Körfubolti

Doncic heldur áfram að spila frábærlega

Hjörvar Ólafsson skrifar
Góð spilamennska Luka Doncic var lykillinn að sigri Dallas Mavericks á móti Portland Trail Blazers í nótt. 
Góð spilamennska Luka Doncic var lykillinn að sigri Dallas Mavericks á móti Portland Trail Blazers í nótt.  Vísir/Getty

Tíu leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta karla í nótt sem leið. Luka Doncic og LeBron James léku afar vel fyrir lið sín. 

Luka Doncic setti niður 33 þegar lið hans, Dallas Mavericks, fór með sigur af hólmi gegn Portland Trail Blazers en Doncic hefur leikið vel í upphafi keppnistímabilsins. 

Þá skoraði Le­Bron James 30 stig í sigri Los Ang­eles Lakers gegn Den­ver Nug­gets. 

Donov­an Mitchell átti svo stórleik er Cleve­land Ca­valiers lagði Indi­ana Pacers að velli. Mitchell skoraði 41 stig í leiknum. Fred van Vleet sallaði niður 39 stigum fyrir Toronto Raptors en það dugði ekki til í lei liðsins gegn Brook­lyn Nets.

Golden State Warriors, ríkjandi NBA-meistari, sem mun leika án síns lykilleikmanns, Stephen Curry, næstu vikurnar laut í lægra haldi fyrir Philadelphia 76ers.

 

Úr­slitin í leikjum næt­ur­inn­ar má sjá hér að neðan:

Los Angeles Lakers - Den­ver Nug­gets 126-108

Dallas Mavericks - Portland Trail Blazers 130-110

Phila­delp­hia 76ers - Golden State Warriors 118-106

Cleve­land Ca­valiers - Indiana Pacers 118-112

Toronto Raptors - Brooklyn Nets 116-119

Chicago Bulls - New York Knick 91-114

Charlotte Hornets - Atlanta Hawks 106-125

Boston Celtics - Orlando Magic 109-107

Detroit Pistons - Sacramento Kings 113-122

Okla­homa City Thund­er - Minnesota Timberwol­ves 110-112 

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×