Tölum út frá staðreyndum Helga Vala Helgadóttir skrifar 12. október 2022 08:00 Síðustu vikur hefur mikið verið fjallað um svokallaðan flóttamannavanda í íslensku samfélagi. Ýmsu hefur verið haldið fram, því miður ekki alltaf út frá staðreyndum og því er nauðsynlegt að draga fram nokkrar staðreyndir sem fengnar eru frá alþjóðlegum stofnunum og íslenskum stjórnvöldum. Samkvæmt Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna eru um 100 milljón manns á flótta í heiminum og hafa aldrei verið fleiri. Rúmlega sjö milljónir hafa nú flúið Úkraínu eftir innrás Rússa í febrúar sl. en til samanburðar er heildarfjöldi flóttafólks frá Sýrlandi frá 2011 nærri sjö milljónir. Móttaka og vernd fólks á flótta er þannig ekki séríslenskt verkefni heldur verkefni allrar heimsbyggðarinnar. En það er líka staðreynd að fólk vill helst setjast að sem næst heimahögum. Þannig flýja flestir frá Sýrlandi yfir til Tyrklands og Jórdaníu. Frá Venesúela fara langflestir til Kólumbíu og sama er með Úkraínu hvaðan flest fóru til Póllands og Þýskalands. Einhver gera þó tilraun til að flýja alla leið til Íslands. Á þessu ári hafa nærri 3000 manns óskað verndar á Íslandi, þar af um 1800 frá Úkraínu, 600 frá Venesúela og 130 frá Palestínu. Íslendingar taka þátt í að veita úkraínsku flóttafólki vernd og þarf ekki að fara í tímafreka rannsókn á högum hvers og eins heldur dugar þjóðernið til verndar. Kærunefnd útlendingamála kvað upp þann úrskurð fyrr á árinu að aðstæður í Venesúela væru ekki öruggar og veita bæri fólki þaðan vernd. Er sú niðurstaða í samræmi við leiðbeiningar Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna þar sem aðildarríki Flóttamannasamningsins eru hvött til þess að senda venesúelska ríkisborgara ekki aftur til heimalandsins. Þónokkuð hefur verið minnst á dönsku leiðina í umræðum síðustu daga sem og „hina séríslensku leið“. Má með réttu tala um hina sérdönsku leið, því á meðan aðrar Evrópuþjóðir hafa nærri 90% veitingarhlutfall verndar til sýrlensks flóttafólks hafa Danir valið að meta hluta Sýrlands sem öruggt svæði og endurnýja nú ekki dvalarleyfi Sýrlendinga sem jafnvel hafa dvalið í Danmörku frá barnsaldri, lokið þar skyldunámi og hafið háskólanám. Karlmenn á herskyldualdri fá sín leyfi þó endurnýjuð á meðan danska leiðin gerir ráð fyrir því að ungar konur og eldra fólk geti snúið til svokallaðra öruggra svæða innan Sýrlands. Einnig hefur verið fullyrt að Ísland, eitt ríkja veiti þeim sem hafa fengið vernd í Grikklandi, vernd hér á landi og að það sé hin séríslenska leið sem sligi kerfið. Svo er ekki, en einungis 3% þeirra sem sótt hafa um vernd hér á landi í ár hafa hlotið vernd í öðru ríki, þar á meðal Grikklandi. Lítill hluti þeirra fær hins vegar efnislega meðferð og vernd hér á landi. Hollensk stjórnvöld hafa hins vegar að undanförnu hætt endursendingum til Grikklands og á sama tíma hafa þýsk stjórnvöld samþykkt 9 af hverjum 10 umsóknum fólks sem þegar er með vernd í Grikklandi. Er þetta vegna slæmra aðstæðna flóttafólks í Grikklandi. Einnig hefur verið talað um að tímafrestir í lögum um útlendinga séu séríslenskir og leiði til að umsækjendur reyni að tefja ferlið. Slíkar fullyrðingar eiga heldur ekki við rök að styðjast en málsmeðferðartími hefur styst verulega hér á landi frá því sem áður var. Tilgangur er að veita stjórnvöldum aðhald og koma í veg fyrir að afgreiðsla umsókna tefjist úr hófi fram, umsækjendum til stórkostlegs vansa og með tilheyrandi kostnaði fyrir ríkissjóð. Sambærilegar reglur um tímafresti er að finna í Dyflinnarreglugerðinni sem stjórnvöld styðjast mikið við. Innviðir eru að ekki að sligast vegna flóttafólks heldur vegna verkefna sem ríkið leggur á sveitarfélög að sinna án þess að nauðsynlegt fjármagn fylgi. Þannig er það ekki eldra eða fötluðu fólki að kenna að gríðarlegur halli sé á rekstri sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk eða reksturs öldrunarheimila né er það fólki á flótta að kenna að stjórnvöld voru ekki tilbúin með nauðsynlega þjónustu fyrir fordæmalausan fjölda fólks á flótta. Það er á ábyrgð íslenska ríkisins að fjármagna þá þjónustu sem samið er um og þar hafa stjórnvöld ekki staðið sig. Í febrúar var ljóst að fordæmalaus fjölgun yrði á flóttafólki hér á landi en stjórnvöld drógu lappirnar í því að undirbúa innviði fyrir komu fólksins. Hér hefur verið farið yfir nokkrar staðreyndir máls. Á bakvið þessar tölur er svo venjulegt fólk eins og ég og þú. Fólk sem fæddist á einhverjum stað án þess að hafa óskað eftir því, fólk með allskonar langanir og þrár, menntun og starfsreynslu, fólk sem þráir frið og vernd fyrir sig og börnin sín og loks fólk sem langar mest af öllu að upplifa það einn dag að komast kannski aftur til heimalandsins. Við þurfum að sýna meiri mennsku og meiri mannúð. Þannig sýnum við að á Íslandi sé gott samfélag. Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Vala Helgadóttir Samfylkingin Flóttafólk á Íslandi Alþingi Mest lesið Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Síðustu vikur hefur mikið verið fjallað um svokallaðan flóttamannavanda í íslensku samfélagi. Ýmsu hefur verið haldið fram, því miður ekki alltaf út frá staðreyndum og því er nauðsynlegt að draga fram nokkrar staðreyndir sem fengnar eru frá alþjóðlegum stofnunum og íslenskum stjórnvöldum. Samkvæmt Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna eru um 100 milljón manns á flótta í heiminum og hafa aldrei verið fleiri. Rúmlega sjö milljónir hafa nú flúið Úkraínu eftir innrás Rússa í febrúar sl. en til samanburðar er heildarfjöldi flóttafólks frá Sýrlandi frá 2011 nærri sjö milljónir. Móttaka og vernd fólks á flótta er þannig ekki séríslenskt verkefni heldur verkefni allrar heimsbyggðarinnar. En það er líka staðreynd að fólk vill helst setjast að sem næst heimahögum. Þannig flýja flestir frá Sýrlandi yfir til Tyrklands og Jórdaníu. Frá Venesúela fara langflestir til Kólumbíu og sama er með Úkraínu hvaðan flest fóru til Póllands og Þýskalands. Einhver gera þó tilraun til að flýja alla leið til Íslands. Á þessu ári hafa nærri 3000 manns óskað verndar á Íslandi, þar af um 1800 frá Úkraínu, 600 frá Venesúela og 130 frá Palestínu. Íslendingar taka þátt í að veita úkraínsku flóttafólki vernd og þarf ekki að fara í tímafreka rannsókn á högum hvers og eins heldur dugar þjóðernið til verndar. Kærunefnd útlendingamála kvað upp þann úrskurð fyrr á árinu að aðstæður í Venesúela væru ekki öruggar og veita bæri fólki þaðan vernd. Er sú niðurstaða í samræmi við leiðbeiningar Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna þar sem aðildarríki Flóttamannasamningsins eru hvött til þess að senda venesúelska ríkisborgara ekki aftur til heimalandsins. Þónokkuð hefur verið minnst á dönsku leiðina í umræðum síðustu daga sem og „hina séríslensku leið“. Má með réttu tala um hina sérdönsku leið, því á meðan aðrar Evrópuþjóðir hafa nærri 90% veitingarhlutfall verndar til sýrlensks flóttafólks hafa Danir valið að meta hluta Sýrlands sem öruggt svæði og endurnýja nú ekki dvalarleyfi Sýrlendinga sem jafnvel hafa dvalið í Danmörku frá barnsaldri, lokið þar skyldunámi og hafið háskólanám. Karlmenn á herskyldualdri fá sín leyfi þó endurnýjuð á meðan danska leiðin gerir ráð fyrir því að ungar konur og eldra fólk geti snúið til svokallaðra öruggra svæða innan Sýrlands. Einnig hefur verið fullyrt að Ísland, eitt ríkja veiti þeim sem hafa fengið vernd í Grikklandi, vernd hér á landi og að það sé hin séríslenska leið sem sligi kerfið. Svo er ekki, en einungis 3% þeirra sem sótt hafa um vernd hér á landi í ár hafa hlotið vernd í öðru ríki, þar á meðal Grikklandi. Lítill hluti þeirra fær hins vegar efnislega meðferð og vernd hér á landi. Hollensk stjórnvöld hafa hins vegar að undanförnu hætt endursendingum til Grikklands og á sama tíma hafa þýsk stjórnvöld samþykkt 9 af hverjum 10 umsóknum fólks sem þegar er með vernd í Grikklandi. Er þetta vegna slæmra aðstæðna flóttafólks í Grikklandi. Einnig hefur verið talað um að tímafrestir í lögum um útlendinga séu séríslenskir og leiði til að umsækjendur reyni að tefja ferlið. Slíkar fullyrðingar eiga heldur ekki við rök að styðjast en málsmeðferðartími hefur styst verulega hér á landi frá því sem áður var. Tilgangur er að veita stjórnvöldum aðhald og koma í veg fyrir að afgreiðsla umsókna tefjist úr hófi fram, umsækjendum til stórkostlegs vansa og með tilheyrandi kostnaði fyrir ríkissjóð. Sambærilegar reglur um tímafresti er að finna í Dyflinnarreglugerðinni sem stjórnvöld styðjast mikið við. Innviðir eru að ekki að sligast vegna flóttafólks heldur vegna verkefna sem ríkið leggur á sveitarfélög að sinna án þess að nauðsynlegt fjármagn fylgi. Þannig er það ekki eldra eða fötluðu fólki að kenna að gríðarlegur halli sé á rekstri sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk eða reksturs öldrunarheimila né er það fólki á flótta að kenna að stjórnvöld voru ekki tilbúin með nauðsynlega þjónustu fyrir fordæmalausan fjölda fólks á flótta. Það er á ábyrgð íslenska ríkisins að fjármagna þá þjónustu sem samið er um og þar hafa stjórnvöld ekki staðið sig. Í febrúar var ljóst að fordæmalaus fjölgun yrði á flóttafólki hér á landi en stjórnvöld drógu lappirnar í því að undirbúa innviði fyrir komu fólksins. Hér hefur verið farið yfir nokkrar staðreyndir máls. Á bakvið þessar tölur er svo venjulegt fólk eins og ég og þú. Fólk sem fæddist á einhverjum stað án þess að hafa óskað eftir því, fólk með allskonar langanir og þrár, menntun og starfsreynslu, fólk sem þráir frið og vernd fyrir sig og börnin sín og loks fólk sem langar mest af öllu að upplifa það einn dag að komast kannski aftur til heimalandsins. Við þurfum að sýna meiri mennsku og meiri mannúð. Þannig sýnum við að á Íslandi sé gott samfélag. Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun