Málstaður sem skilar ekki auknu fylgi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 10. desember 2022 10:30 Fylgi Samfylkingarinnar hefur tvöfaldast frá þingkosningunum sem fram fóru fyrir rúmu ári síðan samkvæmt niðurstöðum skoðanakannana í kjölfar þess að nýr formaður, Kristrún Frostadóttir, tók við flokknum. Fylgið hefur þannig farið úr tæpum 10% í kosningunum í um 20%. Kannanir benda til þess að þar vegi þungt ákvörðun formannsins um það að setja stefnu flokksins um inngöngu í Evrópusambandið á ís. Vaxandi andstaða við inngöngu í Evrópusambandið hefur þannig mælst í skoðanakönnunum á meðal þeirra sem segjast styðja Samfylkinguna á sama tíma og fylgi flokksins hefur aukizt. Með öðrum orðum telur ljóslega stór hópur kjósenda, sem andvígur er því að Ísland gangi í sambandið, að hann geti nú stutt Samfylkinguna í trausti þess að flokkurinn muni þrátt fyrir óbreytta stefnu ekki beita sér fyrir inngöngu í það. Hafa ekki minnzt á Evrópusambandið Fylgi Viðreisnar, hins stjórnmálaflokksins á Alþingi sem hlynntur er inngöngu í Evrópusambandið, er á sama tíma á hliðstæðum nótum nú og í þingkosningunum og hefur þannig lítið breytzt á undanförnum mánuðum þrátt fyrir aukna áherzlu flokksins á málið í kjölfar innrásar rússneska hersins í Úkraínu í lok febrúar. Miðað við síðustu könnun Gallups er fylgi flokksins raunar talsvert minna nú en það var í kosningunum. Með öðrum orðum liggur beinast við að draga þá ályktun að áherzla á inngöngu Íslands í Evrópusambandið sé ekki ávísun á fylgisaukningu. Þvert á móti. Forystumenn Viðreisnar virðast hafa áttað sig á þessu og hafa þannig að undanförnu sent frá sér greinar um mál, sem þeir hafa áður ekki fjallað um án þess að tengja þau með beinum hætti við inngöngu í Evrópusambandið, án þess að minnast einu orði á sambandið. Viðreisn í eðli sínu eins máls flokkur Mikilvægt er að hafa í huga að grundvallarmunur er á Samfylkingunni og Viðreisn í þessu sambandi. Viðreisn var þannig beinlínis stofnuð í kringum það stefnumál að ganga í Evrópusambandið. Öll önnur stefnumál flokksins taka í raun mið af því. Þá annað hvort sem liður í undirbúningi fyrir inngöngu í sambandið eða að þau standi ekki í vegi þess að af henni geti orðið. Viðreisn er þannig í eðli sínu eins máls flokkur. Hins vegar var Samfylkingin aldrei stofnuð í kringum inngöngu í Evrópusambandið. Málið var þvert á móti lagt til hliðar þegar flokkurinn var stofnaður fyrir bráðum aldarfjórðungi síðan. Innganga í sambandið varð ekki að stefnu hans fyrr en nokkrum árum síðar. Flokkarnir hafa báðir reynt að leggja áherzlu á önnur mál að undanförnu en trúverðugleiki Samfylkingarinnar er fyrir vikið langtum meiri en Viðreisnar. Stefna Samfylkingarinnar er óbreytt Hitt er svo annað mál að full ástæða er til þess að setja eðlilegan fyrirvara við breytta áherzlu Samfylkingarinnar enda er stefna flokksins eftir sem áður innganga í Evrópusambandið. Miðað við stefnuræðu Kristrúnar í haust er markmiðið, með því að leggja ekki áherzlu á málið, fyrst og fremst það að auka fylgi Samfylkingarinnar og nýta fylgisaukninguna meðal annars í þágu inngöngu í sambandið „þegar tækifærið gefst.“ Fyrir vikið er alls óvíst hvort breytt áherzla Samfylkingarinnar dugi þegar upp verður staðið til þess að sannfæra vinstrisinnaða kjósendur, sem andvígir eru inngöngu í Evrópusambandið, um það að óhætt sé að kjósa flokkinn og að atkvæði þeirra verði ekki notuð til þess að taka skref í átt að inngöngu í sambandið. Á meðan stefna Samfylkingarinnar er óbreytt er að öllum líkindum ekki hægt að stóla á það. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Samfylkingin Viðreisn Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Fylgi Samfylkingarinnar hefur tvöfaldast frá þingkosningunum sem fram fóru fyrir rúmu ári síðan samkvæmt niðurstöðum skoðanakannana í kjölfar þess að nýr formaður, Kristrún Frostadóttir, tók við flokknum. Fylgið hefur þannig farið úr tæpum 10% í kosningunum í um 20%. Kannanir benda til þess að þar vegi þungt ákvörðun formannsins um það að setja stefnu flokksins um inngöngu í Evrópusambandið á ís. Vaxandi andstaða við inngöngu í Evrópusambandið hefur þannig mælst í skoðanakönnunum á meðal þeirra sem segjast styðja Samfylkinguna á sama tíma og fylgi flokksins hefur aukizt. Með öðrum orðum telur ljóslega stór hópur kjósenda, sem andvígur er því að Ísland gangi í sambandið, að hann geti nú stutt Samfylkinguna í trausti þess að flokkurinn muni þrátt fyrir óbreytta stefnu ekki beita sér fyrir inngöngu í það. Hafa ekki minnzt á Evrópusambandið Fylgi Viðreisnar, hins stjórnmálaflokksins á Alþingi sem hlynntur er inngöngu í Evrópusambandið, er á sama tíma á hliðstæðum nótum nú og í þingkosningunum og hefur þannig lítið breytzt á undanförnum mánuðum þrátt fyrir aukna áherzlu flokksins á málið í kjölfar innrásar rússneska hersins í Úkraínu í lok febrúar. Miðað við síðustu könnun Gallups er fylgi flokksins raunar talsvert minna nú en það var í kosningunum. Með öðrum orðum liggur beinast við að draga þá ályktun að áherzla á inngöngu Íslands í Evrópusambandið sé ekki ávísun á fylgisaukningu. Þvert á móti. Forystumenn Viðreisnar virðast hafa áttað sig á þessu og hafa þannig að undanförnu sent frá sér greinar um mál, sem þeir hafa áður ekki fjallað um án þess að tengja þau með beinum hætti við inngöngu í Evrópusambandið, án þess að minnast einu orði á sambandið. Viðreisn í eðli sínu eins máls flokkur Mikilvægt er að hafa í huga að grundvallarmunur er á Samfylkingunni og Viðreisn í þessu sambandi. Viðreisn var þannig beinlínis stofnuð í kringum það stefnumál að ganga í Evrópusambandið. Öll önnur stefnumál flokksins taka í raun mið af því. Þá annað hvort sem liður í undirbúningi fyrir inngöngu í sambandið eða að þau standi ekki í vegi þess að af henni geti orðið. Viðreisn er þannig í eðli sínu eins máls flokkur. Hins vegar var Samfylkingin aldrei stofnuð í kringum inngöngu í Evrópusambandið. Málið var þvert á móti lagt til hliðar þegar flokkurinn var stofnaður fyrir bráðum aldarfjórðungi síðan. Innganga í sambandið varð ekki að stefnu hans fyrr en nokkrum árum síðar. Flokkarnir hafa báðir reynt að leggja áherzlu á önnur mál að undanförnu en trúverðugleiki Samfylkingarinnar er fyrir vikið langtum meiri en Viðreisnar. Stefna Samfylkingarinnar er óbreytt Hitt er svo annað mál að full ástæða er til þess að setja eðlilegan fyrirvara við breytta áherzlu Samfylkingarinnar enda er stefna flokksins eftir sem áður innganga í Evrópusambandið. Miðað við stefnuræðu Kristrúnar í haust er markmiðið, með því að leggja ekki áherzlu á málið, fyrst og fremst það að auka fylgi Samfylkingarinnar og nýta fylgisaukninguna meðal annars í þágu inngöngu í sambandið „þegar tækifærið gefst.“ Fyrir vikið er alls óvíst hvort breytt áherzla Samfylkingarinnar dugi þegar upp verður staðið til þess að sannfæra vinstrisinnaða kjósendur, sem andvígir eru inngöngu í Evrópusambandið, um það að óhætt sé að kjósa flokkinn og að atkvæði þeirra verði ekki notuð til þess að taka skref í átt að inngöngu í sambandið. Á meðan stefna Samfylkingarinnar er óbreytt er að öllum líkindum ekki hægt að stóla á það. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun