„Þetta var mjög þungt“ Siggeir Ævarsson skrifar 24. nóvember 2022 21:01 Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindvíkinga. Vísir/Vilhelm Grindvíkingar máttu þola stórt tap gegn Stjörnunni í Garðabæ í kvöld, lokatölur 94-65 þar sem Grindvíkingar náðu aldrei upp neinum takti í sinn leik og hittu afleitlega fyrir utan þriggjastiga línuna. Jóhann Þór Ólafsson þjálfari þeirra var vonsvikinn með frammistöðu sinna manna og sagði þá ekki hafa sýnt sitt rétta andlit í leiknum. „Þetta var mjög þungt. Við byrjuðum þetta ekki nógu vel og grófum okkur holu í fyrri hálfleik, þar sem við náðum ekki upp þeim leik og því sem við viljum standa fyrir. Þá varð þetta svolítið erfitt og við að einblína á hluti sem við stjórnum ekki, en það er hins vegar bara mjög erfitt þessi misserin, ákveðnar breytingar sem eru að eiga sér stað í hreyfingunni.“ Breytingarnar sem Jóhann talar um er væntanlega vísun í dómgæslu leiksins, en hann var oft ósammála dómaratríóinu í kvöld og eftir leik varði Ólafur bróðir hans drjúgum tíma í hrókasamræður við dómarana. En Grindavík tapaði þessu leik klárlega ekki á dómgæslunni. „Við náðum bara ekki upp okkar leik. Það vantaði orku þó það hafi komið smá neisti í seinni hálfleik. Þetta er rosalega erfitt þegar við hittum svona illa. Við tökum 37 þriggja stiga skot, og það voru svona 10 sem við áttum ekkert að vera að taka, og flest af þeim sem duttu komu þegar leikurinn var búinn. Þannig að þetta var erfitt og Stjarnan átti bara skilið að vinna. Þegar við áttum þarna smá orku í seinni hálfleik eru þeir bara með eitt stykki Rob Turner og hann bara skorar þegar hann ætlar sér og það er erfitt við að eiga. En bara hrós á Stjörnuna, þeir voru flottir, og við þurfum að setjast aðeins niður og laga okkar leik.“ Grindvíkingum tókst að minnka muninn í 10 stig í upphafi 4. leikhluta en þá var eins og orkan væri endanlega á þrotum og Stjörnumenn gengu á lagið. Grindavík skoraði aðeins 7 stig á síðustu 10 mínútum leiksins, voru þeir orðnir þreyttir? „Algjörlega, og það sást bara, en það er samt engin afsökun. Þú getur alveg þegar þú ert orðinn þreyttur farið þetta á þrjóskunni. En við einhvern veginn komum því aldrei af stað almennilega og þá var þetta bara erfitt.“Einn tölfræðiþáttur stóð ansi áberandi uppúr á skýrslunni í kvöld, en Stjarnan tók 57 fráköst á móti aðeins 29 hjá Grindavík. Þetta var bölvað basl í teignum í kvöld? Já já en það kemur líka á móti að við hittum mjög illa og fleiri fráköst í boði fyrir þá. En jú jú, við erum þunnir og allt það, búið að vera veikindi eins og ég sagði við þig fyrir leik, og Breki t.d. bara á dollunni í allan dag þannig að þetta var mjög erfitt. En engar afsaknir, við eigum bara leik í næstu viku, svo það er bara „on to the next one“ eins og maðurinn sagði. Darmian Pitts átti fína innkomu í lið Grindavíkur í kvöld og var öflugur meðan hann var inná, en undir lokin var hann kominn með krampa í fæturna og eyddi megninu af lokamínútunum í meðhöndlun hjá sjúkraþjálfara Grindavíkur. Var Jóhann sáttur með það sem hann sá frá Pitts í hans fyrsta leik? „Já þetta er hörku „player“. Þú ert ekkert sjö „solid“ ár í Evrópu sem atvinnumaður ef þú ert lélegur í körfubolta. Alltaf á sama stað og alltaf að skila tölum. Þetta er hörku „player“ og hann á bara eftir að verða betri.“ – sagði Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur að lokum. Subway-deild karla UMF Grindavík Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 94-65 | Stjarnan sýndi enga umhyggju í Umhyggjuhöllinni Stjarnan og Grindavík mættust í Umhyggjuhöllinni í Garðabæ í kvöld í 7. umferð Subway-deildar karla. Fyrir leikinn voru bæði lið voru þrjá sigra og þrjú töp, og því bæði með augastað á því að ýta sér upp fyrir 50% sigurhlutfall í deildinni. 24. nóvember 2022 21:48 Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Fleiri fréttir Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Sjá meira
„Þetta var mjög þungt. Við byrjuðum þetta ekki nógu vel og grófum okkur holu í fyrri hálfleik, þar sem við náðum ekki upp þeim leik og því sem við viljum standa fyrir. Þá varð þetta svolítið erfitt og við að einblína á hluti sem við stjórnum ekki, en það er hins vegar bara mjög erfitt þessi misserin, ákveðnar breytingar sem eru að eiga sér stað í hreyfingunni.“ Breytingarnar sem Jóhann talar um er væntanlega vísun í dómgæslu leiksins, en hann var oft ósammála dómaratríóinu í kvöld og eftir leik varði Ólafur bróðir hans drjúgum tíma í hrókasamræður við dómarana. En Grindavík tapaði þessu leik klárlega ekki á dómgæslunni. „Við náðum bara ekki upp okkar leik. Það vantaði orku þó það hafi komið smá neisti í seinni hálfleik. Þetta er rosalega erfitt þegar við hittum svona illa. Við tökum 37 þriggja stiga skot, og það voru svona 10 sem við áttum ekkert að vera að taka, og flest af þeim sem duttu komu þegar leikurinn var búinn. Þannig að þetta var erfitt og Stjarnan átti bara skilið að vinna. Þegar við áttum þarna smá orku í seinni hálfleik eru þeir bara með eitt stykki Rob Turner og hann bara skorar þegar hann ætlar sér og það er erfitt við að eiga. En bara hrós á Stjörnuna, þeir voru flottir, og við þurfum að setjast aðeins niður og laga okkar leik.“ Grindvíkingum tókst að minnka muninn í 10 stig í upphafi 4. leikhluta en þá var eins og orkan væri endanlega á þrotum og Stjörnumenn gengu á lagið. Grindavík skoraði aðeins 7 stig á síðustu 10 mínútum leiksins, voru þeir orðnir þreyttir? „Algjörlega, og það sást bara, en það er samt engin afsökun. Þú getur alveg þegar þú ert orðinn þreyttur farið þetta á þrjóskunni. En við einhvern veginn komum því aldrei af stað almennilega og þá var þetta bara erfitt.“Einn tölfræðiþáttur stóð ansi áberandi uppúr á skýrslunni í kvöld, en Stjarnan tók 57 fráköst á móti aðeins 29 hjá Grindavík. Þetta var bölvað basl í teignum í kvöld? Já já en það kemur líka á móti að við hittum mjög illa og fleiri fráköst í boði fyrir þá. En jú jú, við erum þunnir og allt það, búið að vera veikindi eins og ég sagði við þig fyrir leik, og Breki t.d. bara á dollunni í allan dag þannig að þetta var mjög erfitt. En engar afsaknir, við eigum bara leik í næstu viku, svo það er bara „on to the next one“ eins og maðurinn sagði. Darmian Pitts átti fína innkomu í lið Grindavíkur í kvöld og var öflugur meðan hann var inná, en undir lokin var hann kominn með krampa í fæturna og eyddi megninu af lokamínútunum í meðhöndlun hjá sjúkraþjálfara Grindavíkur. Var Jóhann sáttur með það sem hann sá frá Pitts í hans fyrsta leik? „Já þetta er hörku „player“. Þú ert ekkert sjö „solid“ ár í Evrópu sem atvinnumaður ef þú ert lélegur í körfubolta. Alltaf á sama stað og alltaf að skila tölum. Þetta er hörku „player“ og hann á bara eftir að verða betri.“ – sagði Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur að lokum.
Subway-deild karla UMF Grindavík Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 94-65 | Stjarnan sýndi enga umhyggju í Umhyggjuhöllinni Stjarnan og Grindavík mættust í Umhyggjuhöllinni í Garðabæ í kvöld í 7. umferð Subway-deildar karla. Fyrir leikinn voru bæði lið voru þrjá sigra og þrjú töp, og því bæði með augastað á því að ýta sér upp fyrir 50% sigurhlutfall í deildinni. 24. nóvember 2022 21:48 Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Fleiri fréttir Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 94-65 | Stjarnan sýndi enga umhyggju í Umhyggjuhöllinni Stjarnan og Grindavík mættust í Umhyggjuhöllinni í Garðabæ í kvöld í 7. umferð Subway-deildar karla. Fyrir leikinn voru bæði lið voru þrjá sigra og þrjú töp, og því bæði með augastað á því að ýta sér upp fyrir 50% sigurhlutfall í deildinni. 24. nóvember 2022 21:48
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti