Körfubolti

Clippers sigraði Lakers í endurkomu Leonards

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kawhi Leonard fagnaði sigri í endurkomuleik sínum.
Kawhi Leonard fagnaði sigri í endurkomuleik sínum. epa/ETIENNE LAURENT

Kawhi Leonard sneri aftur eftir sextán mánaða fjarveru vegna meiðsla þegar Los Angeles Clippers sigraði Los Angeles Lakers í borgarslag, 97-103, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt.

Leonard spilaði 21 mínútu, skoraði fjórtán stig og tók sjö fráköst. Marcus Morris og Ivan Zubac skoruðu einnig fjórtán stig fyrir Clippers en Paul George og John Wall voru stigahæstir hjá liðinu með fimmtán stig hvor.

Lonnie Walker var óvænt stigahæstur hjá Lakers með 26 stig. Anthony Davis skoraði 25 stig og LeBron James tuttugu. Russell Westbrook skoraði bara tvö stig, bæði af vítalínunni. Hann klikkaði á öllum ellefu skotum sínum utan af velli. Lakers hefur tapað báðum leikjum sínum það sem af er tímabili.

Í hinum leik næturinnar vann Milwaukee Bucks Philadelphia 76ers naumlega, 88-90. Giannis Antetokounmpo var atkvæðamestur í liði Milwaukee með 21 stig, þrettán fráköst, átta stoðsendingar og þrjú varin skot. Brook Lopez skoraði sautján stig.

Hjá Sixers var James Harden bestur með 31 stig, átta fráköst og níu stoðsendingar. Tyrese Maxey og Joel Embiid skoruðu fimmtán stig hvor en sá síðarnefndi klikkaði á fimmtán af 21 skoti sínu í leiknum. Hann tók þó tólf fráköst.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×