Dómarar Stjörnuleiksins Eyjum þurftu tvívegis að kíkja í Varsjána Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. desember 2022 09:33 Gummi Kára stjórnaði söngnum inn í klefa fyrir Stjörnuleikinn og Kári Kristján Kristjánsson tók vel undir. S2 Sport Hinn árlegi stjörnuleikur fór fram í Vestmannaeyjum um helgina þar sem handboltastjörnur úr íþróttafélaginu Ægi létu ljós sitt skína. Svava Kristín Gretarsdóttir kannaði betur hvað var í gangi. Íþróttafélagið Ægir er íþróttafélag fatlaðra í Vestmannaeyjum. Á þessu ári hófust reglulegar handboltaæfingar fyrir iðkendur við mikinn fögnuð. Það mátti sjá miklar framfarir hjá leikmönnum frá síðasta ári. Líkt og síðustu ár voru þeir Magnús Stefánsson og Kári Kristján Kristjánsson þjálfarar liðanna. Gátu þeir sameinað krafta sína fyrir leik þar sem liðin deila klefa. Þar hituðu allir upp með góðum hópsöng. Í sitthvoru liðinu mátti finna leikmenn úr Olís deildinni. Þeir Rúnar Kárason og Theodór Sigurbjörnsson úr ÍBV voru í Hvíta liðinu en Agnar Smári Jónsson, leikmaður Vals, var í rauða liðinu ásamt Grétari Þór Eyþórssyni, fyrrum leikmanni ÍBV. Dramatíkin var mikil og dómarar leiksins þurftu tvívegis að kíkja í Varsjána. Kári Kristján tók leikhlé til að fara yfir leikinn á lokakaflanum og stilla upp í næstu sókn með sínum leikmönnum. Enn eitt árið var samt jafntefli niðurstaðan og bæði lið fögnuðu innilega eftir leikinn. „Þetta er alltaf hökuleikur í desember og ég alltaf mjög glaður þegar ég er búinn að keppa,“ sagði Stefán Róbertsson, leikmaður Stjörnuliðsins. Hann lét vaða á markið í leiknum. „Ég hef alltaf verið skotfastur, bara síðan ég var lítill,“ sagði Stefán. „Við vorum mjög nálægt því að tapa þessu í dag en sem betur fer fór boltinn ekki inn hjá Rauða liðinu og við komum sterkir á næsta ári,“ sagði Rúnar Kárason, leikmaður Hvíta liðsins. „Ég er mjög stoltur af mínum strákur og Gummi var frábær. Geðveikur í marki,“ sagði Rúnar og var þar að tala um Guðmund Ásgeir Grétarsson eða Gumma Kára eins og flestir þekkja hann. „Ég á eftir að semja við Agnar Smára í b-liðið,“ sagði Guðmundur Ásgeir. Það má sjá svipmyndir frá Stjörnuleiknum hér fyrir neðan sem og viðtöl sem Svava Kristín tók eftir leikinn. ÍBV Handbolti Vestmannaeyjar Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Sjá meira
Íþróttafélagið Ægir er íþróttafélag fatlaðra í Vestmannaeyjum. Á þessu ári hófust reglulegar handboltaæfingar fyrir iðkendur við mikinn fögnuð. Það mátti sjá miklar framfarir hjá leikmönnum frá síðasta ári. Líkt og síðustu ár voru þeir Magnús Stefánsson og Kári Kristján Kristjánsson þjálfarar liðanna. Gátu þeir sameinað krafta sína fyrir leik þar sem liðin deila klefa. Þar hituðu allir upp með góðum hópsöng. Í sitthvoru liðinu mátti finna leikmenn úr Olís deildinni. Þeir Rúnar Kárason og Theodór Sigurbjörnsson úr ÍBV voru í Hvíta liðinu en Agnar Smári Jónsson, leikmaður Vals, var í rauða liðinu ásamt Grétari Þór Eyþórssyni, fyrrum leikmanni ÍBV. Dramatíkin var mikil og dómarar leiksins þurftu tvívegis að kíkja í Varsjána. Kári Kristján tók leikhlé til að fara yfir leikinn á lokakaflanum og stilla upp í næstu sókn með sínum leikmönnum. Enn eitt árið var samt jafntefli niðurstaðan og bæði lið fögnuðu innilega eftir leikinn. „Þetta er alltaf hökuleikur í desember og ég alltaf mjög glaður þegar ég er búinn að keppa,“ sagði Stefán Róbertsson, leikmaður Stjörnuliðsins. Hann lét vaða á markið í leiknum. „Ég hef alltaf verið skotfastur, bara síðan ég var lítill,“ sagði Stefán. „Við vorum mjög nálægt því að tapa þessu í dag en sem betur fer fór boltinn ekki inn hjá Rauða liðinu og við komum sterkir á næsta ári,“ sagði Rúnar Kárason, leikmaður Hvíta liðsins. „Ég er mjög stoltur af mínum strákur og Gummi var frábær. Geðveikur í marki,“ sagði Rúnar og var þar að tala um Guðmund Ásgeir Grétarsson eða Gumma Kára eins og flestir þekkja hann. „Ég á eftir að semja við Agnar Smára í b-liðið,“ sagði Guðmundur Ásgeir. Það má sjá svipmyndir frá Stjörnuleiknum hér fyrir neðan sem og viðtöl sem Svava Kristín tók eftir leikinn.
ÍBV Handbolti Vestmannaeyjar Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Sjá meira