„Afleiðing af margra ára óábyrgum rekstri“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 6. nóvember 2022 22:46 Hildur Björnsdóttir og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir ræddu rekstur borgarinnar í útvarpsþættinum Sprengisandi í dag. Vísir „Við viljum auðvitað bara sjá ráðdeild í rekstrinum. Og við höfum bent á að staðan eins og hún er í dag, þetta er auðvitað uppsafnaður vandi. Þetta er afleiðing af margra ára óábyrgum rekstri og það er ekkert hægt að leysa það á einni nóttu,“ segir Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, um rekstur Reykjavíkurborgar. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir forseti borgarstjórnar og Hildur Björnsdóttir ræddu rekstur borgarinnar í útvarpsþættinum Sprengisandi í dag. Hildur segir brýnt að ráðast í ábyrgar aðgerðir og nefnir skuldasöfnun í því samhengi. Næstum því tíunda hver króna í rekstri borgarinnar fari í að greiða vexti og verðbætur af lánum. Hætta gæluverkefnum „Við viljum líka bara hætta hvers kyns gæluverkefnum eins og maður kallar það. Og sum slík verkefni myndi ég ekkert endilega kalla gæluverkefni þegar vel árar,“ segir Hildur. Hún tekur dæmi um nýjan bækling um húsnæðisbyggingu í Reykjavík og segir prentun bæklingsins hafa kostað fimmtán milljónir. „Svo bendi ég líka til dæmis á lítið dæmi sem er kannski til umhugsunar, sem er Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn. Og ég vil taka fram áður en ég held lengra að ég elska Fjölskyldu- og húsdýragarðinn og við fjölskyldan eigum árskort. En maður veltir fyrir sér hvort það sé hlutverk sveitarfélags eða hins opinbera yfir höfuð að reka fallturn, klessubíla og einhverja báta. Vegna þess að þessi garður er rekinn með næstum því hálfs milljarða tapi á ári hverju. Þannig að skattgreiðendur eru að niðurgreiða þennan garð um hálfan milljarð,“ segir Hildur. Ekki hægt að kippa bara í handbremsuna Þórdís Lóa segir að verið sé að draga úr fjárfestingu borgarinnar um níu milljarða á ári með nýrri fjárfestingaráætlun. Þar undir falli menningarverkefni á borð við Vetrargarðinn, Grófarhúsið og Listhúsið. Hins vegar haldi vöxtur í grunnþjónustu áfram, til að mynda í uppbyggingu leikskóla og viðhaldi mannvirkja. Við mat á rekstri borgarinnar megi ekki gleyma að taka mið af aðstæðum fyrri ára; kórónuveirufaraldurinn hafi sett strik í reikninginn. „Það sem við erum að gera núna er einmitt ábyrgur fjármálarekstur. Við erum að kynna hagræðingaraðgerðir sem eru bæði vöxtur en líka hagræðing. Af því þetta er alveg rétt hjá ykkur, það verður að gera þetta skynsamlega. Það er ekki hægt að kippa bara í handbremsuna og hætta öllu. Við erum með grunnþjónustu, leikskóla, velferðina, hjúkrunarheimili. Þannig að þetta verður að gerast skynsamlega,“ segir Þórdís Lóa. Ný fjármálastefna skýr Ný fjármálastefna sé alveg skýr og stefnan sé að ná tökum á rekstri borgarinnar fyrir árið 2024. Hægt sé að setja það í samhengi við ríkisfjármálin, þar sem stefnan er sett á árið 2027. „Við megum ekki gleyma því að við fórum í að stíga á bensíngjöfina í Covid. Við réðum fleira fólk, við fórum í vinnumarkaðsaðgerðir og við gerðum þetta allt. Við yfirmönnuðum hjá okkur velferðarþjónustuna, skólaþjónustuna og leikskólaþjónustuna. Og við gerðum þetta allt til þess að mæta sóttvarnaraðgerðum,“ segir Þórdís Lóa. Hér er aðeins stiklað á stóru en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Sprengisandur Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Þetta hækkar hjá Reykjavíkurborg um áramótin Verð á sorphirðu, skólamáltíðum og árskorti í sund hjá Reykjavíkurborg mun hækka um áramótin. Borgarfulltrúi minnihlutans hefði viljað frysta gjaldskrárhækkanir sem snúa að frístundastarfi í ljósi verðbólgu. 3. nóvember 2022 21:30 Einar mestu hagræðingaraðgerðir frá hruni Reykjavíkurborg mun ráðast í einar mestu hagræðingaraðgerðir frá hruni til að mæta hallarekstri. Formaður borgarráðs segir að tryggja þurfi sjálfbæran rekstur og skapa svigrúm til fjárfestinga án endalausrar lántöku. 1. nóvember 2022 19:22 Engir nýir starfsmenn nema nauðsyn beri til Útkomuspá á rekstri A-hluta borgarinnar gerir ráð fyrir rúmlega fimmtán milljarða króna halla í ár. Gert er ráð fyrir að rekstrarniðurstaðan verði orðin jákvæð frá og með árinu 2024. Fyrsta fjárhagsáætlun meirihluta borgarstjórnar var kynnt í dag. 1. nóvember 2022 13:08 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Fleiri fréttir Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Sjá meira
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir forseti borgarstjórnar og Hildur Björnsdóttir ræddu rekstur borgarinnar í útvarpsþættinum Sprengisandi í dag. Hildur segir brýnt að ráðast í ábyrgar aðgerðir og nefnir skuldasöfnun í því samhengi. Næstum því tíunda hver króna í rekstri borgarinnar fari í að greiða vexti og verðbætur af lánum. Hætta gæluverkefnum „Við viljum líka bara hætta hvers kyns gæluverkefnum eins og maður kallar það. Og sum slík verkefni myndi ég ekkert endilega kalla gæluverkefni þegar vel árar,“ segir Hildur. Hún tekur dæmi um nýjan bækling um húsnæðisbyggingu í Reykjavík og segir prentun bæklingsins hafa kostað fimmtán milljónir. „Svo bendi ég líka til dæmis á lítið dæmi sem er kannski til umhugsunar, sem er Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn. Og ég vil taka fram áður en ég held lengra að ég elska Fjölskyldu- og húsdýragarðinn og við fjölskyldan eigum árskort. En maður veltir fyrir sér hvort það sé hlutverk sveitarfélags eða hins opinbera yfir höfuð að reka fallturn, klessubíla og einhverja báta. Vegna þess að þessi garður er rekinn með næstum því hálfs milljarða tapi á ári hverju. Þannig að skattgreiðendur eru að niðurgreiða þennan garð um hálfan milljarð,“ segir Hildur. Ekki hægt að kippa bara í handbremsuna Þórdís Lóa segir að verið sé að draga úr fjárfestingu borgarinnar um níu milljarða á ári með nýrri fjárfestingaráætlun. Þar undir falli menningarverkefni á borð við Vetrargarðinn, Grófarhúsið og Listhúsið. Hins vegar haldi vöxtur í grunnþjónustu áfram, til að mynda í uppbyggingu leikskóla og viðhaldi mannvirkja. Við mat á rekstri borgarinnar megi ekki gleyma að taka mið af aðstæðum fyrri ára; kórónuveirufaraldurinn hafi sett strik í reikninginn. „Það sem við erum að gera núna er einmitt ábyrgur fjármálarekstur. Við erum að kynna hagræðingaraðgerðir sem eru bæði vöxtur en líka hagræðing. Af því þetta er alveg rétt hjá ykkur, það verður að gera þetta skynsamlega. Það er ekki hægt að kippa bara í handbremsuna og hætta öllu. Við erum með grunnþjónustu, leikskóla, velferðina, hjúkrunarheimili. Þannig að þetta verður að gerast skynsamlega,“ segir Þórdís Lóa. Ný fjármálastefna skýr Ný fjármálastefna sé alveg skýr og stefnan sé að ná tökum á rekstri borgarinnar fyrir árið 2024. Hægt sé að setja það í samhengi við ríkisfjármálin, þar sem stefnan er sett á árið 2027. „Við megum ekki gleyma því að við fórum í að stíga á bensíngjöfina í Covid. Við réðum fleira fólk, við fórum í vinnumarkaðsaðgerðir og við gerðum þetta allt. Við yfirmönnuðum hjá okkur velferðarþjónustuna, skólaþjónustuna og leikskólaþjónustuna. Og við gerðum þetta allt til þess að mæta sóttvarnaraðgerðum,“ segir Þórdís Lóa. Hér er aðeins stiklað á stóru en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Sprengisandur Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Þetta hækkar hjá Reykjavíkurborg um áramótin Verð á sorphirðu, skólamáltíðum og árskorti í sund hjá Reykjavíkurborg mun hækka um áramótin. Borgarfulltrúi minnihlutans hefði viljað frysta gjaldskrárhækkanir sem snúa að frístundastarfi í ljósi verðbólgu. 3. nóvember 2022 21:30 Einar mestu hagræðingaraðgerðir frá hruni Reykjavíkurborg mun ráðast í einar mestu hagræðingaraðgerðir frá hruni til að mæta hallarekstri. Formaður borgarráðs segir að tryggja þurfi sjálfbæran rekstur og skapa svigrúm til fjárfestinga án endalausrar lántöku. 1. nóvember 2022 19:22 Engir nýir starfsmenn nema nauðsyn beri til Útkomuspá á rekstri A-hluta borgarinnar gerir ráð fyrir rúmlega fimmtán milljarða króna halla í ár. Gert er ráð fyrir að rekstrarniðurstaðan verði orðin jákvæð frá og með árinu 2024. Fyrsta fjárhagsáætlun meirihluta borgarstjórnar var kynnt í dag. 1. nóvember 2022 13:08 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Fleiri fréttir Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Sjá meira
Þetta hækkar hjá Reykjavíkurborg um áramótin Verð á sorphirðu, skólamáltíðum og árskorti í sund hjá Reykjavíkurborg mun hækka um áramótin. Borgarfulltrúi minnihlutans hefði viljað frysta gjaldskrárhækkanir sem snúa að frístundastarfi í ljósi verðbólgu. 3. nóvember 2022 21:30
Einar mestu hagræðingaraðgerðir frá hruni Reykjavíkurborg mun ráðast í einar mestu hagræðingaraðgerðir frá hruni til að mæta hallarekstri. Formaður borgarráðs segir að tryggja þurfi sjálfbæran rekstur og skapa svigrúm til fjárfestinga án endalausrar lántöku. 1. nóvember 2022 19:22
Engir nýir starfsmenn nema nauðsyn beri til Útkomuspá á rekstri A-hluta borgarinnar gerir ráð fyrir rúmlega fimmtán milljarða króna halla í ár. Gert er ráð fyrir að rekstrarniðurstaðan verði orðin jákvæð frá og með árinu 2024. Fyrsta fjárhagsáætlun meirihluta borgarstjórnar var kynnt í dag. 1. nóvember 2022 13:08