Isiah Thomas útskýrir af hverju Jordan gerði hann svona reiðan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. desember 2022 14:31 Isiah Thomas og óvinur hans Michael Jordan. Samsett/Getty Körfuboltagoðsögnin Isiah Thomas er enn mjög ósáttur með Michael Jordan vegna „Last Dance“ heimildarþáttanna sem slógu í gegn á sínum tíma en máluðu ekki fallega mynd af Thomas. Það lítur út fyrir að öldurnar muni aldrei lægja í deilu Zeke og MJ. Í það minnsta er Thomas alltaf að tala um óvin sinn. Isiah Thomas og Michael Jordan hafa nefnilega verið litlir vinir síðan að þeir áttust svo oft við inn á körfuboltagólfinu á níunda áratugnum. Jordan náði ekki að verða NBA-meistari fyrr en hann komst í gegnum tuddana í Detriot Pistons sem gengu undir nafninu Slæmu strákarnir. Frægt var þegar Thomas og félagar strunsuðu út úr salnum án þess að þakka fyrir einvígið þegar Chicago Bulls vann þá loksins. Stuttu síðar var Thomas skilinn út undan þegar valið var í draumalið Bandaríkjamanna á Ólympíuleikunum í Barcelona 1992. Það var fjallað um þetta í „Last Dance“ heimildarþáttunum og Jordan gerði lítið úr Zeke. View this post on Instagram A post shared by theScore (@thescore) Jordan er sagður hafa spilað lykilhlutverk í því að einn besti bakvörður NBA-deildarinnar í áratug var ekki valinn í liðið og það þótt að þjálfari hans hjá Pistons, Chuck Daly, væri að þjálfa landsliðið. Thomas hefur nú útskýrt betur hvað það er sem gerði hann svona reiðann út í Jordan eftir sýningu þáttanna. „Ég var mjög ósáttur með það að vera horfa á heimildarmynd um gæja sem lét eins og hálfviti við alla en kallaði mig síðan hálfvita og ég hef ekki verið neitt annað en almennilegur við þennan gaur alla tíð,“ sagði Isiah Thomas. Tímabilið 1990-91, fyrir valið á draumaliðinu þá var Isiah Thomas með 16,2 stig og 9,3 stoðsendingar í leik. Hann var ekki valinn í liðið en það var John Stockton sem var með 17,2 stig og 14,2 stoðsendingar að meðaltali þetta sama tímabil. Thomas var þarna á sínu tíunda tímabili og hafði tvisvar leitt Detroit Pistons til NBA meistaratitils. Hann var með 19,2 stig og 9,3 stoðsendingar að meðaltali í 979 leikjum sínum í deildarkeppni NBA og með 20,4 stig og 8,9 stoðsendingar að meðaltali í 111 leikjum sínum í úrslitakeppni NBA. Thomas var síðan með 22,6 stig iog 7,9 stoðsendingar í leik í sextán leikjum sínum í úrslitaeinvígi um titilinn. NBA Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp fyrir hvorn annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Emil leggur skóna á hilluna Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Sjá meira
Það lítur út fyrir að öldurnar muni aldrei lægja í deilu Zeke og MJ. Í það minnsta er Thomas alltaf að tala um óvin sinn. Isiah Thomas og Michael Jordan hafa nefnilega verið litlir vinir síðan að þeir áttust svo oft við inn á körfuboltagólfinu á níunda áratugnum. Jordan náði ekki að verða NBA-meistari fyrr en hann komst í gegnum tuddana í Detriot Pistons sem gengu undir nafninu Slæmu strákarnir. Frægt var þegar Thomas og félagar strunsuðu út úr salnum án þess að þakka fyrir einvígið þegar Chicago Bulls vann þá loksins. Stuttu síðar var Thomas skilinn út undan þegar valið var í draumalið Bandaríkjamanna á Ólympíuleikunum í Barcelona 1992. Það var fjallað um þetta í „Last Dance“ heimildarþáttunum og Jordan gerði lítið úr Zeke. View this post on Instagram A post shared by theScore (@thescore) Jordan er sagður hafa spilað lykilhlutverk í því að einn besti bakvörður NBA-deildarinnar í áratug var ekki valinn í liðið og það þótt að þjálfari hans hjá Pistons, Chuck Daly, væri að þjálfa landsliðið. Thomas hefur nú útskýrt betur hvað það er sem gerði hann svona reiðann út í Jordan eftir sýningu þáttanna. „Ég var mjög ósáttur með það að vera horfa á heimildarmynd um gæja sem lét eins og hálfviti við alla en kallaði mig síðan hálfvita og ég hef ekki verið neitt annað en almennilegur við þennan gaur alla tíð,“ sagði Isiah Thomas. Tímabilið 1990-91, fyrir valið á draumaliðinu þá var Isiah Thomas með 16,2 stig og 9,3 stoðsendingar í leik. Hann var ekki valinn í liðið en það var John Stockton sem var með 17,2 stig og 14,2 stoðsendingar að meðaltali þetta sama tímabil. Thomas var þarna á sínu tíunda tímabili og hafði tvisvar leitt Detroit Pistons til NBA meistaratitils. Hann var með 19,2 stig og 9,3 stoðsendingar að meðaltali í 979 leikjum sínum í deildarkeppni NBA og með 20,4 stig og 8,9 stoðsendingar að meðaltali í 111 leikjum sínum í úrslitakeppni NBA. Thomas var síðan með 22,6 stig iog 7,9 stoðsendingar í leik í sextán leikjum sínum í úrslitaeinvígi um titilinn.
NBA Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp fyrir hvorn annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Emil leggur skóna á hilluna Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Sjá meira