Opið bréf til Dags B. Eggertssonar Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar 18. desember 2022 08:02 Sæll Dagur. Ég sendi þér þetta bréf sem kjósandi þinn í Reykjavík. Málið varðar stöðu heimilislausra í Reykjavík en í dag bárust fregnir þess efnis að loka ætti Gistiskýlinu á Granda yfir daginn í miðjum snjóstormi. Ragnar Erling Hermannsson, notandi þjónustunnar í Gistiskýlinu, greindi frá því í dag. Þetta vekur óneitanlega upp þá tilfinningu að Reykjavík sé með þessu að bregðast lögbundinni þjónustu sinni, innan síns sveitarfélags. Ég vill leggja þetta upp fyrir þig í samhengi við baráttu fatlaðra fyrir mannréttindum á Íslandi. 2019 skrifaði ég grein í Kjarnann vegna mannréttindabrota sem fatlaður maður í Mosfellsbæ bjó við í nokkur ár. Sveitarfélagið bar við sig fjármagnsskorti sem ástæðu þess að þessu væri ekki sinnt. Ég tók þá afsökun ekki í mál og hvatti til mótmæla gagnvart bæjaryfirvöldum Mosfellsbæjar. Það sama verður að gilda gagnvart mannréttindum heimilislausra í Reykjavík. Reykjavíkurborg ber skylda til þess að þjónusta íbúa sína og veita þeim grunnþjónustu, þá sérstaklega þeim sem lifa við neyð. Já, sveitarfélögin eru að glíma við ákveðinn fjármagnsskort sem er m.a. tilkominn vegna samstarfsviljaskorts frá Fjármálaráðuneytinu gagnvart sveitarfélögum landsins og já það skiptir ekki máli því að peningar skipta ekki meira máli en landsmenn, eins og Ragnar réttilega bendir á. Við erum rík þjóð en ekki fátæk og getum leikandi veitt heimilislausum landsmönnum sem og öllum öðrum landsmönnum virðingu og mannréttindi, ef við erum ákveðin að við viljum það. Og það sem Ragnar er líka svo duglegur við að benda á er hans neyð og neyð annarra heimilislausra Reykvíkinga og á hann þakkir skildar fyrir að vekja athygli á þeirri neyð. Það sem er líka rétt hjá Ragnari er að hann á ekki að þurfa að vera að standa í þessari baráttu fyrir hans öryggi og öryggi annarra heimilislausra. Sú staðreynd að íhugað hafi verið að loka Gistiskýlinu yfir daginn í dag, í snjóstormi, þýðir einfaldlega að stjórnvöld Reykjavíkurborgar eru að bregðast þjónustuskyldu sinni við heimilislausa. Ég geri sem kjósandi þá kröfu á þig að hlusta á og berjast fyrir heimilislausa í neyð innan sveitarfélagsins sem þú ert borgarfulltrúi í, án tafar. Það getur þú t.d. gert með því að taka þessi mál upp sérstaklega á dagskrá við fyrsta tækifæri í borgarstjórn og lýsa nákvæmlega þínum hugmyndum til að tryggja velferð heimilislausra í Reykjavík til frambúðar. Með bestu kveðju, Hlynur Már Vilhjálmsson Höfundur er baráttumaður fyrir velferð og réttlæti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svafar Helgason Reykjavík Borgarstjórn Málefni heimilislausra Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Sjá meira
Sæll Dagur. Ég sendi þér þetta bréf sem kjósandi þinn í Reykjavík. Málið varðar stöðu heimilislausra í Reykjavík en í dag bárust fregnir þess efnis að loka ætti Gistiskýlinu á Granda yfir daginn í miðjum snjóstormi. Ragnar Erling Hermannsson, notandi þjónustunnar í Gistiskýlinu, greindi frá því í dag. Þetta vekur óneitanlega upp þá tilfinningu að Reykjavík sé með þessu að bregðast lögbundinni þjónustu sinni, innan síns sveitarfélags. Ég vill leggja þetta upp fyrir þig í samhengi við baráttu fatlaðra fyrir mannréttindum á Íslandi. 2019 skrifaði ég grein í Kjarnann vegna mannréttindabrota sem fatlaður maður í Mosfellsbæ bjó við í nokkur ár. Sveitarfélagið bar við sig fjármagnsskorti sem ástæðu þess að þessu væri ekki sinnt. Ég tók þá afsökun ekki í mál og hvatti til mótmæla gagnvart bæjaryfirvöldum Mosfellsbæjar. Það sama verður að gilda gagnvart mannréttindum heimilislausra í Reykjavík. Reykjavíkurborg ber skylda til þess að þjónusta íbúa sína og veita þeim grunnþjónustu, þá sérstaklega þeim sem lifa við neyð. Já, sveitarfélögin eru að glíma við ákveðinn fjármagnsskort sem er m.a. tilkominn vegna samstarfsviljaskorts frá Fjármálaráðuneytinu gagnvart sveitarfélögum landsins og já það skiptir ekki máli því að peningar skipta ekki meira máli en landsmenn, eins og Ragnar réttilega bendir á. Við erum rík þjóð en ekki fátæk og getum leikandi veitt heimilislausum landsmönnum sem og öllum öðrum landsmönnum virðingu og mannréttindi, ef við erum ákveðin að við viljum það. Og það sem Ragnar er líka svo duglegur við að benda á er hans neyð og neyð annarra heimilislausra Reykvíkinga og á hann þakkir skildar fyrir að vekja athygli á þeirri neyð. Það sem er líka rétt hjá Ragnari er að hann á ekki að þurfa að vera að standa í þessari baráttu fyrir hans öryggi og öryggi annarra heimilislausra. Sú staðreynd að íhugað hafi verið að loka Gistiskýlinu yfir daginn í dag, í snjóstormi, þýðir einfaldlega að stjórnvöld Reykjavíkurborgar eru að bregðast þjónustuskyldu sinni við heimilislausa. Ég geri sem kjósandi þá kröfu á þig að hlusta á og berjast fyrir heimilislausa í neyð innan sveitarfélagsins sem þú ert borgarfulltrúi í, án tafar. Það getur þú t.d. gert með því að taka þessi mál upp sérstaklega á dagskrá við fyrsta tækifæri í borgarstjórn og lýsa nákvæmlega þínum hugmyndum til að tryggja velferð heimilislausra í Reykjavík til frambúðar. Með bestu kveðju, Hlynur Már Vilhjálmsson Höfundur er baráttumaður fyrir velferð og réttlæti.
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun