Læknaskortur - nútímatækni eða fleiri hendur? Matthías Leifsson skrifar 28. nóvember 2022 10:31 Í síðustu viku svaraði heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, fyrirspurn varðandi læknaskort frá Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur, þingkonu Viðreisnar. Ítarlegt svar heilbrigðisráðherra má sjá hér. Styttri útgáfan á svarinu er á þann veg að heilbrigðisráðherra leggur áherslu á að fjölga þurfi læknanemum, styrkja sérnám lækna hér á landi og liðka fyrir veitingum starfsleyfa lækna með menntun erlendis frá. Vinna við umfangsmikla mönnunargreiningu er nú í gangi innan ráðuneytis og nýr Landspítali á að spila stórt hlutverk í að laða íslenska sérfræðinga aftur til baka að loknu sérnámi erlendis. Skortur á læknum og öðru heilbrigðisstarfsfólki er ekki nýtt umræðuefni. Glöggir áhorfendur Verbúðarinnar tóku eftir ávarpi þingmanns frá níunda áratugnum um að 250 hjúkrunarfræðinga vanti til starfa. Árið 1988 flutti Guðmundur Bjarnason, þáverandi heilbrigðisráðherra, sambærilegt ávarp. Hækkandi lífaldur ásamt betri meðferðarhorfum hafa og munu halda áfram að auka álag á heilbrigðiskerfið. Álag á heilbrigðisstarfsfólk hefur samhliða þessu aukist jafn og þétt. Nærri 44% almennra lækna finna nú fyrir einkennum kulnunar og 45% hafa íhugað að minnsta einu sinni í mánuði að hætta. Fyrir undirrituðum hljómar þetta sem kerfisvilla, hvernig getur slæmt ástand staðið í stað í tugi ára og fer nú versnandi. Er eina lausnin að fjölga starfsmönnum og vinna hraðar? En í hverju felst starf heilbrigðisstarfsfólks? Árið 2020 gerði hópur MBA nemenda frá Háskólanum í Reykjavík rannsókn meðal 247 heilbrigðisstarfsmanna á Íslandi. Niðurstaða þeirra var að heilbrigðisstarfsmenn verja allt að 70% af vinnutíma sínum fyrir framan tölvuskjái (sem samsvarar 1,8 milljón vinnustundum árlega fyrir Landspítalann). Megninu af þessum tíma er ekki varið á Facebook heldur í vinnu við sjúkraskráningarkerfi. Samkvæmt lögum eru heilbrigðisstarfsmenn skyldugir til að halda sjúkraskrá um sjúklinga en jafnframt gera þeir lyfseðla, rannsóknarbeiðnir og vinna úr niðurstöðum. Þar eru einnig skráðar sjúkdómsgreiningar, viðtöl bókuð og þar fram eftir götunum. Í rannsókn MBA-nemanna kom fram að 74% heilbrigðisstarfsmanna finnst sjúkraskráningarkerfið ýta undir álag í starfi. Þessar tölur ættu að vera næg forsenda til að skoða betur eitt helsta tól heilbrigðisstarfsmanna sem þeir verja meira en helmingi vinnutímans í að nota. Rafræn sjúkraskrá leit dagsins ljós á níunda áratugi síðustu aldar þegar heilbrigðisupplýsingar voru færðar af blaði og penna í rafræna hýsingu. Á Íslandi er eitt kerfi sem hefur ráðið lögum og ríkjum á innlendum markaði frá upphaf. Svipaða sögu er að segja erlendis þar sem tveir risar fara með yfir 50% markaðshlutdeild í Evrópu og Bandaríkjunum. Það sem þessi kerfi eiga sameiginlegt er að í grunninn eru þau byggð á hugmyndafræði síðustu aldar, fyrir tíma internetsins og snjallsíma. Hönnun er úreld, sífelld plástrun á sér stað, byggð í gömlu tækniumhverfi og lítil sem engin framþróun. Vissulega sjáum við sem notendur heilbrigðisþjónustu einhverja framför. Hægt er að endurnýja lyfseðla rafrænt og panta tíma hjá heimilislækni á netinu, en hér er engu að síður um að ræða plástrun á gömlum kerfum. Það má svo bæta því við að þessi framþróun kostar árlega um það bil 500.000.000 kr. af skattpeningum sem er greitt frá Embætti Landlæknis til eins einkaaðila á íslenskum markaði. Um útboðsmál í heilbrigðistækni þarf ekki að fjölyrða og hugsanlega óvarlegt fyrir sprotafyrirtæki að vekja máls á því. Ég get sótt um bílalán með örfáum klikkum í appi. Ég get skilað skattskýrslunni minni á innan við 5 mínútum í tölvunni. Ég get séð í símanum mínum hvernig barnið mitt svaf í hádeginu og borðaði á leikskólanum. Ég efast um að þessar lausnir hafi kostnað í námunda við það fjármagn sem sett er árlega til eins aðila sem þróar heilbrigðislausnir á Íslandi. Spurningar Þorbjargar og svör Willum eiga fullan rétt á sér en erum við að spyrja réttu spurninganna? Spyrjum heldur hvernig við minnkum skjátíma heilbrigðisstarfsfólks og gefum því meiri tíma með sjúklingum. Hvernig hagnýtum við nútímatækni til vinnuhagræðingar frekar en að láta ferla stjórnast af úreltum kerfum? Hvernig væri að búa strax til meiri tíma fyrir starfandi lækna í stað þess að búa til fleiri lækna sem koma til starfa eftir áratug? Höfundur er meðstofnandi og framkvæmdastjóri Leviosa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Í síðustu viku svaraði heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, fyrirspurn varðandi læknaskort frá Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur, þingkonu Viðreisnar. Ítarlegt svar heilbrigðisráðherra má sjá hér. Styttri útgáfan á svarinu er á þann veg að heilbrigðisráðherra leggur áherslu á að fjölga þurfi læknanemum, styrkja sérnám lækna hér á landi og liðka fyrir veitingum starfsleyfa lækna með menntun erlendis frá. Vinna við umfangsmikla mönnunargreiningu er nú í gangi innan ráðuneytis og nýr Landspítali á að spila stórt hlutverk í að laða íslenska sérfræðinga aftur til baka að loknu sérnámi erlendis. Skortur á læknum og öðru heilbrigðisstarfsfólki er ekki nýtt umræðuefni. Glöggir áhorfendur Verbúðarinnar tóku eftir ávarpi þingmanns frá níunda áratugnum um að 250 hjúkrunarfræðinga vanti til starfa. Árið 1988 flutti Guðmundur Bjarnason, þáverandi heilbrigðisráðherra, sambærilegt ávarp. Hækkandi lífaldur ásamt betri meðferðarhorfum hafa og munu halda áfram að auka álag á heilbrigðiskerfið. Álag á heilbrigðisstarfsfólk hefur samhliða þessu aukist jafn og þétt. Nærri 44% almennra lækna finna nú fyrir einkennum kulnunar og 45% hafa íhugað að minnsta einu sinni í mánuði að hætta. Fyrir undirrituðum hljómar þetta sem kerfisvilla, hvernig getur slæmt ástand staðið í stað í tugi ára og fer nú versnandi. Er eina lausnin að fjölga starfsmönnum og vinna hraðar? En í hverju felst starf heilbrigðisstarfsfólks? Árið 2020 gerði hópur MBA nemenda frá Háskólanum í Reykjavík rannsókn meðal 247 heilbrigðisstarfsmanna á Íslandi. Niðurstaða þeirra var að heilbrigðisstarfsmenn verja allt að 70% af vinnutíma sínum fyrir framan tölvuskjái (sem samsvarar 1,8 milljón vinnustundum árlega fyrir Landspítalann). Megninu af þessum tíma er ekki varið á Facebook heldur í vinnu við sjúkraskráningarkerfi. Samkvæmt lögum eru heilbrigðisstarfsmenn skyldugir til að halda sjúkraskrá um sjúklinga en jafnframt gera þeir lyfseðla, rannsóknarbeiðnir og vinna úr niðurstöðum. Þar eru einnig skráðar sjúkdómsgreiningar, viðtöl bókuð og þar fram eftir götunum. Í rannsókn MBA-nemanna kom fram að 74% heilbrigðisstarfsmanna finnst sjúkraskráningarkerfið ýta undir álag í starfi. Þessar tölur ættu að vera næg forsenda til að skoða betur eitt helsta tól heilbrigðisstarfsmanna sem þeir verja meira en helmingi vinnutímans í að nota. Rafræn sjúkraskrá leit dagsins ljós á níunda áratugi síðustu aldar þegar heilbrigðisupplýsingar voru færðar af blaði og penna í rafræna hýsingu. Á Íslandi er eitt kerfi sem hefur ráðið lögum og ríkjum á innlendum markaði frá upphaf. Svipaða sögu er að segja erlendis þar sem tveir risar fara með yfir 50% markaðshlutdeild í Evrópu og Bandaríkjunum. Það sem þessi kerfi eiga sameiginlegt er að í grunninn eru þau byggð á hugmyndafræði síðustu aldar, fyrir tíma internetsins og snjallsíma. Hönnun er úreld, sífelld plástrun á sér stað, byggð í gömlu tækniumhverfi og lítil sem engin framþróun. Vissulega sjáum við sem notendur heilbrigðisþjónustu einhverja framför. Hægt er að endurnýja lyfseðla rafrænt og panta tíma hjá heimilislækni á netinu, en hér er engu að síður um að ræða plástrun á gömlum kerfum. Það má svo bæta því við að þessi framþróun kostar árlega um það bil 500.000.000 kr. af skattpeningum sem er greitt frá Embætti Landlæknis til eins einkaaðila á íslenskum markaði. Um útboðsmál í heilbrigðistækni þarf ekki að fjölyrða og hugsanlega óvarlegt fyrir sprotafyrirtæki að vekja máls á því. Ég get sótt um bílalán með örfáum klikkum í appi. Ég get skilað skattskýrslunni minni á innan við 5 mínútum í tölvunni. Ég get séð í símanum mínum hvernig barnið mitt svaf í hádeginu og borðaði á leikskólanum. Ég efast um að þessar lausnir hafi kostnað í námunda við það fjármagn sem sett er árlega til eins aðila sem þróar heilbrigðislausnir á Íslandi. Spurningar Þorbjargar og svör Willum eiga fullan rétt á sér en erum við að spyrja réttu spurninganna? Spyrjum heldur hvernig við minnkum skjátíma heilbrigðisstarfsfólks og gefum því meiri tíma með sjúklingum. Hvernig hagnýtum við nútímatækni til vinnuhagræðingar frekar en að láta ferla stjórnast af úreltum kerfum? Hvernig væri að búa strax til meiri tíma fyrir starfandi lækna í stað þess að búa til fleiri lækna sem koma til starfa eftir áratug? Höfundur er meðstofnandi og framkvæmdastjóri Leviosa.
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun