Körfubolti

Myndir frá mögnuðum sigri Ís­lands í Laugardalshöll

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sara Rún Hinriksdóttir hafði nóg af ástæðum til að gefa fimmur í dag.
Sara Rún Hinriksdóttir hafði nóg af ástæðum til að gefa fimmur í dag. Vísir/Hulda Margrét

Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta vann frækinn sigur á Rúmeníu í Laugardalshöll í dag, lokatölur 68-58. Hér að neðan má sjá myndir úr Laugardalshöllinni

Eftir stórt tap ytra gegn Spáni þurfti íslenska liðið að svara og gerði það svo sannarlega í dag. Um er að ræða fyrsta sigur Íslands þegar fjórum leikjum er lokið í undankeppninni. Sara Rún Hinriksdóttir bar af í dag en hún skoraði 33 stig, tók 7 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. 

Það var vel mætt í dag.Vísir/Hulda Margrét
Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ og Ásmundur Einar Daðason, ráðherra, ásamt fríðu föruneyti.Vísir/Hulda Margrét
Spennan var gríðarleg.Vísir/Hulda Margrét
Það var vel mætt.Vísir/Hulda Margrét
Það var nóg af ungum aðdáendum í Laugardalshöll í dag.Vísir/Hulda Margrét
Sara Rún Hinriksdóttir keyrir að körfunni.Vísir/Hulda Margrét
Og lætur finna fyrir sér.Vísir/Hulda Margrét
Ana Virjoghe ekki sátt.Vísir/Hulda Margrét
Rúmenska liðið var ekki sátt með ritaraborðið.Vísir/Hulda Margrét
Ana Virjoghe fór mikinn í liði Rúmeníu.Vísir/Hulda Margrét
Dómarar leiksins segja fólki að róa sig.Vísir/Hulda Margrét
Dagbjört Karlsdóttir reynir að ná til boltans.Vísir/Hulda Margrét
Þóra Jónsdóttir sendir boltann á samherja.Vísir/Hulda Margrét
Isabella Ósk Sigurðardóttir í harðri baráttu.Vísir/Hulda Margrét
Dagbjört Karlsdóttir áfram með boltann.Vísir/Hulda Margrét
Benedikt trúir vart eigin augum.Vísir/Hulda Margrét
Dagbjört Karlsdóttir enn á ný með boltann.Vísir/Hulda Margrét
Íslenska liðið spilaði frábærlega í dag.Vísir/Hulda Margrét
Eva Kristjánsdóttir reynir að komast að körfunni.Vísir/Hulda Margrét
Eva Kristjánsdóttir og Dagný Davíðsdóttir.
Isabella Ósk Sigurðardóttir í harðri baráttu.Vísir/Hulda Margrét
Benedikt fundar með liði sínu.Vísir/Hulda Margrét
Farið yfir málin.Vísir/Hulda Margrét

Tengdar fréttir

Leik lokið: Ís­land - Rúmenía 68-58 | Frá­bær ís­lenskur sigur

Ísland tók á móti Rúmeníu í undankeppni Evrópumóts kvennalandsliða í Laugardalshöllinni í dag. Þetta var seinni leikur Íslands í þessum landsleikjaspretti, en sá fyrri tapaðist stórt 120-54, gegn sennilega sterkasta kvennalandsliði Evrópu þessa dagana, Spáni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.