Áskorun að loknum íbúafundi Heidelberg Material Ása Berglind Hjálmarsdóttir og Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifa 16. nóvember 2022 12:09 Það var margt um manninn á kynningarfundi Heidelberg Materials í Versölum í Þorlákshöfn í gærkvöld. Það skal engan undra, íbúar eru uggandi vegna þeirra áforma fyrirtækisins að byggja risavaxna verksmiðju við hafnarbakkann á 55 þúsund fermetra lóð. Óhætt er að segja að þær upplýsingar sem fram komu á fundinum voru ekki til þess fallnar að kveða niður áhyggjuraddir. Heidelberg sér til að mynda ekki fyrir sér að gerlegt sé að færa verksmiðjuna annað hér í Ölfusi enda starfsemin þess eðlis að hún þarf að vera við höfnina vegna kostnaðar við að flytja fullunnið efnið langar vegalengdir og hefur Heidelberg þegar verið úthlutað síðustu lóðum við höfnina. Því er ljóst að fyrirtækið hefur ekki áform um annað en að reisa verksmiðjuna á umræddum lóðum, við höfnina og bæjarmörkin, við vinsælt útivistarsvæði íbúa og gesta, við golfvöllinn og nánast ofan í íbúabyggð. Á fundinum komu áhyggjuraddir íbúa skýrt fram en óhætt er að segja að mörgum spurningum sé enn ósvarað. Spurningum um hvernig efnið verði flutt ofan úr Þrengslum, til að mynda, hefur ekki verið svarað, spurningum um hvað verður um tröllvaxna verksmiðjubygginguna verði starfsemi hætt er líka ósvarað og spurningum um útlit verksmiðjunnar hefur ekki verið svarað að öðru leyti en því að hún verði risavaxin. Hver metur hvenær hagsmunum íbúa er fórnað? Fulltrúa D lista hafa látið frá sér yfirlýsingu þess efnis að ekki komi til greina að fórna hagsmunum íbúa. Það er mat undirritaðra að slík yfirlýsing sé undarleg í ljósi þess að fyrirtækinu hefur þegar verið úthlutað lóðum undir starfsemina. Það er engum blöðum um það að fletta að ef af verður verði hagsmunum íbúa fórnað, þó ekki sé nema vegna umhverfisslyssins sem sjálf byggingin er og staðsetning hennar, sárum sem mokstur fjalla munu skilja eftir sig í Þrengslum og ónæðinu af flutningi efnisins ofan úr Þrengslum fyrir íbúa. Þetta er fyrir utan hættuna á umhverfisslysum, á hljóð og umhverfismengun og öðru sem starfsemi af þessu tagi hefur óhjákvæmilega í för með sér. Umhverfisstofnun, Vegagerðin, Náttúrufræðistofnun og Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hafa þegar látið í ljós áhyggjur af fyrirhugaðri framkvæmd og telja, meðal annars, framsetningu loftslagsávinnings námuvinnslunnar, eins og hún birtist í nýlegri umhverfismatsskýrslu Eden Mining (sem reyndist reyndar ólögleg), í besta falli misvísandi. Fjölmörg tækifæri framundan Sveitarfélagið Ölfus er ekki á flæðiskeri statt hvað varðar uppbyggingu atvinnulífs og á næstu árum verða til fleiri störf en samfélagið hér ræður við að manna eins og staðan er í dag, þá sérstaklega í tengslum við stærðarinnar uppbyggingu á landeldi. Sú uppbygging mun einnig skila sveitarfélaginu miklum tekjum og því átta undirritaðar sig ekki á þeirri vegferð sem D listinn er í. Skynsamlegra væri að eiga lóðirnar áfram og nýta fyrir aðra hafnsækna og fjölbreytta starfsemi, fyrirtæki sem jafnvel gætu boðið fleiri störf á hvern fermeter en eins og fram kom á fundinum í gær eru um 60-80 störf sem fylgja verksmiðjunni á 55 þúsund fermetrum. Til samanburðar þá er Rammi með um 60 störf á 10 þúsund fermetrum og Skinney með um 50 störf á 3500 fermetra lóð í Þorlákshöfn. Engin stefna í atvinnumálum Í Ölfusi er ekki til stefna um uppbyggingu atvinnulífs, engin atvinnustefna. Nú er lag að ganga í að móta slíka stefnu með virkri þátttöku íbúa, líka barna og ungmenna, sem hér búa og munu eiga sína framtíð í sveitarfélaginu, ef okkur fullorðna fólkinu ber gæfa til að gera það áfram byggilegt. Það er íbúa að ákveða hvert skal stefna, ekki þeirra örfáu sem skipa meirihlutann hverju sinni. Eðlilegra er að bæjarstjórn vinni saman að því að framfylgja atvinnustefnu sem mótuð er af íbúum, enda hlutverk bæjarstjórnar að þjónusta íbúa sem best. Hingað og ekki lengra Í lok fundarins í gærkvöldi fór af stað undirskriftasöfnun sem segir: Undirrituð skora á bæjarstjórn Ölfuss að hætta öllum viðræðum við Heidelberg Materials um að reisa byggingar og vinnslu á þeim lóðum sem búið er að úthluta og falla frá stórtækum hugmyndum um frekari námuvinnslu í Sveitarfélaginu Ölfusi. Öll sem eru sammála því að rétt sé að falla frá viðræðum eru hvött til þess að skrifa undir þessa áskorun. Það má gera á meðfylgjandi hlekk. Það er hægt að skrifa undir og velja þann möguleika að láta nafn sitt ekki birtast opinberlega ef það hentar einhverjum betur. Höfundar eru íbúar í Þorlákshöfn og Ása Berglind bæjarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Námuvinnsla Ölfus Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Sjá meira
Það var margt um manninn á kynningarfundi Heidelberg Materials í Versölum í Þorlákshöfn í gærkvöld. Það skal engan undra, íbúar eru uggandi vegna þeirra áforma fyrirtækisins að byggja risavaxna verksmiðju við hafnarbakkann á 55 þúsund fermetra lóð. Óhætt er að segja að þær upplýsingar sem fram komu á fundinum voru ekki til þess fallnar að kveða niður áhyggjuraddir. Heidelberg sér til að mynda ekki fyrir sér að gerlegt sé að færa verksmiðjuna annað hér í Ölfusi enda starfsemin þess eðlis að hún þarf að vera við höfnina vegna kostnaðar við að flytja fullunnið efnið langar vegalengdir og hefur Heidelberg þegar verið úthlutað síðustu lóðum við höfnina. Því er ljóst að fyrirtækið hefur ekki áform um annað en að reisa verksmiðjuna á umræddum lóðum, við höfnina og bæjarmörkin, við vinsælt útivistarsvæði íbúa og gesta, við golfvöllinn og nánast ofan í íbúabyggð. Á fundinum komu áhyggjuraddir íbúa skýrt fram en óhætt er að segja að mörgum spurningum sé enn ósvarað. Spurningum um hvernig efnið verði flutt ofan úr Þrengslum, til að mynda, hefur ekki verið svarað, spurningum um hvað verður um tröllvaxna verksmiðjubygginguna verði starfsemi hætt er líka ósvarað og spurningum um útlit verksmiðjunnar hefur ekki verið svarað að öðru leyti en því að hún verði risavaxin. Hver metur hvenær hagsmunum íbúa er fórnað? Fulltrúa D lista hafa látið frá sér yfirlýsingu þess efnis að ekki komi til greina að fórna hagsmunum íbúa. Það er mat undirritaðra að slík yfirlýsing sé undarleg í ljósi þess að fyrirtækinu hefur þegar verið úthlutað lóðum undir starfsemina. Það er engum blöðum um það að fletta að ef af verður verði hagsmunum íbúa fórnað, þó ekki sé nema vegna umhverfisslyssins sem sjálf byggingin er og staðsetning hennar, sárum sem mokstur fjalla munu skilja eftir sig í Þrengslum og ónæðinu af flutningi efnisins ofan úr Þrengslum fyrir íbúa. Þetta er fyrir utan hættuna á umhverfisslysum, á hljóð og umhverfismengun og öðru sem starfsemi af þessu tagi hefur óhjákvæmilega í för með sér. Umhverfisstofnun, Vegagerðin, Náttúrufræðistofnun og Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hafa þegar látið í ljós áhyggjur af fyrirhugaðri framkvæmd og telja, meðal annars, framsetningu loftslagsávinnings námuvinnslunnar, eins og hún birtist í nýlegri umhverfismatsskýrslu Eden Mining (sem reyndist reyndar ólögleg), í besta falli misvísandi. Fjölmörg tækifæri framundan Sveitarfélagið Ölfus er ekki á flæðiskeri statt hvað varðar uppbyggingu atvinnulífs og á næstu árum verða til fleiri störf en samfélagið hér ræður við að manna eins og staðan er í dag, þá sérstaklega í tengslum við stærðarinnar uppbyggingu á landeldi. Sú uppbygging mun einnig skila sveitarfélaginu miklum tekjum og því átta undirritaðar sig ekki á þeirri vegferð sem D listinn er í. Skynsamlegra væri að eiga lóðirnar áfram og nýta fyrir aðra hafnsækna og fjölbreytta starfsemi, fyrirtæki sem jafnvel gætu boðið fleiri störf á hvern fermeter en eins og fram kom á fundinum í gær eru um 60-80 störf sem fylgja verksmiðjunni á 55 þúsund fermetrum. Til samanburðar þá er Rammi með um 60 störf á 10 þúsund fermetrum og Skinney með um 50 störf á 3500 fermetra lóð í Þorlákshöfn. Engin stefna í atvinnumálum Í Ölfusi er ekki til stefna um uppbyggingu atvinnulífs, engin atvinnustefna. Nú er lag að ganga í að móta slíka stefnu með virkri þátttöku íbúa, líka barna og ungmenna, sem hér búa og munu eiga sína framtíð í sveitarfélaginu, ef okkur fullorðna fólkinu ber gæfa til að gera það áfram byggilegt. Það er íbúa að ákveða hvert skal stefna, ekki þeirra örfáu sem skipa meirihlutann hverju sinni. Eðlilegra er að bæjarstjórn vinni saman að því að framfylgja atvinnustefnu sem mótuð er af íbúum, enda hlutverk bæjarstjórnar að þjónusta íbúa sem best. Hingað og ekki lengra Í lok fundarins í gærkvöldi fór af stað undirskriftasöfnun sem segir: Undirrituð skora á bæjarstjórn Ölfuss að hætta öllum viðræðum við Heidelberg Materials um að reisa byggingar og vinnslu á þeim lóðum sem búið er að úthluta og falla frá stórtækum hugmyndum um frekari námuvinnslu í Sveitarfélaginu Ölfusi. Öll sem eru sammála því að rétt sé að falla frá viðræðum eru hvött til þess að skrifa undir þessa áskorun. Það má gera á meðfylgjandi hlekk. Það er hægt að skrifa undir og velja þann möguleika að láta nafn sitt ekki birtast opinberlega ef það hentar einhverjum betur. Höfundar eru íbúar í Þorlákshöfn og Ása Berglind bæjarfulltrúi.
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun