Framtíð hinnar meiddu Laviniu: „Ég held að Rúnar sé meiri Klopp en Mourinho“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. desember 2022 13:00 Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkurliðsins, og meiddi miðherjinn Lavinia Da Silva. Vísir/Bára Portúgalski miðherjinn Lavinia Da Silva er meidd og spilar ekki næstu mánuði með Njarðvíkurkonum í Subway deild kvenna í körfubolta. Hvað áttu að gera þegar atvinnumaður meiðist í svo langan tíma. Njarðvíkingar eru þekktir fyrir að sýna trygglyndi við sína leikmenn en er það nú það rétta í stöðunni. Subway Körfuboltakvöld ræddi stöðuna og framtíð Laviniu Da Silva. „Lavinia, miðherjinn þinn er meidd í þrjá mánuði. Hvað ætlar þú að gera? Mér finnst þetta vera stór spurning fyrir Njarðvík,“ sagði Hörður Unnsteinsson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds. „Þú vildir henda Laviniu út þegar Isabella kom inn,“ skaut Ólöf Helga Pálsdóttir á Hörð. „Já hundrað prósent,“ svaraði Hörður. „Myndir þú þá fá nýjan í staðinn,“ spurði þá Ólöf aftur og Hörður játti því. „Ég myndi gefa ungu stelpunum eins og Lovísu [Bylgju Sverrisdóttur] og Kristu [Gló Magnúsdóttur] bara meiri tækifæri,“ sagði Ólöf Helga. Klippa: Á Njarðvík að reka hina meiddu Laviniu? Leikmennirnir voru spurðir þegar Pálína spilaði „Þær fá tækifæri. Þegar ég var í þessu þá var það oft þannig að við leikmennirnir vorum spurðir. Eigum við að taka annan útlending, hvað finnst ykkur og allt svona. Það var bara liðsfundur,“ sagði Pálína Gunnlaugsdóttir. „Mér finnst Njarðvíkurliðið hafa góða leikmenn og þær geta orðið meistarar með þetta lið mínus Laviniu. Ég myndi samt alltaf skoða markaðinn og hvað ég get fengið. Alltaf,“ sagði Pálína. Pálína nefndi einn leikmann sérstaklega en það var Julia Demirer frá Póllandi sem spilaði í efstu deild fyrir áratug en snéri til baka í 1. deildina í fyrra þá orðin fertug. „Svoleiðis karakter inn í þetta lið. Göslara sem tekur fráköst og er ógeðslega stór. Ólöf hún vann titilinn fyrir ykkur,“ sagði Pálína en Ólöf var ekki sammála. „Nei hún glataði titlinum fyrir okkur af því að hún var svo léleg,“ sagði Ólöf. Verum bara raunsæ Þau ræddu líka hvort að það væri gott að hafa leikmenn liðsins með í ráðum þegar kemur að ákvörðunum með útlendinga. „Ef manneskjan er meidd á báðum öxlum þá er hún aldrei að fara að vera Lavinia í úrslitakeppninni. verum bara raunsæ. Já auðvitað munu þeir alltaf skipta henni út ef hún er meidd í tvo, þrjá mánuði,“ sagði Pálína. „Ég held að Rúnar sé meiri [Jürgen] Klopp en [Jose] Mourinho. Punkturinn minn er þá sá að hann sé ekki nógu miskunnlaus til að kasta henni út,“ sagði Hörður. Báðar voru þær á því að Lavinia gæti verið áfram í Njarðvík en hafa þær hreinlega efni á því. Veistu hvað þær eru duglegar að safna peningum þarna „Njarðvík! Veistu hvað þær eru duglegar að safna peningum þarna. Njarðvík er ekki að henda einhverjum út,“ sagði Ólöf. „Njarðvíkingar eru loyal og það næstum því bitnar á þeim hvað þeir eru loyal. Það er eitt að vera klár og vera loyal og svo er það líka að vera heimskur og vera loyal,“ sagði Hörður. Það má finna allt spjallið þeirra hér fyrir ofan. Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Fleiri fréttir „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Sjá meira
Hvað áttu að gera þegar atvinnumaður meiðist í svo langan tíma. Njarðvíkingar eru þekktir fyrir að sýna trygglyndi við sína leikmenn en er það nú það rétta í stöðunni. Subway Körfuboltakvöld ræddi stöðuna og framtíð Laviniu Da Silva. „Lavinia, miðherjinn þinn er meidd í þrjá mánuði. Hvað ætlar þú að gera? Mér finnst þetta vera stór spurning fyrir Njarðvík,“ sagði Hörður Unnsteinsson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds. „Þú vildir henda Laviniu út þegar Isabella kom inn,“ skaut Ólöf Helga Pálsdóttir á Hörð. „Já hundrað prósent,“ svaraði Hörður. „Myndir þú þá fá nýjan í staðinn,“ spurði þá Ólöf aftur og Hörður játti því. „Ég myndi gefa ungu stelpunum eins og Lovísu [Bylgju Sverrisdóttur] og Kristu [Gló Magnúsdóttur] bara meiri tækifæri,“ sagði Ólöf Helga. Klippa: Á Njarðvík að reka hina meiddu Laviniu? Leikmennirnir voru spurðir þegar Pálína spilaði „Þær fá tækifæri. Þegar ég var í þessu þá var það oft þannig að við leikmennirnir vorum spurðir. Eigum við að taka annan útlending, hvað finnst ykkur og allt svona. Það var bara liðsfundur,“ sagði Pálína Gunnlaugsdóttir. „Mér finnst Njarðvíkurliðið hafa góða leikmenn og þær geta orðið meistarar með þetta lið mínus Laviniu. Ég myndi samt alltaf skoða markaðinn og hvað ég get fengið. Alltaf,“ sagði Pálína. Pálína nefndi einn leikmann sérstaklega en það var Julia Demirer frá Póllandi sem spilaði í efstu deild fyrir áratug en snéri til baka í 1. deildina í fyrra þá orðin fertug. „Svoleiðis karakter inn í þetta lið. Göslara sem tekur fráköst og er ógeðslega stór. Ólöf hún vann titilinn fyrir ykkur,“ sagði Pálína en Ólöf var ekki sammála. „Nei hún glataði titlinum fyrir okkur af því að hún var svo léleg,“ sagði Ólöf. Verum bara raunsæ Þau ræddu líka hvort að það væri gott að hafa leikmenn liðsins með í ráðum þegar kemur að ákvörðunum með útlendinga. „Ef manneskjan er meidd á báðum öxlum þá er hún aldrei að fara að vera Lavinia í úrslitakeppninni. verum bara raunsæ. Já auðvitað munu þeir alltaf skipta henni út ef hún er meidd í tvo, þrjá mánuði,“ sagði Pálína. „Ég held að Rúnar sé meiri [Jürgen] Klopp en [Jose] Mourinho. Punkturinn minn er þá sá að hann sé ekki nógu miskunnlaus til að kasta henni út,“ sagði Hörður. Báðar voru þær á því að Lavinia gæti verið áfram í Njarðvík en hafa þær hreinlega efni á því. Veistu hvað þær eru duglegar að safna peningum þarna „Njarðvík! Veistu hvað þær eru duglegar að safna peningum þarna. Njarðvík er ekki að henda einhverjum út,“ sagði Ólöf. „Njarðvíkingar eru loyal og það næstum því bitnar á þeim hvað þeir eru loyal. Það er eitt að vera klár og vera loyal og svo er það líka að vera heimskur og vera loyal,“ sagði Hörður. Það má finna allt spjallið þeirra hér fyrir ofan.
Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Fleiri fréttir „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Sjá meira