Sigvaldi Björn ætti að mæta hingað til lands fullur sjálfstrausts og ef Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, var að íhuga að velja hann ekki í hópinn sem fer á HM í janúar þá hefur hann eflaust skipt um skoðun eftir leik kvöldsins.
Sigvaldi Björn var hreint út sagt magnaður í liði Kolstad og var markahæstur með níu mörk í enn einum sigri liðsins. Janus Daði Smárason skoraði tvö mörk og átti fínan leik.
Kolstad ber höfuð og herðar yfir önnur lið í Noregi enda liðið unnið alla 13 leiki sína til þessa í deildinni. Deildin er nú á leið í sex vikna hlé þar sem HM í handbolta fer fram í janúar. Það verður að teljast líklegt að Sigvaldi Björn og Janus Daði verði þar en landsliðshópur Íslands verður tilkynntur á Þorláksmessu.