Haukar með tillögu til sátta: „Þá er enginn „lúser“ í þessu dæmi“ Sindri Sverrisson skrifar 16. nóvember 2022 12:31 Fjórir erlendir leikmenn Tindastóls voru innan vallar samtímis, þegar Haukar tóku vítaskot í þriðja leikhluta. Skjáskot/RÚV Bragi Hinrik Magnússon, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, segir að markmiðið með því að kæra úrslitin í bikarleiknum gegn Tindastóli hafi ekki verið að koma Haukum áfram í keppninni heldur að laga reglur KKÍ um erlenda leikmenn. Aganefnd KKÍ úrskurðaði Haukum í gær 20-0 sigur í leiknum gegn Tindastóli, sem Sauðkrækingar höfðu unnið 88-71, í 32-liða úrslitum VÍS-bikars karla. Þar með spila Haukar að óbreyttu við Njarðvíkinga í 16-liða úrslitum en Bragi segist hvetja forráðamenn Tindastóls til að áfrýja til áfrýjunardómstóls KKÍ, eins og heimild er fyrir. Bragi segist nefnilega helst vilja að reglugerð KKÍ um erlenda leikmenn, sem málið snýst um, verði breytt. Í reglugerðinni segir að aðeins megi þrír erlendir leikmenn vera innan vallar í hvoru liði hverju sinni, en flestir virðast sammála um að 20-0 tap vegna minni háttar brots á reglunni, eins og í leiknum á Sauðárkróki, sé of strangt. Bragi segist vonast eftir áfrýjun Tindastóls og segir að Haukar séu þá reiðubúnir að draga kæru sína til baka ef að KKÍ samþykki að breyta reglugerðinni og að leikurinn verði spilaður aftur. „Með þessari leið þá vinna allir í rauninni. Tindastóll dettur ekki úr keppninni, við fáum annað tækifæri í ljósi þess að Tindastóll raunverulega braut gildandi reglugerð, og KKÍ fær tækifæri til að laga reglugerðina og hafa hana eins og menn vilja hafa hana. Þá er enginn „lúser“ í þessu dæmi,“ segir Bragi í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur, sem hlusta má á hér að neðan. Klippa: Formaður Hauka um kærumálið „Með þessari kæru okkar var endamarkmiðið ekki að Haukar kæmust áfram á þessu. Markmiðið var frekar það að lagfæra þessa reglugerð, sem ég held að flestum þyki of ströng og hálfgölluð. Í mínum samskiptum við KKÍ kom það fram að til að fá örugglega umfjöllun um þetta í kerfinu væri að setja fram kæruna,“ segir Bragi. „Við erum búin að vera í samstarfi við Tindastól allan þennan tíma til að reyna að leysa úr þessu máli. Það vakti fyrir okkur að ef að KKÍ væri tilbúið til að lagfæra regluna þá hefðum við dregið kæruna til baka, og Tindastóll þar með farið áfram. En það virtist ekki samstaða innan stjórnar KKÍ um að lagfæra regluna á þessum tímapunkti. Þá sitjum við eftir með það að ef að KKÍ vill að þetta sé reglugerðin sem gildir þá verðum við að spila eftir henni. Það er ekki okkar Haukanna að meta hvað sé sanngjarnt eða ósanngjarnt, eða hvaða reglum eigi að fara eftir og hverjum ekki,“ segir Bragi. Óskaniðurstaðan sé hins vegar sú að reglunum um erlenda leikmenn verði breytt þannig að viðurlögin séu ekki eins ströng og úrskurður aganefndar segir til um. „Óskaniðurstaðan var í byrjun sú að reglugerðin yrði bara lagfærð og viðurlögin sett í það form sem menn vilja hafa, svo að allir séu sammála um hvaða viðurlög eru við því að brjóta reglurnar og hvernig skuli dæmt. Hvort það eigi að vera hægt að kæra eftir leik eða hvort þetta eigi að teljast sem dómaramistök, eða hvernig sem það þróast. Þetta þarf að ákveða. Þessu máli þarf ekki að vera lokið og ég er að klára núna texta sem ég ætla að senda á KKÍ og formenn körfuknattleiksdeilda. Þar fer ég yfir þá lausn sem við viljum leggja fram í málinu, og ég held að Tindastóll bakki okkur upp í því. Við leggjum til að reglan verði lagfærð, og leikurinn verði spilaður aftur. Ef KKÍ getur samþykkt það að fara í að lagfæra regluna, og að leikurinn verði spilaður aftur á grunni þess að dæmt hafi verið eftir gallaðri reglugerð, þá drögum við kæruna til baka úr áfrýjunarferlinu, sem við hvetjum Tindastól til að fara í,“ segir Bragi. Körfubolti Tindastóll Haukar VÍS-bikarinn Mest lesið Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ Sjá meira
Aganefnd KKÍ úrskurðaði Haukum í gær 20-0 sigur í leiknum gegn Tindastóli, sem Sauðkrækingar höfðu unnið 88-71, í 32-liða úrslitum VÍS-bikars karla. Þar með spila Haukar að óbreyttu við Njarðvíkinga í 16-liða úrslitum en Bragi segist hvetja forráðamenn Tindastóls til að áfrýja til áfrýjunardómstóls KKÍ, eins og heimild er fyrir. Bragi segist nefnilega helst vilja að reglugerð KKÍ um erlenda leikmenn, sem málið snýst um, verði breytt. Í reglugerðinni segir að aðeins megi þrír erlendir leikmenn vera innan vallar í hvoru liði hverju sinni, en flestir virðast sammála um að 20-0 tap vegna minni háttar brots á reglunni, eins og í leiknum á Sauðárkróki, sé of strangt. Bragi segist vonast eftir áfrýjun Tindastóls og segir að Haukar séu þá reiðubúnir að draga kæru sína til baka ef að KKÍ samþykki að breyta reglugerðinni og að leikurinn verði spilaður aftur. „Með þessari leið þá vinna allir í rauninni. Tindastóll dettur ekki úr keppninni, við fáum annað tækifæri í ljósi þess að Tindastóll raunverulega braut gildandi reglugerð, og KKÍ fær tækifæri til að laga reglugerðina og hafa hana eins og menn vilja hafa hana. Þá er enginn „lúser“ í þessu dæmi,“ segir Bragi í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur, sem hlusta má á hér að neðan. Klippa: Formaður Hauka um kærumálið „Með þessari kæru okkar var endamarkmiðið ekki að Haukar kæmust áfram á þessu. Markmiðið var frekar það að lagfæra þessa reglugerð, sem ég held að flestum þyki of ströng og hálfgölluð. Í mínum samskiptum við KKÍ kom það fram að til að fá örugglega umfjöllun um þetta í kerfinu væri að setja fram kæruna,“ segir Bragi. „Við erum búin að vera í samstarfi við Tindastól allan þennan tíma til að reyna að leysa úr þessu máli. Það vakti fyrir okkur að ef að KKÍ væri tilbúið til að lagfæra regluna þá hefðum við dregið kæruna til baka, og Tindastóll þar með farið áfram. En það virtist ekki samstaða innan stjórnar KKÍ um að lagfæra regluna á þessum tímapunkti. Þá sitjum við eftir með það að ef að KKÍ vill að þetta sé reglugerðin sem gildir þá verðum við að spila eftir henni. Það er ekki okkar Haukanna að meta hvað sé sanngjarnt eða ósanngjarnt, eða hvaða reglum eigi að fara eftir og hverjum ekki,“ segir Bragi. Óskaniðurstaðan sé hins vegar sú að reglunum um erlenda leikmenn verði breytt þannig að viðurlögin séu ekki eins ströng og úrskurður aganefndar segir til um. „Óskaniðurstaðan var í byrjun sú að reglugerðin yrði bara lagfærð og viðurlögin sett í það form sem menn vilja hafa, svo að allir séu sammála um hvaða viðurlög eru við því að brjóta reglurnar og hvernig skuli dæmt. Hvort það eigi að vera hægt að kæra eftir leik eða hvort þetta eigi að teljast sem dómaramistök, eða hvernig sem það þróast. Þetta þarf að ákveða. Þessu máli þarf ekki að vera lokið og ég er að klára núna texta sem ég ætla að senda á KKÍ og formenn körfuknattleiksdeilda. Þar fer ég yfir þá lausn sem við viljum leggja fram í málinu, og ég held að Tindastóll bakki okkur upp í því. Við leggjum til að reglan verði lagfærð, og leikurinn verði spilaður aftur. Ef KKÍ getur samþykkt það að fara í að lagfæra regluna, og að leikurinn verði spilaður aftur á grunni þess að dæmt hafi verið eftir gallaðri reglugerð, þá drögum við kæruna til baka úr áfrýjunarferlinu, sem við hvetjum Tindastól til að fara í,“ segir Bragi.
Körfubolti Tindastóll Haukar VÍS-bikarinn Mest lesið Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ Sjá meira