„Það sem að ég fékk var þetta ógeðslega ÍR-attitjúd“ Sindri Sverrisson skrifar 24. nóvember 2022 21:26 Ísak Máni Wium hafði ærna ástæðu til að fagna í kvöld. Vísir/Hulda Margrét „Við erum búnir að tapa fullt af leikjum í röð þannig að þetta var geggjað. Þetta var frábær frammistaða svona heilt yfir,“ segir Ísak Máni Wíum, hinn ungi þjálfari ÍR, eftir dýrmætan og sætan sigur gegn Þór úr Þorlákshöfn í Breiðholti í kvöld, 79-73, í Subway-deildinni í körfubolta. Eftir frábæran sigur gegn Njarðvík í fyrstu umferð, og Kanaskipti í kjölfarið, höfðu ÍR-ingar tapað fimm leikjum í röð og var slagurinn við Þór því botnbaráttuslagur. „Ég held að þessi taphrina hafi legið aðeins á mönnum hvað sjálfstraustið varðar. Við skjótum 40% úr vítum og 26% úr þristum en vinnum samt. En það sem að ég fékk [í kvöld] var þetta ógeðslega ÍR-attitjúd. Þetta minnti mig á gamla góða ÍR-grændið. Það skóp þennan sigur. Menn þjöppuðu sér saman í þessari niðursveiflu sem við höfum verið í,“ segir Ísak. Leikurinn virtist þó vera að sveiflast með Þór í seinni hálfleik og ÍR var undir, 50-55, eftir að hafa aðeins skorað fjórtán stig í þriðja leikhlutanum. Lokafjórðungurinn var hins vegar Breiðhyltinga sem unnu hann 29-18: „Ég skrifa það á þann karakter sem við erum með í hópnum. Við vitum alveg að þetta gerist, eins og gegn Njarðvík í fyrsta leik, og við vitum að við getum alltaf unnið hérna. Ég held líka að það skíni alveg í gegn hvað gaurarnir í liðinu eru að spila fyrir Ghetto Hooligans. Þeir skipta ekkert eðlilega miklu máli fyrir þetta félag,“ segir Ísak. Sagði Aron Orra hafa tekið Shahid úr sambandi „Loksins kom þessi sigur, í þessum skakkaföllum sem við höfum verið í. Það eru litlir hlutir í þessu eins og innkoma Arons Orra [Hilmarssonar, sem lék 13 mínútur]. Hann er ekki að hitta úr skotunum en kemur með þvílíkt attitjúd og er að berja á Kananum þeirra, og tekur hann eiginlega úr sambandi. Hann [Vincent Shahid] var orðinn alveg hauslaus þarna í fyrri hálfleik. Menn eru búnir að læra að spila sig inn í einhver hlutverk og það er alveg frábært,“ segir Ísak. Skakkaföllin sem Ísak nefnir snúa fyrst og fremst að skiptunum á bandarískum leikmanni og meiðslum Sigvalda Eggertssonar og Luciano Massarelli. Sá síðarnefndi var reyndar á leikskýrslu í kvöld en hefði líklega betur sleppt því: „Hann kom inn á í eina og hálfa mínútu og fór aftur í lærinu, þannig að það er ekki gott. Varðandi Sigvalda veit ég bara ekki. Þetta er liðið sem við erum með núna og ef við getum unnið Þorlákshöfn, sem átti að vera besta liðið í deildinni eftir síðasta leik… Við höfum alveg sýnt frammistöðu án Kanans okkar og án alls konar leikmanna. Loksins kom þessi sigur og nú þú þurfa menn að halda í þetta „grit and grind attitude“ þegar þeir labba inn á völlinn. Að þeir séu svolítið bestir í heimi,“ segir Ísak. Subway-deild karla ÍR Körfubolti Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Frábærar gólfæfingar og Ísland í úrslit Sport Leik lokið: Portúgal - Ísland 25-28 | Frábær sigur á Portúgölum Handbolti Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Ólafía komst örugglega í gegnum niðurskurðinn Golf Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Breiðablik 1-3 │Aron breytti gangi mála Íslenski boltinn Cloé Lacasse ekki valin í íslenska landsliðið en sextán ára markvörður er í hópnum Fótbolti Fjölnir kominn upp í Pepsi Max-deildina og staða Gróttu góð | Njarðvíkingar fallnir og Þróttarar í vondum málum Íslenski boltinn Bæting á öllum áhöldum skilaði blandaða liðinu bronsverðlaunum Sport Van Gerwen örugglega áfram Sport Fleiri fréttir „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Sjá meira
Eftir frábæran sigur gegn Njarðvík í fyrstu umferð, og Kanaskipti í kjölfarið, höfðu ÍR-ingar tapað fimm leikjum í röð og var slagurinn við Þór því botnbaráttuslagur. „Ég held að þessi taphrina hafi legið aðeins á mönnum hvað sjálfstraustið varðar. Við skjótum 40% úr vítum og 26% úr þristum en vinnum samt. En það sem að ég fékk [í kvöld] var þetta ógeðslega ÍR-attitjúd. Þetta minnti mig á gamla góða ÍR-grændið. Það skóp þennan sigur. Menn þjöppuðu sér saman í þessari niðursveiflu sem við höfum verið í,“ segir Ísak. Leikurinn virtist þó vera að sveiflast með Þór í seinni hálfleik og ÍR var undir, 50-55, eftir að hafa aðeins skorað fjórtán stig í þriðja leikhlutanum. Lokafjórðungurinn var hins vegar Breiðhyltinga sem unnu hann 29-18: „Ég skrifa það á þann karakter sem við erum með í hópnum. Við vitum alveg að þetta gerist, eins og gegn Njarðvík í fyrsta leik, og við vitum að við getum alltaf unnið hérna. Ég held líka að það skíni alveg í gegn hvað gaurarnir í liðinu eru að spila fyrir Ghetto Hooligans. Þeir skipta ekkert eðlilega miklu máli fyrir þetta félag,“ segir Ísak. Sagði Aron Orra hafa tekið Shahid úr sambandi „Loksins kom þessi sigur, í þessum skakkaföllum sem við höfum verið í. Það eru litlir hlutir í þessu eins og innkoma Arons Orra [Hilmarssonar, sem lék 13 mínútur]. Hann er ekki að hitta úr skotunum en kemur með þvílíkt attitjúd og er að berja á Kananum þeirra, og tekur hann eiginlega úr sambandi. Hann [Vincent Shahid] var orðinn alveg hauslaus þarna í fyrri hálfleik. Menn eru búnir að læra að spila sig inn í einhver hlutverk og það er alveg frábært,“ segir Ísak. Skakkaföllin sem Ísak nefnir snúa fyrst og fremst að skiptunum á bandarískum leikmanni og meiðslum Sigvalda Eggertssonar og Luciano Massarelli. Sá síðarnefndi var reyndar á leikskýrslu í kvöld en hefði líklega betur sleppt því: „Hann kom inn á í eina og hálfa mínútu og fór aftur í lærinu, þannig að það er ekki gott. Varðandi Sigvalda veit ég bara ekki. Þetta er liðið sem við erum með núna og ef við getum unnið Þorlákshöfn, sem átti að vera besta liðið í deildinni eftir síðasta leik… Við höfum alveg sýnt frammistöðu án Kanans okkar og án alls konar leikmanna. Loksins kom þessi sigur og nú þú þurfa menn að halda í þetta „grit and grind attitude“ þegar þeir labba inn á völlinn. Að þeir séu svolítið bestir í heimi,“ segir Ísak.
Subway-deild karla ÍR Körfubolti Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Frábærar gólfæfingar og Ísland í úrslit Sport Leik lokið: Portúgal - Ísland 25-28 | Frábær sigur á Portúgölum Handbolti Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Ólafía komst örugglega í gegnum niðurskurðinn Golf Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Breiðablik 1-3 │Aron breytti gangi mála Íslenski boltinn Cloé Lacasse ekki valin í íslenska landsliðið en sextán ára markvörður er í hópnum Fótbolti Fjölnir kominn upp í Pepsi Max-deildina og staða Gróttu góð | Njarðvíkingar fallnir og Þróttarar í vondum málum Íslenski boltinn Bæting á öllum áhöldum skilaði blandaða liðinu bronsverðlaunum Sport Van Gerwen örugglega áfram Sport Fleiri fréttir „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Sjá meira
Fjölnir kominn upp í Pepsi Max-deildina og staða Gróttu góð | Njarðvíkingar fallnir og Þróttarar í vondum málum Íslenski boltinn
Fjölnir kominn upp í Pepsi Max-deildina og staða Gróttu góð | Njarðvíkingar fallnir og Þróttarar í vondum málum Íslenski boltinn