Tindastóll áfrýjaði og óvissan í bikarnum heldur áfram Sindri Sverrisson skrifar 24. nóvember 2022 13:21 Hilmar Smári Henningsson tók vítaskot fyrir Hauka á meðan að fjórir erlendir leikmenn Tindastóls voru innan vallar. Það stangast á við reglur KKÍ. Skjáskot/RÚV Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur áfrýjað úrskurði aganefndar KKÍ þess efnis að Haukum skyldi dæmdur 20-0 sigur í bikarleik liðanna í haust. Haukar kærðu úrslit leiksins eftir að í ljós kom að á einum tímapunkti í þriðja leikhluta, þegar Haukar áttu vítaskot, voru fjórir erlendir leikmenn Tindastóls inni á vellinum á sama tíma. Það stangast á við reglur sem settar voru fyrir tímabilið þess efnis að ekki megi fleiri en þrír erlendir leikmenn vera samtímis innan vallar í sama liði. Eftir úrskurð aganefndar hafði Tindastóll frest fram á þriðjudag til að áfrýja honum til áfrýjunardómstóls KKÍ, efsta dómstigs sambandsins, og hefur nú nýtt rétt sinn til þess: „Við gerðum það. Okkur finnst þetta ósanngjörn niðurstaða. Þetta hafði ekki áhrif á leikinn og viðurlögin við þessum mistökum eru ekki í samræmi við brotið,“ sagði Dagur Þór Baldvinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls við Vísi. Því er enn óvíst hvort liðanna mætir Njarðvík í 16-liða úrslitum VÍS-bikarsins og hvað þá hvert þessara þriggja liða mætir Keflavík í 8-liða úrslitunum, sem eiga að fara fram 11.-12. desember. Ljóst er að sá leikur verður ekki spilaður þá. Haukar hafa núna nokkra daga til að skila inn greinargerð vegna málsins. Eftir því sem Vísir kemst næst standa vonir til þess að niðurstaða áfrýjunardómstóls liggi fyrir í byrjun desember, og að hægt verði að spila leikinn í 16-liða úrslitum í desember. Þá verði svo mögulega hægt að spila leik Keflavíkur í 8-liða úrslitunum, í tæka tíð fyrir undanúrslitin og úrslitin sem áætlað er að fari fram 11. og 14. janúar. Reglunum mögulega breytt en ekki afturvirkt Bragi Hinrik Magnússon, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, sagði á dögunum við Vísi að meginástæðan fyrir kæru Hauka hefði ekki verið sú að komast áfram í bikarnum heldur sú að breytinga væri þörf á viðurlögum við brotum á borð við það sem Tindastóll varð uppvís að. Bragi lagði til að leikurinn yrði spilaður aftur samhliða því að KKÍ breytti reglugerð sinni. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, sagði stjórn sambandsins íhuga að breyta reglunum en þó ekki afturvirkt, og það myndi því ekki hafa áhrif á niðurstöðuna úr leik Tindastóls og Hauka. Hann sagði ekki þurfa neina kæru frá Haukum í þessu tiltekna máli til þess. Þá sagði Hannes stjórn KKÍ ekki geta tekið upp á því að láta spila leik aftur, slíkt hefði þurft að vera krafa Hauka í kæru til aganefndar, sem er óháð stjórn KKÍ, sem hefði þá getað tekið það til greina. VÍS-bikarinn Körfubolti Tindastóll Haukar Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Fleiri fréttir Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjá meira
Haukar kærðu úrslit leiksins eftir að í ljós kom að á einum tímapunkti í þriðja leikhluta, þegar Haukar áttu vítaskot, voru fjórir erlendir leikmenn Tindastóls inni á vellinum á sama tíma. Það stangast á við reglur sem settar voru fyrir tímabilið þess efnis að ekki megi fleiri en þrír erlendir leikmenn vera samtímis innan vallar í sama liði. Eftir úrskurð aganefndar hafði Tindastóll frest fram á þriðjudag til að áfrýja honum til áfrýjunardómstóls KKÍ, efsta dómstigs sambandsins, og hefur nú nýtt rétt sinn til þess: „Við gerðum það. Okkur finnst þetta ósanngjörn niðurstaða. Þetta hafði ekki áhrif á leikinn og viðurlögin við þessum mistökum eru ekki í samræmi við brotið,“ sagði Dagur Þór Baldvinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls við Vísi. Því er enn óvíst hvort liðanna mætir Njarðvík í 16-liða úrslitum VÍS-bikarsins og hvað þá hvert þessara þriggja liða mætir Keflavík í 8-liða úrslitunum, sem eiga að fara fram 11.-12. desember. Ljóst er að sá leikur verður ekki spilaður þá. Haukar hafa núna nokkra daga til að skila inn greinargerð vegna málsins. Eftir því sem Vísir kemst næst standa vonir til þess að niðurstaða áfrýjunardómstóls liggi fyrir í byrjun desember, og að hægt verði að spila leikinn í 16-liða úrslitum í desember. Þá verði svo mögulega hægt að spila leik Keflavíkur í 8-liða úrslitunum, í tæka tíð fyrir undanúrslitin og úrslitin sem áætlað er að fari fram 11. og 14. janúar. Reglunum mögulega breytt en ekki afturvirkt Bragi Hinrik Magnússon, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, sagði á dögunum við Vísi að meginástæðan fyrir kæru Hauka hefði ekki verið sú að komast áfram í bikarnum heldur sú að breytinga væri þörf á viðurlögum við brotum á borð við það sem Tindastóll varð uppvís að. Bragi lagði til að leikurinn yrði spilaður aftur samhliða því að KKÍ breytti reglugerð sinni. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, sagði stjórn sambandsins íhuga að breyta reglunum en þó ekki afturvirkt, og það myndi því ekki hafa áhrif á niðurstöðuna úr leik Tindastóls og Hauka. Hann sagði ekki þurfa neina kæru frá Haukum í þessu tiltekna máli til þess. Þá sagði Hannes stjórn KKÍ ekki geta tekið upp á því að láta spila leik aftur, slíkt hefði þurft að vera krafa Hauka í kæru til aganefndar, sem er óháð stjórn KKÍ, sem hefði þá getað tekið það til greina.
VÍS-bikarinn Körfubolti Tindastóll Haukar Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Fleiri fréttir Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjá meira