Segir marga sakna Messi því það fylgist svo fáir með franska boltanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. nóvember 2022 13:00 Lionel Messi spilar með Paris Saint Germain en flestir sjá hann bara í Meistaradeildinni. Getty/Marcio Machado Forseti spænsku deildarinnar er einn af þeim sem talar fyrir endurkomu Lionel Messi í lið Barcelona. Messi átti magnaðan feril með Barcelona en yfirgaf félagið mjög óvænt í ágúst 2021 þegar Barcelona var í það miklum fjárhagsvandræðum að félagið átti ekki fyrir samningi við sinn besta leikmann. Messi samdi þess í stað við franska félagið Paris Saint Germain og eftir erfiðleika á fyrsta tímabili hefur Argentínumaðurinn farið á kostum á þessu tímabili. La Liga president Javier Tebas has claimed that Paris Saint-Germain (PSG) star Lionel Messi has lost the spotlight in the eyes of his fans since leaving Barcelona last summer. https://t.co/rARpmOk6fh— Sportskeeda Football (@skworldfootball) November 2, 2022 Barcelona hefur verið í miklum vandræðum án Messi og missti af útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar bæði árin „Ég tel að það sé ekki bara La Liga sem saknar Messi heldur allur fótboltaheimurinn því franska deildin er eins og hún er ekki satt. Ég þekki engan sem er að horfa á leiki PSG við Nantes,“ sagði hinn umdeildi Javier Tebas, foreti La Liga. Hann var ekki hættur að skjóta á frönsku deildina og talaði um eins og Messi sé falinn fyrir heiminum með því að spila í Frakklandi. „Þannig er það. Þótt að hann sé hjá PSG þá er fylgst miklu minna með honum en þegar hann var hjá Barcelona. Við skulum vona að hann eigi frábæra heimsmeistarakeppni af því að þá munum við fá tækifæri til að sjá hann á ný,“ sagði Tebas. Tebas: "Por mucho que esté en el PSG, a Messi se le sigue mucho menos que cuando estaba en el Barcelona"https://t.co/ZLjYqohHYL— MARCA (@marca) November 2, 2022 Messi er nú 35 ára gamall og hann er með samning til júní 2023 með möguleika á að framlengja hann um eitt ár í viðbót. Tebas segir að það væri gott fyrir bæði Barcelona og Messi ef hann kæmi aftur til Barca. „Ég veit ekki hvort Messi fá annað tækifæri til að spila með Barca því það ræðst á honum sjálfum. Vonandi kemur hann aftur. Það væri fyrst og fremst gott fyrir hann sjálfan að koma aftur í spænska boltann og ekki síst til félagsins þar sem hann óx og dafnaði hjá. Það er mitt mat að það hafi verið mistök hjá honum að rifta sambandinu því bæði Barca og Messi hefði grætt mikið um ókomna tíð á því sambandi,“ sagði Tebas. Messi hefur unnið 35 titla á ferlinum þar á meðal fjóra Meistaradeildartitla. Spænski boltinn Franski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Fleiri fréttir Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Marseille - Liverpool | Salah er í byrjunarliðinu Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Sjá meira
Messi átti magnaðan feril með Barcelona en yfirgaf félagið mjög óvænt í ágúst 2021 þegar Barcelona var í það miklum fjárhagsvandræðum að félagið átti ekki fyrir samningi við sinn besta leikmann. Messi samdi þess í stað við franska félagið Paris Saint Germain og eftir erfiðleika á fyrsta tímabili hefur Argentínumaðurinn farið á kostum á þessu tímabili. La Liga president Javier Tebas has claimed that Paris Saint-Germain (PSG) star Lionel Messi has lost the spotlight in the eyes of his fans since leaving Barcelona last summer. https://t.co/rARpmOk6fh— Sportskeeda Football (@skworldfootball) November 2, 2022 Barcelona hefur verið í miklum vandræðum án Messi og missti af útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar bæði árin „Ég tel að það sé ekki bara La Liga sem saknar Messi heldur allur fótboltaheimurinn því franska deildin er eins og hún er ekki satt. Ég þekki engan sem er að horfa á leiki PSG við Nantes,“ sagði hinn umdeildi Javier Tebas, foreti La Liga. Hann var ekki hættur að skjóta á frönsku deildina og talaði um eins og Messi sé falinn fyrir heiminum með því að spila í Frakklandi. „Þannig er það. Þótt að hann sé hjá PSG þá er fylgst miklu minna með honum en þegar hann var hjá Barcelona. Við skulum vona að hann eigi frábæra heimsmeistarakeppni af því að þá munum við fá tækifæri til að sjá hann á ný,“ sagði Tebas. Tebas: "Por mucho que esté en el PSG, a Messi se le sigue mucho menos que cuando estaba en el Barcelona"https://t.co/ZLjYqohHYL— MARCA (@marca) November 2, 2022 Messi er nú 35 ára gamall og hann er með samning til júní 2023 með möguleika á að framlengja hann um eitt ár í viðbót. Tebas segir að það væri gott fyrir bæði Barcelona og Messi ef hann kæmi aftur til Barca. „Ég veit ekki hvort Messi fá annað tækifæri til að spila með Barca því það ræðst á honum sjálfum. Vonandi kemur hann aftur. Það væri fyrst og fremst gott fyrir hann sjálfan að koma aftur í spænska boltann og ekki síst til félagsins þar sem hann óx og dafnaði hjá. Það er mitt mat að það hafi verið mistök hjá honum að rifta sambandinu því bæði Barca og Messi hefði grætt mikið um ókomna tíð á því sambandi,“ sagði Tebas. Messi hefur unnið 35 titla á ferlinum þar á meðal fjóra Meistaradeildartitla.
Spænski boltinn Franski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Fleiri fréttir Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Marseille - Liverpool | Salah er í byrjunarliðinu Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Sjá meira