Hvað er dauðakvíði? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar 17. október 2022 16:31 Það er eðlilegur hluti af mannlegri tilvist að hræðast dauðann upp að vissu marki enda hefur sá ótti stuðlað að afkomu mannsins. Hjá sumum verður þessi ótti hins vegar svo mikill og þrálátur að fólk fær ekki notið lífsins. Óttinn getur birst með mismunandi hætti; sumir velta því stöðugt fyrir sér hvað gerist eftir dauðann og hvernig það verði að vera ekki til, aðrir eru uppteknari af dauðaferlinu og enn aðrir óttast að missa sína nánustu eða hafa áhyggjur af afdrifum þeirra. Hjá sumum líkist dauðakvíðinn fælni þar sem fólk fer í mikið uppnám, og forðast eftir fremsta megni, allt sem minnir á dauðann. Dauðakvíði telst ekki til geðraskana en kemur við sögu í ýmsum kvíðavandamálum, meðal annars hjá sumum þeirra sem hræðast flug, slys og alvarlega sjúkdóma. Fólk verður minna hrætt við dauðann með auknum aldri, þótt það sé ekki einhlítt, enda hefur það þá oftar komist í tæri við dauðann í kringum sig. Almenn gætir feimni við dauðann á Vesturlöndum, þeir sem deyja eru huldir sjónum manna og lítið um dauðann rætt. Þetta hjálpar ekki til við það að venjast tilhugsuninni um dauðann. Hvernig má vinna á dauðakvíða? Þeir sem glíma við dauðakvíða reyna, eins og aðrir, að draga úr vanlíðan sinni. Oft er reynt að draga úr óvissunni með því að velta dauðanum mikið fyrir sér eða lesa sér til um málefnið sem tekur tíma og orku og eykur aðeins á kvíðann, þegar ekki er komist til botns í málinu. Aðrir vilja ekki heyra á dauðann minnst og forðast slíkar hugrenningar, sem tefur líka fyrir bata. Svo leita margir hughreystinga annarra sem slær aðeins á kvíðann til skamms tíma. Menn gera eitt og annað til að koma á í veg fyrir það versta, eins og að hugsa jákvætt og varast að storka örlögunum. Því miður skila þessar aðfarir aðeins tímabundnum létti og er því í meðferð við dauðakvíða hvatt til þess gagnstæða, að óhlýðnast „kvíðapúkanum.“ Æfa sig í því að þola við í óvissunni í stað þess að leita svara eða hughreystinga annarra, leyfa óþægilegum hugsunum að koma og gera þær jafnvel verri, sem og að sækja í aðstæður sem vekja upp kvíðann. Breski geðlæknirinn David Veale er einn þeirra sem fjallað hefur um fyrirbærið og er annar höfundur að sjálfshjálparbók á ensku um vandann. Eru þar tillögur að æfingum fyrir þá sem hræðast og forðast mjög dauðatengd málefni. Er meðal annars mælt með lestri minningargreina og bóka um dauðann, áhorfi á bíómyndir um málefnið og að hlustað á viðtöl við fólk sem mætir dauðanum af æðruleysi. Eins að hafa hluti hjá sér sem minna á dauða, svo sem hauskúpur, skrifa um eigin dauðdaga, skipuleggja útför sína, semja minningargrein, heimsækja kirkjugarða, og fyrir hina allra hörðustu, smíða sína eigin líkkistu. Þó fer það auðvitað eftir því hvernig landið liggur hjá hverjum og einum hvers konar æfingar „hitta í mark.“ Síðast en ekki síst er mikilvægt að vinna að innihaldsríku lífi í stað þess að eyða orkunni í það að reyna að fyrirbyggja hið óumflýjanlega. Höfundur er yfirsálfræðingur við Kvíðameðferðarstöðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Það er eðlilegur hluti af mannlegri tilvist að hræðast dauðann upp að vissu marki enda hefur sá ótti stuðlað að afkomu mannsins. Hjá sumum verður þessi ótti hins vegar svo mikill og þrálátur að fólk fær ekki notið lífsins. Óttinn getur birst með mismunandi hætti; sumir velta því stöðugt fyrir sér hvað gerist eftir dauðann og hvernig það verði að vera ekki til, aðrir eru uppteknari af dauðaferlinu og enn aðrir óttast að missa sína nánustu eða hafa áhyggjur af afdrifum þeirra. Hjá sumum líkist dauðakvíðinn fælni þar sem fólk fer í mikið uppnám, og forðast eftir fremsta megni, allt sem minnir á dauðann. Dauðakvíði telst ekki til geðraskana en kemur við sögu í ýmsum kvíðavandamálum, meðal annars hjá sumum þeirra sem hræðast flug, slys og alvarlega sjúkdóma. Fólk verður minna hrætt við dauðann með auknum aldri, þótt það sé ekki einhlítt, enda hefur það þá oftar komist í tæri við dauðann í kringum sig. Almenn gætir feimni við dauðann á Vesturlöndum, þeir sem deyja eru huldir sjónum manna og lítið um dauðann rætt. Þetta hjálpar ekki til við það að venjast tilhugsuninni um dauðann. Hvernig má vinna á dauðakvíða? Þeir sem glíma við dauðakvíða reyna, eins og aðrir, að draga úr vanlíðan sinni. Oft er reynt að draga úr óvissunni með því að velta dauðanum mikið fyrir sér eða lesa sér til um málefnið sem tekur tíma og orku og eykur aðeins á kvíðann, þegar ekki er komist til botns í málinu. Aðrir vilja ekki heyra á dauðann minnst og forðast slíkar hugrenningar, sem tefur líka fyrir bata. Svo leita margir hughreystinga annarra sem slær aðeins á kvíðann til skamms tíma. Menn gera eitt og annað til að koma á í veg fyrir það versta, eins og að hugsa jákvætt og varast að storka örlögunum. Því miður skila þessar aðfarir aðeins tímabundnum létti og er því í meðferð við dauðakvíða hvatt til þess gagnstæða, að óhlýðnast „kvíðapúkanum.“ Æfa sig í því að þola við í óvissunni í stað þess að leita svara eða hughreystinga annarra, leyfa óþægilegum hugsunum að koma og gera þær jafnvel verri, sem og að sækja í aðstæður sem vekja upp kvíðann. Breski geðlæknirinn David Veale er einn þeirra sem fjallað hefur um fyrirbærið og er annar höfundur að sjálfshjálparbók á ensku um vandann. Eru þar tillögur að æfingum fyrir þá sem hræðast og forðast mjög dauðatengd málefni. Er meðal annars mælt með lestri minningargreina og bóka um dauðann, áhorfi á bíómyndir um málefnið og að hlustað á viðtöl við fólk sem mætir dauðanum af æðruleysi. Eins að hafa hluti hjá sér sem minna á dauða, svo sem hauskúpur, skrifa um eigin dauðdaga, skipuleggja útför sína, semja minningargrein, heimsækja kirkjugarða, og fyrir hina allra hörðustu, smíða sína eigin líkkistu. Þó fer það auðvitað eftir því hvernig landið liggur hjá hverjum og einum hvers konar æfingar „hitta í mark.“ Síðast en ekki síst er mikilvægt að vinna að innihaldsríku lífi í stað þess að eyða orkunni í það að reyna að fyrirbyggja hið óumflýjanlega. Höfundur er yfirsálfræðingur við Kvíðameðferðarstöðina.
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun