Hvað varð um lágvaxtaskeiðið? Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 7. desember 2022 18:16 Fyrir rúmu ári þegar ríkisstjórnin endurnýjaði heitin sín og lagði upp í nýtt kjörtímabíl stóðu stýrivextir í 1,25% og verðbólgan mældist 4,4%. Fjármálaráðherra talaði um að við værum að renna inn í nýtt lágvaxtaskeið. Hann kaus að segja ungu fólki að vextir væru orðnir sögulega lágir. Hins vegar eru vextir á Íslandi aldrei lágir til lengri tíma. Það hefur auðvitað gífurlegar afleiðingar fyrir almenning enda eru íbúðarkaup eru langstærsta fjárfesting flestra í lífinu. Stuttmyndin um lágu vextina Stjórnvöld verða að tala af ábyrgð um veruleikann sem liggur þarna að baki. Íslenskt lágvaxtaskeið getur aldrei orðið annað en stuttmynd með íslenska krónu í aðalhlutverki. Ekkert í fyrri sögu Íslands gaf tilefni til að ætla að vextir myndu haldast lágir. Til þess hefur íslenska krónan einfaldlega ekki styrk. Samt fór Sjálfstæðisflokkurinn með þetta loforð fram í kosningum – loforð sem beindist ekki síst að ungu fólki og fyrstu kaupendum fasteigna – loforð um að vextir yrðu lágir til frambúðar. Við sáum flettiskilti í kosningabaráttunni þar sem ráðherrar Sjálfstæðisflokksins lofuðu ungu fólki lágum vöxtum, ef fólk myndi bara kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Þessa dagana virðist ríkisstjórnin upptekin af stöðunni erlendis. Hún bendir á að þar sé verðbólgan líka há og að þar séu vextir að hækka eins og hér á Íslandi. Hvers vegna bjóðast okkur þá ekki sömu kjör og erlendis? Hvers vegna þurfa vextir á Íslandi að hækka margfalt meira en annars staðar? Vorið 2021 borgaði fjölskylda um 180.000 krónur á mánuði af fasteignaláninu sínu. Fjölskyldan er með 50 milljón króna óverðtryggt lán til 40 ára, á breytilegum vöxtum. Í dag er afborgun á láninu 330 þúsund kr. á mánuði. Greiðslubyrðin hefur aukist um 150.000 krónur á mánuði. Vextir á Íslandi eru þrefalt hærri en í Evrópu. Stýrivextir á Íslandi eru þrefalt hærri en á hinum Norðurlöndunum. Gleymum ekki stóru myndinni Það að fara vel með fjármuni ríkisins og almennings felur í sér að velja gjaldmiðil sem auðveldar okkur lífið í stað þess að gera okkur lífið erfiðara. Þetta verður að vera langtímamarkmið okkar. Fjárlagafrumvarpið í ár hefur meiri þýðingu en oft áður í ljósi verðbólgu, hárra vaxta og kjarasamninga. Ríkisstjórnin verður þar að horfast í augu við þann kostnað sem fólkið í landinu tekur á sig vegna krónunnar. Fjölskyldurnar í landinu finna nefnilega því miður vel fyrir þeim reikningi núna. Að þora að horfa til framtíðar Á sama tíma blasir líka við að heilu atvinnugreinarnar hafa yfirgefið erfiðan veruleika íslensku krónunnar – og hafa valið sér að starfa og gera upp í öðrum gjaldmiðli. Einfaldlega vegna þess að það er betra. Eftir situr almenningur með sárt ennið. Eftir sitja heimilin og hin fyrirtækin sem hafa ekki val um annað. Þetta er mikið réttlætismál. Hér þurfum við sem störfum í stjórnmálum að þora að horfast í augu við það verkefni okkar að verja hagsmuni fólks til lengri tíma. Ekki bara næstu mánuðina. Við þessar aðstæður er réttmætt að brugðist sé við með vaxtabótum og húsnæðisbótum. Staðan kallar á það, ekki síst hjá barnafjölskyldum og yngra fólki. Stóru málin og áskoranirnar framundan hverfa hins vegar ekki, sama hversu óþægileg þau eru. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Alþingi Mest lesið Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Sjá meira
Fyrir rúmu ári þegar ríkisstjórnin endurnýjaði heitin sín og lagði upp í nýtt kjörtímabíl stóðu stýrivextir í 1,25% og verðbólgan mældist 4,4%. Fjármálaráðherra talaði um að við værum að renna inn í nýtt lágvaxtaskeið. Hann kaus að segja ungu fólki að vextir væru orðnir sögulega lágir. Hins vegar eru vextir á Íslandi aldrei lágir til lengri tíma. Það hefur auðvitað gífurlegar afleiðingar fyrir almenning enda eru íbúðarkaup eru langstærsta fjárfesting flestra í lífinu. Stuttmyndin um lágu vextina Stjórnvöld verða að tala af ábyrgð um veruleikann sem liggur þarna að baki. Íslenskt lágvaxtaskeið getur aldrei orðið annað en stuttmynd með íslenska krónu í aðalhlutverki. Ekkert í fyrri sögu Íslands gaf tilefni til að ætla að vextir myndu haldast lágir. Til þess hefur íslenska krónan einfaldlega ekki styrk. Samt fór Sjálfstæðisflokkurinn með þetta loforð fram í kosningum – loforð sem beindist ekki síst að ungu fólki og fyrstu kaupendum fasteigna – loforð um að vextir yrðu lágir til frambúðar. Við sáum flettiskilti í kosningabaráttunni þar sem ráðherrar Sjálfstæðisflokksins lofuðu ungu fólki lágum vöxtum, ef fólk myndi bara kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Þessa dagana virðist ríkisstjórnin upptekin af stöðunni erlendis. Hún bendir á að þar sé verðbólgan líka há og að þar séu vextir að hækka eins og hér á Íslandi. Hvers vegna bjóðast okkur þá ekki sömu kjör og erlendis? Hvers vegna þurfa vextir á Íslandi að hækka margfalt meira en annars staðar? Vorið 2021 borgaði fjölskylda um 180.000 krónur á mánuði af fasteignaláninu sínu. Fjölskyldan er með 50 milljón króna óverðtryggt lán til 40 ára, á breytilegum vöxtum. Í dag er afborgun á láninu 330 þúsund kr. á mánuði. Greiðslubyrðin hefur aukist um 150.000 krónur á mánuði. Vextir á Íslandi eru þrefalt hærri en í Evrópu. Stýrivextir á Íslandi eru þrefalt hærri en á hinum Norðurlöndunum. Gleymum ekki stóru myndinni Það að fara vel með fjármuni ríkisins og almennings felur í sér að velja gjaldmiðil sem auðveldar okkur lífið í stað þess að gera okkur lífið erfiðara. Þetta verður að vera langtímamarkmið okkar. Fjárlagafrumvarpið í ár hefur meiri þýðingu en oft áður í ljósi verðbólgu, hárra vaxta og kjarasamninga. Ríkisstjórnin verður þar að horfast í augu við þann kostnað sem fólkið í landinu tekur á sig vegna krónunnar. Fjölskyldurnar í landinu finna nefnilega því miður vel fyrir þeim reikningi núna. Að þora að horfa til framtíðar Á sama tíma blasir líka við að heilu atvinnugreinarnar hafa yfirgefið erfiðan veruleika íslensku krónunnar – og hafa valið sér að starfa og gera upp í öðrum gjaldmiðli. Einfaldlega vegna þess að það er betra. Eftir situr almenningur með sárt ennið. Eftir sitja heimilin og hin fyrirtækin sem hafa ekki val um annað. Þetta er mikið réttlætismál. Hér þurfum við sem störfum í stjórnmálum að þora að horfast í augu við það verkefni okkar að verja hagsmuni fólks til lengri tíma. Ekki bara næstu mánuðina. Við þessar aðstæður er réttmætt að brugðist sé við með vaxtabótum og húsnæðisbótum. Staðan kallar á það, ekki síst hjá barnafjölskyldum og yngra fólki. Stóru málin og áskoranirnar framundan hverfa hins vegar ekki, sama hversu óþægileg þau eru. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun