Körfubolti

Jókerinn setti upp sýningu á Jóla­dag | Boston vann loks leik

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Þessi kann vel við sig á Jóladag.
Þessi kann vel við sig á Jóladag. Justin Tafoya/Getty Images

Fimm leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Þar ber helst að nefna ótrúlegan sigur Denver Nuggets á Phoenix Suns í framlengdum leik. Boston Celtics vann stórsigur á Milwaukke Bucks og Los Angeles Lakers örugglega fyrir Dallas Mavericks.

Mest spennandi leikur næturinnar var án efa leikur Nuggets og Suns. Leikurinn var nokkuð sveiflukenndur en að fjórum leikhlutum loknum var staðan jöfn, 113-113. Því þurfti að framlengja en þar reyndist topplið Vesturdeildarinnar sterkari aðilinn, Nuggets skoraði 15 stig gegn Suns og vann þriggja stiga sigur. Lokatölur 128-125 og Nuggets nú unnið 21 af 32 leikjum sínum í deildinni.

Nikola Jokić var að venju frábær í liði Nuggets en átti sérstaklega góðan leik í nótt. Hann var með þrefalda tvennu, skoraði 41 stig ásamt því að gefa 15 stoðsendingar og taka 15 fráköst. Aaron Gordon skoraði 28 stig og tók 13 fráköst á meðan Jamal Murray skoraði 26 stig.

Devin Booker fór meiddur snemma af velli í liði Suns og hafði það án áhrif á spilamennsku gestanna. Landr Shamet endaði stigahæstur í liði Suns með 31 stig á meðan Deandre Ayton skoraði 22 og tók 16 fráköst. Chris Paul skoraði 17 stig og gaf 16 stoðsendingar.

Eftir slakt gengi upp á síðkastið þá sýndi Boston Celtics allar sínar bestu hliðar í stórsigri á Milwaukee Bucks í nótt, lokatölur 139-118. Jayson Tatum skoraði 41 stig í liði Boston og Jaylen Brown gerði 29 stig. Hjá Bucks var Giannis Antetokounmpo með 27 stig og Jrue Holiday með 23 stig.

Los Angeles Lakers byrjaði vel gegn Dallas Mavericks en í þriðja leikhluta fór allt til fjandans hjá LeBron James og félögum. Dallas skoraði 51 stig og vann á endanum níu stiga sigur, lokatölur 124-115.

Luka Dončić skoraði 32 stig, gaf 9 stoðsendingar og tók 9 fráköst. Christian Wood skoraði 30 stig og Tim Hardaway Jr. skoraði 26 stig. LeBron bar af hjá Lakers með 38 stig. Russell Westbrook kom þar á eftir með 17 stig.

Joel Embiid skoraði 35 stig í sigri Philadelphia 76ers á New York Knicks, lokatölur 119-112 76ers í vil. James Harden skoraði 29 stig í liði 76ers og gaf 13 stoðsendingar. Julius Randle var stigahæstur hjá Knicks með 35 stig.

Að lokum unnu meistarar Golden State Warriors góðan sigur á Memphis Grizzlies, 123-109, þó Stephen Curry væri fjarri góðu gamni. Jordan Poole skoraði 32 stig í liði Warriors og Klay Thompson 24 stig. Ja Morant var stigahæstur hjá Memphis með 36 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×