Getur þú ekki bara harkað þetta af þér? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 1. desember 2022 14:01 Ánægjulegt og langþráð skref var stigið nú í vikunni þegar Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra staðfesti samning sem Sjúkratryggingar Íslands hafa gert við Klíníkina um kaup á aðgerðum vegna endómetríósu. Samningurinn kveður á um að þær sem eru í brýnustu þörfinni njóti forgangs að aðgerðum. Endómetríósa er krónískur, fjölkerfa sjúkdómur sem getur verið afar sársaukafullur. Sjúkdómurinn er gjarnan kallaður endó í daglegu tali, en einnig var notast við hugtakið legslímuflakk. Á 20 ára tímabili greindust um 1.400 konur með sjúkdóminn á Íslandi. Má því reikna með að á hverjum tíma eigi hundruð ef ekki þúsundir kvenna í vanda vegna sjúkdómsins hér á landi, en hjá mörgum þeirra greinist sjúkdómurinn seint og ekki fyrr en óafturkræfar vefjaskemmdir hafa orðið. Það hefur verið vitað um tíma að nauðsynlegt er að sinna þeim sem greinast með endómetríósu og af því tilefni var stofnað þverfaglegt endómetríósuteymi á Landspítalanum árið 2017. Þá hefur Klíníkin einnig byggt upp sérhæfða þjónustu fyrir endómetríósu og nú er þjónustan enn frekar tryggð með þessum samning. Aukin fræðsla og þjónusta Á síðasta þingvetri lagði ég fram þingsályktunartillögu um að fela heilbrigðisráðherra að beita sér fyrir að efla fræðslu meðal almennings og starfsfólks heilbrigðisstofnananna. Í ályktuninni er ráðherra falið að láta fara fram endurskoðun á heildarskipulagi þjónustunnar með það að markmiði að stytta greinarferlið og bjóða upp á heildræna meðferð. Heilbrigðisráðherra skipaði starfshóp um úrbætur á þjónustu og meðferð endómetríósu sjúklinga. Hópurinn skilaði tillögum til úrbóta í vor sem nú er verið að vinna úr og hrinda í framkvæmd. Í þeim má m.a. finna tillögur að aukinni fræðslu til heilbrigðisfólks og einstaklinga, skipulagi þjónustunnar og jöfnu aðgengi að sérfræðiþjónustu óháð efnahag. Þarfir fólks með langvinna verki voru sérstaklega teknar fyrir í vinnu hópsins þar sem mikil þörf er fyrir aukna áherslu á heildræna meðhöndlun verkja. Jafnrétti í heilbrigðisþjónustu Núverandi stjórnvöld hafa lagt áherslu á jafnrétti landsmanna að heilbrigðisþjónustu, líkt og kemur fram kemur í heilbrigðisstefnu sem samþykkt var á Alþingi á vordögum 2019. Þá er það einnig mikilvægt að huga að heilbrigðisþjónustu út frá kynjum. Kvenheilsa er nýtt teymi innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hlutverk teymisins er að sinna heilsufarsvanda og sjúkdómum sem eingöngu eru til staðar hjá konum og er viðbót við þá þjónustu sem er þegar fyrir. Hér er um að ræða mikilvægt skref því fram að þessu hefur lítil athygli beinst að þeim sjúkdómum sem leggjast sérstaklega á konur. Þær hafa mætt höfnun þegar þær leita til heilbrigðiskerfisins og gengið gegnum erfitt greiningarferli, en skortur er á almennri fræðslu um slíka sjúkdóma og þá er líka skortir á þekkingu á meðhöndlun og afleiðingum á þeim sjúkdómum sem leggjast á konur. Með þessum nýja samning sjúkratrygginga við Klíníkina hefur verið stigið stórt skref sem kemur til með að bæta líf margra kvenna og á sama tíma fá margar konur viðurkenningu á því að það sem hafi verið að hrjá þær í mörg ár sé ekki bara eðlilegir túrverkir. Endómetríósa er sjúkdómur sem þarf oft og tíðum meðferðar við, það dugar ekki alltaf að harka bara af sér. Höfundur er þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Framsóknarflokkurinn Heilbrigðismál Mest lesið Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald Skoðun Frá Írak til Gaza: Hvað höfum við lært af lygunum og stríðsbröltinu? Helen Ólafsdóttir Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Raforkuverð: Stórnotendur og almenningur Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Hætt við að hækka ekki skatta á almenning Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattafíkn í skjóli réttlætis: Tímavélin stillt á 2012 Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Hver borgar brúsann? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvers vegna berðu kross? Hrafnhildur Sigurðardóttir skrifar Skoðun Þannig gerum við þetta? Ísak Ernir Kristinsson skrifar Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Falleinkunn skólakerfis? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þjónusta sem gleður – skilar sér beint í kassann Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Hvar er auðlindarentan? Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn – Rödd skynseminnar í borginni Ómar Már Jónsson skrifar Sjá meira
Ánægjulegt og langþráð skref var stigið nú í vikunni þegar Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra staðfesti samning sem Sjúkratryggingar Íslands hafa gert við Klíníkina um kaup á aðgerðum vegna endómetríósu. Samningurinn kveður á um að þær sem eru í brýnustu þörfinni njóti forgangs að aðgerðum. Endómetríósa er krónískur, fjölkerfa sjúkdómur sem getur verið afar sársaukafullur. Sjúkdómurinn er gjarnan kallaður endó í daglegu tali, en einnig var notast við hugtakið legslímuflakk. Á 20 ára tímabili greindust um 1.400 konur með sjúkdóminn á Íslandi. Má því reikna með að á hverjum tíma eigi hundruð ef ekki þúsundir kvenna í vanda vegna sjúkdómsins hér á landi, en hjá mörgum þeirra greinist sjúkdómurinn seint og ekki fyrr en óafturkræfar vefjaskemmdir hafa orðið. Það hefur verið vitað um tíma að nauðsynlegt er að sinna þeim sem greinast með endómetríósu og af því tilefni var stofnað þverfaglegt endómetríósuteymi á Landspítalanum árið 2017. Þá hefur Klíníkin einnig byggt upp sérhæfða þjónustu fyrir endómetríósu og nú er þjónustan enn frekar tryggð með þessum samning. Aukin fræðsla og þjónusta Á síðasta þingvetri lagði ég fram þingsályktunartillögu um að fela heilbrigðisráðherra að beita sér fyrir að efla fræðslu meðal almennings og starfsfólks heilbrigðisstofnananna. Í ályktuninni er ráðherra falið að láta fara fram endurskoðun á heildarskipulagi þjónustunnar með það að markmiði að stytta greinarferlið og bjóða upp á heildræna meðferð. Heilbrigðisráðherra skipaði starfshóp um úrbætur á þjónustu og meðferð endómetríósu sjúklinga. Hópurinn skilaði tillögum til úrbóta í vor sem nú er verið að vinna úr og hrinda í framkvæmd. Í þeim má m.a. finna tillögur að aukinni fræðslu til heilbrigðisfólks og einstaklinga, skipulagi þjónustunnar og jöfnu aðgengi að sérfræðiþjónustu óháð efnahag. Þarfir fólks með langvinna verki voru sérstaklega teknar fyrir í vinnu hópsins þar sem mikil þörf er fyrir aukna áherslu á heildræna meðhöndlun verkja. Jafnrétti í heilbrigðisþjónustu Núverandi stjórnvöld hafa lagt áherslu á jafnrétti landsmanna að heilbrigðisþjónustu, líkt og kemur fram kemur í heilbrigðisstefnu sem samþykkt var á Alþingi á vordögum 2019. Þá er það einnig mikilvægt að huga að heilbrigðisþjónustu út frá kynjum. Kvenheilsa er nýtt teymi innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hlutverk teymisins er að sinna heilsufarsvanda og sjúkdómum sem eingöngu eru til staðar hjá konum og er viðbót við þá þjónustu sem er þegar fyrir. Hér er um að ræða mikilvægt skref því fram að þessu hefur lítil athygli beinst að þeim sjúkdómum sem leggjast sérstaklega á konur. Þær hafa mætt höfnun þegar þær leita til heilbrigðiskerfisins og gengið gegnum erfitt greiningarferli, en skortur er á almennri fræðslu um slíka sjúkdóma og þá er líka skortir á þekkingu á meðhöndlun og afleiðingum á þeim sjúkdómum sem leggjast á konur. Með þessum nýja samning sjúkratrygginga við Klíníkina hefur verið stigið stórt skref sem kemur til með að bæta líf margra kvenna og á sama tíma fá margar konur viðurkenningu á því að það sem hafi verið að hrjá þær í mörg ár sé ekki bara eðlilegir túrverkir. Endómetríósa er sjúkdómur sem þarf oft og tíðum meðferðar við, það dugar ekki alltaf að harka bara af sér. Höfundur er þingmaður Framsóknar.
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar