32 PTS)Nikola Jokic (41 PTS)Landry Shamet (31 PTS) pic.twitter.com/etaGp6O3mT— NBA (@NBA) December 26, 2022 Að lokum unnu meistarar Golden State Warriors góðan sigur á Memphis Grizzlies, 123-109, þó Stephen Curry væri fjarri góðu gamni. Jordan Poole skoraði 32 stig í liði Warriors og Klay Thompson 24 stig. Ja Morant var stigahæstur hjá Memphis með 36 stig.
Körfubolti NBA Mest lesið Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Handbolti Ásgeir Örn: „Eigum okkur eiginlega engar málsbætur með þetta“ Handbolti Bjarni var kominn á lista hjá Icelandair: „Rotaðir frá fyrstu mínútu“ Handbolti Myndasyrpa frá svekkelsinu í Zagreb Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Enski boltinn Fleiri fréttir Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Sjá meira