Segir Árna hafa áreitt fleiri stúlkur og þverbrotið siðareglur Sindri Sverrisson skrifar 1. nóvember 2022 08:01 Árni Eggert Harðarson var rekinn frá Haukum eftir að upp komst um að hann hefði sent stúlkum í öðrum félögum óviðeigandi skilaboð. VÍSIR/BÁRA Þjálfarinn Árni Eggert Harðarson þverbraut siðareglur íþróttahreyfingarinnar með samskiptum sínum við körfuboltastúlkur undir lögaldri. Samskiptin voru við fleiri stúlkur en hann hefur sjálfur látið uppi og átti hann ætíð sjálfur frumkvæðið að þeim. Þetta segir Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, og byggir á þeim upplýsingum sem sambandið hefur fengið vegna málsins. Árni Eggert var í október rekinn frá Haukum eftir að upp komst um það að hann hefði ítrekað sent ungum leikmönnum annarra félaga, 15-16 ára stúlkum, óviðeigandi skilaboð. Hann var einnig aðstoðarþjálfari U15-landsliðs drengja og U16-landsliðs stúlkna í sumar en mun ekki starfa frekar fyrir KKÍ. Árni játti því í samtali við Vísi í síðustu viku að óviðeigandi hefði verið að senda stúlkunum skilaboð en sagði þau ekki hafa verið klámfengin eða dónaleg. „Málið kemur fyrst inn á borð til okkar frá félagi þar sem grunur hafði vaknað um brot gagnvart stúlkum. Öll félögin sem koma að málinu hafa brugðist mjög vel við,“ segir Hannes í samtali við Vísi. Þjálfari eigi aldrei að vera í svona samskiptum við börn undir lögaldri Málið hafi farið inn á borð samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs sem og inn á borð barnaverndaryfirvalda og lögreglu. „Við í KKÍ erum í raun til hliðar í málinu af því að viðkomandi var ekki í vinnu hjá okkur þegar þetta kemur upp, þó að hann hafi verið aðstoðarþjálfari landsliða síðasta sumar. En við fylgjumst með og sendum málið til samskiptaráðgjafa og viðkomandi yfirvalda sem skoða málið. Við stöndum með þolendum og það er alveg ljóst að gerandinn í málinu þverbraut siðareglur íþróttahreyfingarinnar með framferði sínu. Þjálfari, eða nokkur annar, á aldrei að vera í svona samskiptum við sína iðkendur, börn undir lögaldri, eins og viðkomandi þjálfari gerði,“ segir Hannes. „Þurfum að styðja við þessa þolendur á allan máta sem hægt er“ Árni tjáði Vísi í síðustu viku að skilaboðin sem hann sendi stúlkunum hefðu snúist um körfubolta en einnig um nám og félagslíf þeirra. Hann sagði stúlkurnar fjórar en „mögulega fleiri“, og mismunandi væri hver hefði átt frumkvæðið. Hannes segir það rangt. „Það er alveg ljóst miðað við þær upplýsingar sem við höfum að gerandinn fór ansi frjálslega með sannleikann í þessu viðtali,“ segir Hannes. „Hann hefur verið í sambandi við fleiri stúlkur og það er hann sem að á frumkvæðið að þessum samskiptum. Við þurfum að styðja við þessa þolendur á allan máta sem hægt er. Þjálfari á aldrei að vera í svona samskiptum við börn undir 18 ára aldri. Forráðamenn barnanna eiga alltaf að vera með í samskiptum,“ segir Hannes. Mikilvægt að leitað sé til samskiptaráðgjafa Hann segist ekki hafa upplýsingar um það hvort að Árni hafi áður gerst sekur um brot, þegar hann starfaði hjá öðrum félögum. „Það er þó eitt af því sem verið er að skoða í málinu. Og ef að einhver telur að hann eða aðrir hafi brotið á sér þá hvetjum við viðkomandi til að hafa samband við samskiptaráðgjafa. Það skiptir miklu máli. Það er alveg ljóst að siðareglur voru margbrotnar í þessu máli og að þolendurnir í þessu öllu gerðu ekkert rangt. Og það er svo mikilvægt að ef að fleiri telja á sér brotið, sama í hvaða íþróttagrein eða hvar það er, að þau leiti til samskiptaráðgjafa eða þar til bærra yfirvalda,“ segir Hannes. Á heimasíðu samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs er hægt að tilkynna um áreiti eða einelti og fá leiðbeiningar eða aðstoð. Körfubolti Mest lesið Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira
Þetta segir Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, og byggir á þeim upplýsingum sem sambandið hefur fengið vegna málsins. Árni Eggert var í október rekinn frá Haukum eftir að upp komst um það að hann hefði ítrekað sent ungum leikmönnum annarra félaga, 15-16 ára stúlkum, óviðeigandi skilaboð. Hann var einnig aðstoðarþjálfari U15-landsliðs drengja og U16-landsliðs stúlkna í sumar en mun ekki starfa frekar fyrir KKÍ. Árni játti því í samtali við Vísi í síðustu viku að óviðeigandi hefði verið að senda stúlkunum skilaboð en sagði þau ekki hafa verið klámfengin eða dónaleg. „Málið kemur fyrst inn á borð til okkar frá félagi þar sem grunur hafði vaknað um brot gagnvart stúlkum. Öll félögin sem koma að málinu hafa brugðist mjög vel við,“ segir Hannes í samtali við Vísi. Þjálfari eigi aldrei að vera í svona samskiptum við börn undir lögaldri Málið hafi farið inn á borð samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs sem og inn á borð barnaverndaryfirvalda og lögreglu. „Við í KKÍ erum í raun til hliðar í málinu af því að viðkomandi var ekki í vinnu hjá okkur þegar þetta kemur upp, þó að hann hafi verið aðstoðarþjálfari landsliða síðasta sumar. En við fylgjumst með og sendum málið til samskiptaráðgjafa og viðkomandi yfirvalda sem skoða málið. Við stöndum með þolendum og það er alveg ljóst að gerandinn í málinu þverbraut siðareglur íþróttahreyfingarinnar með framferði sínu. Þjálfari, eða nokkur annar, á aldrei að vera í svona samskiptum við sína iðkendur, börn undir lögaldri, eins og viðkomandi þjálfari gerði,“ segir Hannes. „Þurfum að styðja við þessa þolendur á allan máta sem hægt er“ Árni tjáði Vísi í síðustu viku að skilaboðin sem hann sendi stúlkunum hefðu snúist um körfubolta en einnig um nám og félagslíf þeirra. Hann sagði stúlkurnar fjórar en „mögulega fleiri“, og mismunandi væri hver hefði átt frumkvæðið. Hannes segir það rangt. „Það er alveg ljóst miðað við þær upplýsingar sem við höfum að gerandinn fór ansi frjálslega með sannleikann í þessu viðtali,“ segir Hannes. „Hann hefur verið í sambandi við fleiri stúlkur og það er hann sem að á frumkvæðið að þessum samskiptum. Við þurfum að styðja við þessa þolendur á allan máta sem hægt er. Þjálfari á aldrei að vera í svona samskiptum við börn undir 18 ára aldri. Forráðamenn barnanna eiga alltaf að vera með í samskiptum,“ segir Hannes. Mikilvægt að leitað sé til samskiptaráðgjafa Hann segist ekki hafa upplýsingar um það hvort að Árni hafi áður gerst sekur um brot, þegar hann starfaði hjá öðrum félögum. „Það er þó eitt af því sem verið er að skoða í málinu. Og ef að einhver telur að hann eða aðrir hafi brotið á sér þá hvetjum við viðkomandi til að hafa samband við samskiptaráðgjafa. Það skiptir miklu máli. Það er alveg ljóst að siðareglur voru margbrotnar í þessu máli og að þolendurnir í þessu öllu gerðu ekkert rangt. Og það er svo mikilvægt að ef að fleiri telja á sér brotið, sama í hvaða íþróttagrein eða hvar það er, að þau leiti til samskiptaráðgjafa eða þar til bærra yfirvalda,“ segir Hannes. Á heimasíðu samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs er hægt að tilkynna um áreiti eða einelti og fá leiðbeiningar eða aðstoð.
Körfubolti Mest lesið Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira