Dómarar Stjörnuleiksins Eyjum þurftu tvívegis að kíkja í Varsjána Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. desember 2022 09:33 Gummi Kára stjórnaði söngnum inn í klefa fyrir Stjörnuleikinn og Kári Kristján Kristjánsson tók vel undir. S2 Sport Hinn árlegi stjörnuleikur fór fram í Vestmannaeyjum um helgina þar sem handboltastjörnur úr íþróttafélaginu Ægi létu ljós sitt skína. Svava Kristín Gretarsdóttir kannaði betur hvað var í gangi. Íþróttafélagið Ægir er íþróttafélag fatlaðra í Vestmannaeyjum. Á þessu ári hófust reglulegar handboltaæfingar fyrir iðkendur við mikinn fögnuð. Það mátti sjá miklar framfarir hjá leikmönnum frá síðasta ári. Líkt og síðustu ár voru þeir Magnús Stefánsson og Kári Kristján Kristjánsson þjálfarar liðanna. Gátu þeir sameinað krafta sína fyrir leik þar sem liðin deila klefa. Þar hituðu allir upp með góðum hópsöng. Í sitthvoru liðinu mátti finna leikmenn úr Olís deildinni. Þeir Rúnar Kárason og Theodór Sigurbjörnsson úr ÍBV voru í Hvíta liðinu en Agnar Smári Jónsson, leikmaður Vals, var í rauða liðinu ásamt Grétari Þór Eyþórssyni, fyrrum leikmanni ÍBV. Dramatíkin var mikil og dómarar leiksins þurftu tvívegis að kíkja í Varsjána. Kári Kristján tók leikhlé til að fara yfir leikinn á lokakaflanum og stilla upp í næstu sókn með sínum leikmönnum. Enn eitt árið var samt jafntefli niðurstaðan og bæði lið fögnuðu innilega eftir leikinn. „Þetta er alltaf hökuleikur í desember og ég alltaf mjög glaður þegar ég er búinn að keppa,“ sagði Stefán Róbertsson, leikmaður Stjörnuliðsins. Hann lét vaða á markið í leiknum. „Ég hef alltaf verið skotfastur, bara síðan ég var lítill,“ sagði Stefán. „Við vorum mjög nálægt því að tapa þessu í dag en sem betur fer fór boltinn ekki inn hjá Rauða liðinu og við komum sterkir á næsta ári,“ sagði Rúnar Kárason, leikmaður Hvíta liðsins. „Ég er mjög stoltur af mínum strákur og Gummi var frábær. Geðveikur í marki,“ sagði Rúnar og var þar að tala um Guðmund Ásgeir Grétarsson eða Gumma Kára eins og flestir þekkja hann. „Ég á eftir að semja við Agnar Smára í b-liðið,“ sagði Guðmundur Ásgeir. Það má sjá svipmyndir frá Stjörnuleiknum hér fyrir neðan sem og viðtöl sem Svava Kristín tók eftir leikinn. ÍBV Handbolti Vestmannaeyjar Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Ómar Ingi og Gísli Þorgeir markahæstir í tapi Handbolti Chelsea mætir Real Betis Sport Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Fleiri fréttir Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Sjá meira
Íþróttafélagið Ægir er íþróttafélag fatlaðra í Vestmannaeyjum. Á þessu ári hófust reglulegar handboltaæfingar fyrir iðkendur við mikinn fögnuð. Það mátti sjá miklar framfarir hjá leikmönnum frá síðasta ári. Líkt og síðustu ár voru þeir Magnús Stefánsson og Kári Kristján Kristjánsson þjálfarar liðanna. Gátu þeir sameinað krafta sína fyrir leik þar sem liðin deila klefa. Þar hituðu allir upp með góðum hópsöng. Í sitthvoru liðinu mátti finna leikmenn úr Olís deildinni. Þeir Rúnar Kárason og Theodór Sigurbjörnsson úr ÍBV voru í Hvíta liðinu en Agnar Smári Jónsson, leikmaður Vals, var í rauða liðinu ásamt Grétari Þór Eyþórssyni, fyrrum leikmanni ÍBV. Dramatíkin var mikil og dómarar leiksins þurftu tvívegis að kíkja í Varsjána. Kári Kristján tók leikhlé til að fara yfir leikinn á lokakaflanum og stilla upp í næstu sókn með sínum leikmönnum. Enn eitt árið var samt jafntefli niðurstaðan og bæði lið fögnuðu innilega eftir leikinn. „Þetta er alltaf hökuleikur í desember og ég alltaf mjög glaður þegar ég er búinn að keppa,“ sagði Stefán Róbertsson, leikmaður Stjörnuliðsins. Hann lét vaða á markið í leiknum. „Ég hef alltaf verið skotfastur, bara síðan ég var lítill,“ sagði Stefán. „Við vorum mjög nálægt því að tapa þessu í dag en sem betur fer fór boltinn ekki inn hjá Rauða liðinu og við komum sterkir á næsta ári,“ sagði Rúnar Kárason, leikmaður Hvíta liðsins. „Ég er mjög stoltur af mínum strákur og Gummi var frábær. Geðveikur í marki,“ sagði Rúnar og var þar að tala um Guðmund Ásgeir Grétarsson eða Gumma Kára eins og flestir þekkja hann. „Ég á eftir að semja við Agnar Smára í b-liðið,“ sagði Guðmundur Ásgeir. Það má sjá svipmyndir frá Stjörnuleiknum hér fyrir neðan sem og viðtöl sem Svava Kristín tók eftir leikinn.
ÍBV Handbolti Vestmannaeyjar Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Ómar Ingi og Gísli Þorgeir markahæstir í tapi Handbolti Chelsea mætir Real Betis Sport Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Fleiri fréttir Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Sjá meira