Körfubolti

Körfu­bolta­kvöld um Kára Jóns­son: „Einn af okkar allra bestu leik­mönnum“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Kári Jónsson er lykilmaður í Íslandsmeistaraliði Vals.
Kári Jónsson er lykilmaður í Íslandsmeistaraliði Vals. Vísir/Diego

Farið var yfir gæðin sem Kári Jónsson, leikstjórnandi Íslandsmeistara Vals í körfubolta, í síðasta þætti af Körfuboltakvöldi. 

„Valsmenn, Íslandsmeistararnir, læðast pínu með veggjum en þeir eru með eitt stykki Kára Jónsson sem stýrir leiknum mjög vel. Kári er hægt og rólega að trítla inn á lista yfir, ég segi ekki bestu menn sögunnar í þessari deild,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson áður en Kristinn Geir Friðriksson greip orðið.

„Hann er örugglega á leiðinni þangað. Hann er frábær leikmaður í alla staði. Þú vilt einmitt hafa hann þarna í þessu skoti, þegar klukkan er að renna út.“

„Þér líður ofboðslega vel að sjá hann með boltann í höndunum á stórum augnablikum. Hann er rosalega öflugur með boltann, hann getur búið sér til skot. Er frábær að búa til skot fyrir aðra. Talandi um að hann geti verið á listum yfir bestu leikmenn sögunnar, hann er orðinn Íslandsmeistari. Það er ekkert ólíklegt að þeir verji titilinn, eru með þvílíkt lið til að verja titilinn,“ sagði Hermann Hauksson.

„Þetta er einn af okkar allra bestu leikmönnum,“ sagði Hermann einnig en sjá má umræðuna um Kára Jónsson í spilaranum hér að neðan.

Klippa: Körfuboltakvöld um Kára Jónsson: Einn af okkar allra bestu leikmönnum



Fleiri fréttir

Sjá meira


×