Það er svolítið eins og við séum hálf hræddar við að vinna Siggeir F. Ævarsson skrifar 14. desember 2022 20:30 Sigurbjörg Rós Sigurðardóttir stýrði ÍR í dag. ÍR Það er ansi lágt risið á liði ÍR í Subway-deild kvenna þessa dagana en liðið er án sigurs í deildinni og þar varð engin breyting á í kvöld. 91-77 tap í Smáranum niðurstaðan og 13 tapaðar deildarleiki í röð staðreynd og ekki batnaði það þegar liðið féll út úr VÍS bikarnum þegar það tapaði gegn 1. deildar liði Stjörnunnar. Það leit reyndar ágætlega út fyrir ÍR í byrjun, munurinn aðeins 3 stig eftir fyrsta leikhluta, en þjálfari liðsins, Sigurbjörg Rós Sigurðardóttir tók fátt jákvætt útúr leik kvöldsins og fannst byrjunin raunar ekkert til að hrópa húrra fyrir heldur. „Mér fannst við byrja illa líka. Byrjuðum með enga orku inni á vellinum og vorum hálf daufar, ég veit ekki hvað var að. Það er náttúrulega erfitt þegar maður er búinn að tapa öllum leikjunum en mér leið samt eins og þetta væri að fara að koma núna þar sem við erum búnar að vera nálægt sigri í mörgum leikjum, en það er svolítið eins og við séum hálf hræddar við að vinna. Þegar við mætum liðum sem við ættum að eiga séns í þá þorum við ekki að fara á körfuna eða taka skotin okkar. Við leyfum þeim bara að ýta okkur útúr öllu sem við erum að gera.“ Munurinn á villum liðanna var áberandi í kvöld. Blikar í bullandi villuvandræðum en ÍR aðeins með 13 villur í leikslok. Hefðu þær ekki mátt taka miklu fastar á andstæðingunum í kvöld og láta finna betur fyrir sér? „Vanalega eru það við þær sem erum í villuvandræðum en það var bara ekki staðan núna. Ég sagði við þær meira að segja að við mættum vera miklu harðari því við vorum bara með einhverjar 5 villur í hálfleik. Þetta var mjög úr karakter fyrir okkar lið. Núna er náttúrulega svolítið í næsta leik og við verðum bara í fríinu að vinna í okkar málum og reyna að finna sigurviljann.“ Sigurbjörg á verðugt verkefni fyrir höndum að reyna að stappa stálinu í sínar konur. Næsti leikur liðsins er ekki fyrr en 28. desember svo að jólafríið fer greinilega að mestu í að vinna í andlegu hliðinni. Körfubolti Breiðablik Subway-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - ÍR 91-77 | Öruggur sigur Breiðabliks Breiðablik vann ÍR í botnslag Subway deildar kvenna í körfubolta í kvöld. Sigur Breiðabliks þýðir að ÍR er enn að leita að sínum fyrstu stigum á tímabilinu. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 14. desember 2022 20:00 Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafslóðum REM næstu árin Sport Fleiri fréttir Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sjá meira
Það leit reyndar ágætlega út fyrir ÍR í byrjun, munurinn aðeins 3 stig eftir fyrsta leikhluta, en þjálfari liðsins, Sigurbjörg Rós Sigurðardóttir tók fátt jákvætt útúr leik kvöldsins og fannst byrjunin raunar ekkert til að hrópa húrra fyrir heldur. „Mér fannst við byrja illa líka. Byrjuðum með enga orku inni á vellinum og vorum hálf daufar, ég veit ekki hvað var að. Það er náttúrulega erfitt þegar maður er búinn að tapa öllum leikjunum en mér leið samt eins og þetta væri að fara að koma núna þar sem við erum búnar að vera nálægt sigri í mörgum leikjum, en það er svolítið eins og við séum hálf hræddar við að vinna. Þegar við mætum liðum sem við ættum að eiga séns í þá þorum við ekki að fara á körfuna eða taka skotin okkar. Við leyfum þeim bara að ýta okkur útúr öllu sem við erum að gera.“ Munurinn á villum liðanna var áberandi í kvöld. Blikar í bullandi villuvandræðum en ÍR aðeins með 13 villur í leikslok. Hefðu þær ekki mátt taka miklu fastar á andstæðingunum í kvöld og láta finna betur fyrir sér? „Vanalega eru það við þær sem erum í villuvandræðum en það var bara ekki staðan núna. Ég sagði við þær meira að segja að við mættum vera miklu harðari því við vorum bara með einhverjar 5 villur í hálfleik. Þetta var mjög úr karakter fyrir okkar lið. Núna er náttúrulega svolítið í næsta leik og við verðum bara í fríinu að vinna í okkar málum og reyna að finna sigurviljann.“ Sigurbjörg á verðugt verkefni fyrir höndum að reyna að stappa stálinu í sínar konur. Næsti leikur liðsins er ekki fyrr en 28. desember svo að jólafríið fer greinilega að mestu í að vinna í andlegu hliðinni.
Körfubolti Breiðablik Subway-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - ÍR 91-77 | Öruggur sigur Breiðabliks Breiðablik vann ÍR í botnslag Subway deildar kvenna í körfubolta í kvöld. Sigur Breiðabliks þýðir að ÍR er enn að leita að sínum fyrstu stigum á tímabilinu. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 14. desember 2022 20:00 Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafslóðum REM næstu árin Sport Fleiri fréttir Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - ÍR 91-77 | Öruggur sigur Breiðabliks Breiðablik vann ÍR í botnslag Subway deildar kvenna í körfubolta í kvöld. Sigur Breiðabliks þýðir að ÍR er enn að leita að sínum fyrstu stigum á tímabilinu. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 14. desember 2022 20:00