Erlent

Takeoff skotinn til bana

Bjarki Sigurðsson skrifar
Takeoff (t.v.) ásamt frænda sínum Quavo.
Takeoff (t.v.) ásamt frænda sínum Quavo. Getty/Prince Williams

Bandaríski rapparinn Takeoff var skotinn til bana í Houston í Texas í dag. Fjöldi fólks hefur vottað rapparanum virðingu sína á samfélagsmiðlum í dag. 

TMZ greinir frá þessu. Samkvæmt grein miðilsins mun Takeoff hafa verið ásamt frænda sínum, Quavo, að stunda fjárhættuspil fyrir utan keilusal í Houston. Einhver skaut þá rapparann sem lést á staðnum. Á myndum sem eru í dreifingu á samfélagsmiðlum má sjá Quavo reyna að óska eftir aðstoð.

Lögreglan í Houston leitar nú að þeim grunaða og þeim sem urðu vitni að atvikinu. 

Takeoff, sem hét réttu nafni Kirshnik Khari Ball, var einn vinsælasti rappari heims um tíma. Takeoff var 28 ára gamall þegar hann lést. Hann var fæddur og uppalinn í Georgíu-ríki í Bandaríkjunum.

Hann var hluti af rappsveitinni Migos ásamt frændum sínum Quavo, Quavious Keyate Marshall, og Offset, Kiari Kendrell Cephus. Sömdu þeir nokkur af vinsælustu rapplögum sögunnar, til að mynda Bad and Boujee og Walk It Talk It sem hlusta má á í spilaranum hér fyrir ofan. 

Migos komu til Íslands árið 2017 og spiluðu í Laugardalshöll.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×