Þorsteinn Gauti: Frábært að ná að vinna Val Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. október 2022 22:01 Þorsteinn Gauti Hjálmsson skoraði tíu mörk fyrir Fram í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Þorsteinn Gauti Hjálmarsson, vinstri skytta Fram, átti stóran þátt í 37 – 34 sigri þeirra á Val í Úlfarsárdal í kvöld. Hann skoraði 10 mörk og var valinn maður leiksins í leikslok. Eðlilega var hann gríðarlega sáttur í viðtali eftir leik. „Það var frábært að ná að vinna Val. Við vorum slappir í síðasta leik og fórum yfir fullt af atriðum og náðum að laga það í dag. Það skilaði sigri.“ Að mati Þorsteins var það frábær sóknarleikur sem skóp sigurinn. Varnarleikurinn var ekki eins góður. „Sóknarleikurinn var heilsteyptari. Vörnin kannski ekkert svo góð, fengum á okkur 34 mörk. Flottur leikur heilt yfir, við vorum að fá framlag úr öllum hópnum. Kannski vorum við aðeins þolinmóðari og fjölbreyttari. Við vorum dálítið einhæfir, vorum að reyna gera þetta sjálfir,“ sagði hann og bætti við. „Við vorum fjölbreyttari í sókn og opnari fyrir fleiri valmöguleikum.“ Þorsteinn sagðist hafa hitt vel á markið í dag og bætti tölfræði sína. „Ég skýt alltaf mikið og í dag var ég bara að loksins að hitta. Ég var svekktur með sjálfan mig að vera með lélega tölfræði.“ Þorsteinn telur að meira flæði í sóknarleiknum hafi búið til fleiri og betri færi. Hann hrósaði einnig liðsfélaga sínum, línumanninum Marco Coric. „Já klárlega, við vorum að fá betri færi. Það voru fleiri hlutir að vinna með okkur í dag. Marko var líka með fleiri mörk í dag. Það er stígandi í þessu. Þetta er langt mót.“ Hann telur sigurinn gefa þeim meira sjálfstraust fyrir framhaldið. „Já klárlega. Núna kemur hlé á deildinni. Þá getum við haldið áfram okkar vegferð. Svo man ég ekki hvaða leikur er næstur. Fáum Einar þjálfara aftur í næsta leik. Það er skemmtilegt,“ sagði Þorsteinn að lokum. Olís-deild karla Fram Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Fram - Valur 37-34 | Framarar fyrstir til að leggja Val Eftir tap gegn Valsmönnum fyrir aðeins fimm dögum síðan urðu Framarar í kvöld fyrsta liðið á tímabilinu til að vinna sigur gegn Valsmönnum er liðin mættust í 5. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld, 37-34. 7. október 2022 21:02 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti „Þær eru með frábæran línumann“ Handbolti „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Sjá meira
„Það var frábært að ná að vinna Val. Við vorum slappir í síðasta leik og fórum yfir fullt af atriðum og náðum að laga það í dag. Það skilaði sigri.“ Að mati Þorsteins var það frábær sóknarleikur sem skóp sigurinn. Varnarleikurinn var ekki eins góður. „Sóknarleikurinn var heilsteyptari. Vörnin kannski ekkert svo góð, fengum á okkur 34 mörk. Flottur leikur heilt yfir, við vorum að fá framlag úr öllum hópnum. Kannski vorum við aðeins þolinmóðari og fjölbreyttari. Við vorum dálítið einhæfir, vorum að reyna gera þetta sjálfir,“ sagði hann og bætti við. „Við vorum fjölbreyttari í sókn og opnari fyrir fleiri valmöguleikum.“ Þorsteinn sagðist hafa hitt vel á markið í dag og bætti tölfræði sína. „Ég skýt alltaf mikið og í dag var ég bara að loksins að hitta. Ég var svekktur með sjálfan mig að vera með lélega tölfræði.“ Þorsteinn telur að meira flæði í sóknarleiknum hafi búið til fleiri og betri færi. Hann hrósaði einnig liðsfélaga sínum, línumanninum Marco Coric. „Já klárlega, við vorum að fá betri færi. Það voru fleiri hlutir að vinna með okkur í dag. Marko var líka með fleiri mörk í dag. Það er stígandi í þessu. Þetta er langt mót.“ Hann telur sigurinn gefa þeim meira sjálfstraust fyrir framhaldið. „Já klárlega. Núna kemur hlé á deildinni. Þá getum við haldið áfram okkar vegferð. Svo man ég ekki hvaða leikur er næstur. Fáum Einar þjálfara aftur í næsta leik. Það er skemmtilegt,“ sagði Þorsteinn að lokum.
Olís-deild karla Fram Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Fram - Valur 37-34 | Framarar fyrstir til að leggja Val Eftir tap gegn Valsmönnum fyrir aðeins fimm dögum síðan urðu Framarar í kvöld fyrsta liðið á tímabilinu til að vinna sigur gegn Valsmönnum er liðin mættust í 5. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld, 37-34. 7. október 2022 21:02 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti „Þær eru með frábæran línumann“ Handbolti „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Sjá meira
Leik lokið: Fram - Valur 37-34 | Framarar fyrstir til að leggja Val Eftir tap gegn Valsmönnum fyrir aðeins fimm dögum síðan urðu Framarar í kvöld fyrsta liðið á tímabilinu til að vinna sigur gegn Valsmönnum er liðin mættust í 5. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld, 37-34. 7. október 2022 21:02