„Við setjum markmanninn bara strax fram“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. nóvember 2022 07:00 Pétur Ingvarsson, þjálfari Breiðabliks, hefur mikla trú á sínum mönnum í vetur. Vísir/Stöð 2 Breiðablik hefur heillað með frammistöðu sinni í upphafi Subway-deildar karla í körfubolta, en leikstíll liðsins hefur komið andstæðingum þess í opna skjöldu. „Það er ákveðin brú milli núna og ársins í fyrra þannig menn þekkja þeirra hluthverk, hvað þeir eiga að gera og hvað það er sem ég ætlast til af þeim og hvað við erum að reyna að vinna í,“ sagði Pétur Ingvarsson í samtali við Stöð 2 í gær. Blikar spila hraðan bolta og það er helst það sem andstæðingar liðsins eiga í erfiðleikum með. „Það sem við erum kannski að vinna með er að maður hefur séð í fótbolta að þá fer markmaðurinn fram í síðustu spyrnunni til þess að reyna að skora, en við setjum markmanninn bara strax fram. Við reynum að byrja að taka sénsa strax og spilum svolítið svoleiðis. Við erum í rauninni bara að taka áhættur frá fyrstu mínútu. Það er svolítið planið.“ „Við spilum hratt og það er fyrirsjáanlegt í þessu, en við notum bara þau tækifæri sem gefast. Við erum settir saman til að vinna öflug lið og líki þessu svolítið við Davíð og Golíat ef Davíð hefði fengið sverð í höndina þegar hann barðist við Golíat þá hefði hann alltaf tapað, en af því að hann tók tvo steina og teygjubyssu þá náði hann að vinna. Við erum svolítið að vinna með það.“ Ekki einfalt í framkvæmd Þá var Pétur sammála því að svona hröð spilamennska væri ekki auðveld í framkvæmd. „Nei, í grunninn er þetta í sjálfu sér einfalt módel sem við erum að vinna eftir, en það er samt miklu flóknara en menn halda. Þetta lítur einfalt út en er miklu flóknara en menn halda. Það er ekkert auðvelt að spila svona hratt. Það þarf ákveðna taktík og það þarf ákveðna vinnu til að gera þetta svona.“ „Þetta er búið að taka töluverðan tíma og þetta er í rauninni bara framhald frá seinasta ári það sem við erum að gera og árangurinn er að skila sér núna þetta árið. Í fyrra vorum við kannski með mikið af nýjum leikmönnum sem eru svo lykilleikmenn núna.“ Stefna á að sigurleikirnir verði fleiri en tapleikirnir Nú þegar fimm umferðir hafa verið spilaðar í Subway-deild karla situr Breiðablik í öðru sæti deildarinnar með fjóra sigra og eitt tap, líkt og Valur og Keflavík sem sitja í fyrst og þriðja sæti. Pétur segir þó að markmið liðsins á tímabilinu sé að sigurleikirnir verði fleiri en tapleikirnir. „Okkar markmið er bara að vera með svona „winning season“ þetta tímabilið. Vinna fleiri leiki en tapa og það yrðu besti árangur Breiðabliks frá upphafi. Ef við stefnum á að vinna fleiri leiki en tapa þá höfum við ansi gott svigrúm til að vinna með varðandi sigurleiki. En við verðum að vinna þá 12 leiki í vetur og það er bara planið.“ „Ég tel okkur vera með mjög sterkt lið og ég hugsa að þetta sé eitt sterkasta lið sem Breiðablik hefur teflt fram í körfubolta frá upphafi. Þannig ég held að við eigum alveg góða möguleika, en meiðsl og annað geta gert slæmt fyrir okkur.“ Pétur ræddi einnig um gott gengi fjölskyldumeðlima sinna í boltanum, tíma sinn hjá Hamri og ýmislegt fleira, en viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Pétur Ingvarsson, þjálfari Blika Subway-deild karla Breiðablik Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Íslenski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Körfubolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Fleiri fréttir Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Sjá meira
„Það er ákveðin brú milli núna og ársins í fyrra þannig menn þekkja þeirra hluthverk, hvað þeir eiga að gera og hvað það er sem ég ætlast til af þeim og hvað við erum að reyna að vinna í,“ sagði Pétur Ingvarsson í samtali við Stöð 2 í gær. Blikar spila hraðan bolta og það er helst það sem andstæðingar liðsins eiga í erfiðleikum með. „Það sem við erum kannski að vinna með er að maður hefur séð í fótbolta að þá fer markmaðurinn fram í síðustu spyrnunni til þess að reyna að skora, en við setjum markmanninn bara strax fram. Við reynum að byrja að taka sénsa strax og spilum svolítið svoleiðis. Við erum í rauninni bara að taka áhættur frá fyrstu mínútu. Það er svolítið planið.“ „Við spilum hratt og það er fyrirsjáanlegt í þessu, en við notum bara þau tækifæri sem gefast. Við erum settir saman til að vinna öflug lið og líki þessu svolítið við Davíð og Golíat ef Davíð hefði fengið sverð í höndina þegar hann barðist við Golíat þá hefði hann alltaf tapað, en af því að hann tók tvo steina og teygjubyssu þá náði hann að vinna. Við erum svolítið að vinna með það.“ Ekki einfalt í framkvæmd Þá var Pétur sammála því að svona hröð spilamennska væri ekki auðveld í framkvæmd. „Nei, í grunninn er þetta í sjálfu sér einfalt módel sem við erum að vinna eftir, en það er samt miklu flóknara en menn halda. Þetta lítur einfalt út en er miklu flóknara en menn halda. Það er ekkert auðvelt að spila svona hratt. Það þarf ákveðna taktík og það þarf ákveðna vinnu til að gera þetta svona.“ „Þetta er búið að taka töluverðan tíma og þetta er í rauninni bara framhald frá seinasta ári það sem við erum að gera og árangurinn er að skila sér núna þetta árið. Í fyrra vorum við kannski með mikið af nýjum leikmönnum sem eru svo lykilleikmenn núna.“ Stefna á að sigurleikirnir verði fleiri en tapleikirnir Nú þegar fimm umferðir hafa verið spilaðar í Subway-deild karla situr Breiðablik í öðru sæti deildarinnar með fjóra sigra og eitt tap, líkt og Valur og Keflavík sem sitja í fyrst og þriðja sæti. Pétur segir þó að markmið liðsins á tímabilinu sé að sigurleikirnir verði fleiri en tapleikirnir. „Okkar markmið er bara að vera með svona „winning season“ þetta tímabilið. Vinna fleiri leiki en tapa og það yrðu besti árangur Breiðabliks frá upphafi. Ef við stefnum á að vinna fleiri leiki en tapa þá höfum við ansi gott svigrúm til að vinna með varðandi sigurleiki. En við verðum að vinna þá 12 leiki í vetur og það er bara planið.“ „Ég tel okkur vera með mjög sterkt lið og ég hugsa að þetta sé eitt sterkasta lið sem Breiðablik hefur teflt fram í körfubolta frá upphafi. Þannig ég held að við eigum alveg góða möguleika, en meiðsl og annað geta gert slæmt fyrir okkur.“ Pétur ræddi einnig um gott gengi fjölskyldumeðlima sinna í boltanum, tíma sinn hjá Hamri og ýmislegt fleira, en viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Pétur Ingvarsson, þjálfari Blika
Subway-deild karla Breiðablik Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Íslenski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Körfubolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Fleiri fréttir Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Sjá meira