Anníe Mist frábær á Rogue en „hefur ekki hugmynd“ hvað hún gerir á næsta ári Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. október 2022 08:01 Anníe Mist Þórisdóttir fagnar á verðlaunapallinum á Rogue Invitational mótinu í Texas í gær. Skjámynd/Youtube Íslenska CrossFit goðsögnin Anníe Mist Þórisdóttir keppti aftur sem einstaklingur á Rogue Invitational stórmótinu um helgina og sýndi frábæra frammistöðu sem skilaði henni á verðlaunapallinn. Anníe Mist keppti í liðakeppni á heimsleikunum í ár en fékk boð um að koma á Rogue Invitational sem fór fram í Texas fylki í Bandaríkjunum. Anníe sýndi heldur betur að hún er enn í hópi þeirra bestu í CrossFit heiminum og þótt að hún hafi ekki ráðið við hina frábæru Lauru Horvath frá Ungverjalandi þá tók hún silfurverðlaunin með sannfærandi hætti. View this post on Instagram A post shared by Rogue Invitational (@rogueinvitational) Þetta er annað árið í röð sem Anníe nær silfurverðlaunum á þessu móti en bæði mótin komu eftir að hún eignaðist dóttur sína sem er rétt rúmlega tveggja ára. Laura Horvath endaði með 760 stig og 55 stigum meira en Anníe Mist. Okkar kona fékk 705 stig og var því 36 stigum á undan þeim Emmu Lawson og Ellie Turner sem urðu í þriðja og fjórða sæti. Horvath vann meðal annars fjórar greinar í röð og var komin með öruggt forskot eftir það. Youtube Anníe var inn á topp tíu í níu af tíu greinum mótsins og enn fremur sjö sinnum meðal sjö hæstu. Anníe náði ekki að vinna grein en endaði einu sinni í öðru sæti. Björgvin Karl Guðmundsson tók þátt í karlakeppninni og endaði í sjötta sæti. Hann endaði með 620 stig, 70 stigum frá fimmta sætinu (Roman Khrennikov) og 115 stigum á eftir Justin Medeiros sem vann mótið. Medeiros endaði með fimmtán stigum meira en Chandler Smith og þriðji var síðan Jeffrey Adler. Anníe Mist var spurð um framhaldið hjá sér milli greina á mótinu en vildi ekki gefa neitt upp. „Ég hef ekki hugmynd um það hvað ég ætla að gera á næsta ári, hvort ég keppi sem einstaklingur eða í liðakeppninni aftur. Ég hef ekkert ákveðið enn þá. Ég get sagt að ég naut þess að keppa með liðinu mínu en núna var liðið heilt ár síðan ég keppti sem einstaklingur eða síðan var hér síðast á Rogue Invitational. Ég var svo spennt fyrir því að keppa aftur,“ sagði Anníe Mist Þórisdóttir í viðtali eftir áttundu grein mótsins. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) CrossFit Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Í beinni: Valur - FH | Stórleikur á Hlíðarenda Handbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sjá meira
Anníe Mist keppti í liðakeppni á heimsleikunum í ár en fékk boð um að koma á Rogue Invitational sem fór fram í Texas fylki í Bandaríkjunum. Anníe sýndi heldur betur að hún er enn í hópi þeirra bestu í CrossFit heiminum og þótt að hún hafi ekki ráðið við hina frábæru Lauru Horvath frá Ungverjalandi þá tók hún silfurverðlaunin með sannfærandi hætti. View this post on Instagram A post shared by Rogue Invitational (@rogueinvitational) Þetta er annað árið í röð sem Anníe nær silfurverðlaunum á þessu móti en bæði mótin komu eftir að hún eignaðist dóttur sína sem er rétt rúmlega tveggja ára. Laura Horvath endaði með 760 stig og 55 stigum meira en Anníe Mist. Okkar kona fékk 705 stig og var því 36 stigum á undan þeim Emmu Lawson og Ellie Turner sem urðu í þriðja og fjórða sæti. Horvath vann meðal annars fjórar greinar í röð og var komin með öruggt forskot eftir það. Youtube Anníe var inn á topp tíu í níu af tíu greinum mótsins og enn fremur sjö sinnum meðal sjö hæstu. Anníe náði ekki að vinna grein en endaði einu sinni í öðru sæti. Björgvin Karl Guðmundsson tók þátt í karlakeppninni og endaði í sjötta sæti. Hann endaði með 620 stig, 70 stigum frá fimmta sætinu (Roman Khrennikov) og 115 stigum á eftir Justin Medeiros sem vann mótið. Medeiros endaði með fimmtán stigum meira en Chandler Smith og þriðji var síðan Jeffrey Adler. Anníe Mist var spurð um framhaldið hjá sér milli greina á mótinu en vildi ekki gefa neitt upp. „Ég hef ekki hugmynd um það hvað ég ætla að gera á næsta ári, hvort ég keppi sem einstaklingur eða í liðakeppninni aftur. Ég hef ekkert ákveðið enn þá. Ég get sagt að ég naut þess að keppa með liðinu mínu en núna var liðið heilt ár síðan ég keppti sem einstaklingur eða síðan var hér síðast á Rogue Invitational. Ég var svo spennt fyrir því að keppa aftur,“ sagði Anníe Mist Þórisdóttir í viðtali eftir áttundu grein mótsins. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames)
CrossFit Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Í beinni: Valur - FH | Stórleikur á Hlíðarenda Handbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sjá meira