Vaxandi verðmæti grænnar auðlindar Valur Ægisson og Halldór Kári Sigurðarson skrifa 7. desember 2022 10:00 Sala á upprunaábyrgðum endurnýjanlegu raforkunnar okkar skilar Landsvirkjun tveimur milljörðum króna á árinu sem er að líða, tvöfalt hærri upphæð en á síðasta ári. Kerfi upprunaábyrgða er loks farið að virka eins og til var ætlast, tryggja þeim sem vinna endurnýjanlega orku hærra verð en ella og styðja þannig við orkuskipti hér og á meginlandi Evrópu. Verð upprunaábyrgða hefur hækkað mikið. Haldist það í þeim hæðum gæti árlegt verðmæti ábyrgða sem Landsvirkjun selur numið um 15 milljörðum kr. Verðmætið fyrir öll orkufyrirtæki landsins gæti orðið um 20 milljarðar kr. á ári. Þar sem Ísland á aðild að EES-samningum er skylt að gefa raforkusölum hér á landi kost á að fá útgefnar upprunaábyrgðir og taka þátt í viðskiptum með þær, samkvæmt því evrópska kerfi sem komið var á fyrir 14 árum og 28 lönd eiga nú aðild að. Upprunaábyrgð er staðfesting á því að raforka hafi verið framleidd með endurnýjanlegum orkugjöfum. Upprunaábyrgðir eru sjálfstæð söluvara, óháð afhendingu á raforkunni sjálfri. Fyrirtæki, stofnanir og einstaklingar geta með kaupum á upprunaábyrgðum vottað raforkukaup sín og stutt endurnýjanlega orkuframleiðslu. Orkan er jafn hrein Kaupendur ábyrgðanna af Landsvirkjun eru að mestu almennir notendur á Íslandi og í Evrópu sem vilja styðja við uppbyggingu endurnýjanlegra orkukosta. Þær raddir heyrast stundum, að með sölu á upprunaábyrgðum til erlendra aðila sé verið að stofna orðspori okkar í hættu, því orkan okkar sé þá ekki lengur skráð 100% endurnýjanleg. Þetta er fjarri lagi. Orkan okkar er jafn hrein sem fyrr. Kerfi upprunaábyrgða er fyrst og fremst bókhaldskerfi. Þeir notendur sem eiga ekki kost á að nota endurnýjanlega orkugjafa greiða sérstaklega til þeirra sem vinna slíka orku. Landsvirkjun – ásamt öðrum orkufyrirtækjum sem vinna endurnýjanlega orku – er því sérstaklega umbunað umfram aðra. Þessi fyrirtæki fá hærra verð en aðrir fyrir orkuna. Hærra verð þýðir hreinan viðbótarhagnað. Á undanförnum árum hefur Landsvirkjun greitt sífellt hærri arð til eiganda síns, íslensku þjóðarinnar. Þjóðin hefur sett sér markmið um orkuskipti, til að berjast gegn loftslagsvánni. Auknar tekjur Landsvirkjunar greiða fyrir frekari uppbyggingu orkuvinnslu. Það blasir við að milljarðar króna í auknar tekjur, á sama tíma og ráðist er í uppbyggingu Hvammsvirkjunar, stækkun eldri virkjana og undirbúning vindlunda, styrkir orkufyrirtæki þjóðarinnar mjög. Verðmæti fimmtugfaldast Verðmæti upprunaábyrgða hafa fimmtugfaldast frá því að kerfinu var komið á fyrir 14 árum. Neytendur gera sífellt auknar kröfur um græna orku. Sá þrýstingur eykur kaup á upprunaábyrgðum og kaupverðið rennur beint til orkufyrirtækja sem framleiða orku úr endurnýjanlegum orkugjöfum. Auknar tekjur hvetja þau fyrirtæki til dáða, um leið og þær hvetja önnur fyrirtæki til að taka upp grænni hætti. Hlutverk Landsvirkjunar er að hámarka afrakstur af þeim auðlindum sem þjóðin hefur trúað henni fyrir. Þess vegna seljum við upprunaábyrgðir, líkt og önnur evrópsk fyrirtæki sem vinna græna orku. Niðurstaðan er grænni heimur fyrir okkur öll. Valur er forstöðumaður á sviði sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun og Halldór Kári er viðskiptastjóri á sama sviði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Kári Sigurðarson Landsvirkjun Orkumál Mest lesið Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Sala á upprunaábyrgðum endurnýjanlegu raforkunnar okkar skilar Landsvirkjun tveimur milljörðum króna á árinu sem er að líða, tvöfalt hærri upphæð en á síðasta ári. Kerfi upprunaábyrgða er loks farið að virka eins og til var ætlast, tryggja þeim sem vinna endurnýjanlega orku hærra verð en ella og styðja þannig við orkuskipti hér og á meginlandi Evrópu. Verð upprunaábyrgða hefur hækkað mikið. Haldist það í þeim hæðum gæti árlegt verðmæti ábyrgða sem Landsvirkjun selur numið um 15 milljörðum kr. Verðmætið fyrir öll orkufyrirtæki landsins gæti orðið um 20 milljarðar kr. á ári. Þar sem Ísland á aðild að EES-samningum er skylt að gefa raforkusölum hér á landi kost á að fá útgefnar upprunaábyrgðir og taka þátt í viðskiptum með þær, samkvæmt því evrópska kerfi sem komið var á fyrir 14 árum og 28 lönd eiga nú aðild að. Upprunaábyrgð er staðfesting á því að raforka hafi verið framleidd með endurnýjanlegum orkugjöfum. Upprunaábyrgðir eru sjálfstæð söluvara, óháð afhendingu á raforkunni sjálfri. Fyrirtæki, stofnanir og einstaklingar geta með kaupum á upprunaábyrgðum vottað raforkukaup sín og stutt endurnýjanlega orkuframleiðslu. Orkan er jafn hrein Kaupendur ábyrgðanna af Landsvirkjun eru að mestu almennir notendur á Íslandi og í Evrópu sem vilja styðja við uppbyggingu endurnýjanlegra orkukosta. Þær raddir heyrast stundum, að með sölu á upprunaábyrgðum til erlendra aðila sé verið að stofna orðspori okkar í hættu, því orkan okkar sé þá ekki lengur skráð 100% endurnýjanleg. Þetta er fjarri lagi. Orkan okkar er jafn hrein sem fyrr. Kerfi upprunaábyrgða er fyrst og fremst bókhaldskerfi. Þeir notendur sem eiga ekki kost á að nota endurnýjanlega orkugjafa greiða sérstaklega til þeirra sem vinna slíka orku. Landsvirkjun – ásamt öðrum orkufyrirtækjum sem vinna endurnýjanlega orku – er því sérstaklega umbunað umfram aðra. Þessi fyrirtæki fá hærra verð en aðrir fyrir orkuna. Hærra verð þýðir hreinan viðbótarhagnað. Á undanförnum árum hefur Landsvirkjun greitt sífellt hærri arð til eiganda síns, íslensku þjóðarinnar. Þjóðin hefur sett sér markmið um orkuskipti, til að berjast gegn loftslagsvánni. Auknar tekjur Landsvirkjunar greiða fyrir frekari uppbyggingu orkuvinnslu. Það blasir við að milljarðar króna í auknar tekjur, á sama tíma og ráðist er í uppbyggingu Hvammsvirkjunar, stækkun eldri virkjana og undirbúning vindlunda, styrkir orkufyrirtæki þjóðarinnar mjög. Verðmæti fimmtugfaldast Verðmæti upprunaábyrgða hafa fimmtugfaldast frá því að kerfinu var komið á fyrir 14 árum. Neytendur gera sífellt auknar kröfur um græna orku. Sá þrýstingur eykur kaup á upprunaábyrgðum og kaupverðið rennur beint til orkufyrirtækja sem framleiða orku úr endurnýjanlegum orkugjöfum. Auknar tekjur hvetja þau fyrirtæki til dáða, um leið og þær hvetja önnur fyrirtæki til að taka upp grænni hætti. Hlutverk Landsvirkjunar er að hámarka afrakstur af þeim auðlindum sem þjóðin hefur trúað henni fyrir. Þess vegna seljum við upprunaábyrgðir, líkt og önnur evrópsk fyrirtæki sem vinna græna orku. Niðurstaðan er grænni heimur fyrir okkur öll. Valur er forstöðumaður á sviði sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun og Halldór Kári er viðskiptastjóri á sama sviði.
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun