Kapphlaupið um bestu körfuboltageimveru frá því í Space Jam Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. október 2022 09:01 Rúmlega 220 sentímetra vænghaf Victors Wembanyama gerir honum kleift að verja fjölda skota. getty/Steve Marcus Hver er franski körfuboltaunglingurinn sem öll liðin í NBA eru að míga í sig af spenningi yfir og LeBron James kallaði geimveru? Fyrir það fyrsta heitir hann Victor Wembanyama og er átján ára, fæddur 4. janúar 2004. Þá var LeBron á sínu fyrsta tímabili í NBA eftir að hafa verið valinn fyrstur í nýliðavalinu 2003. Þrátt fyrir tuttugu ára aldursmun spila þeir saman í deildinni á næsta ári. Ekkert bendir til þess að LeBron ætli að draga saman seglin og Wembanyama verður valinn fyrstur í nýliðavalinu. Það er 99,9 prósent öruggt. Eins og fleiri var LeBron dolfallinn eftir að hafa séð Wembanyama spila með franska liðinu Metropolitans 92 gegn úrvalsliði leikmanna úr G-deildinni, meðal annars Scoot Henderson sem yrði valinn fyrstur í nýliðavalinu í venjulegu árferði. G-deildarliðið vann 122-115 sigur en Wembanyama var á allra vörum eftir leikinn, meðal annars LeBrons. „Undanfarin ár hafa allir verið kallaðir einhyrningar en hann er meira eins og geimvera,“ sagði LeBron eftir að hafa séð Wembanyama spila á þriðjudaginn. Frakkinn skoraði 37 stig, hitti úr sjö af ellefu skotum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna og varði fimm skot. Frönsku miðherjarnir Rudy Gobert og Wembanyama stilltu sér upp eftir leik bandarísku ungstirnannna og Metropolitans 92.getty/Steve Marcus Það var kannski ekki svo vitlaust hjá LeBron að líkja Wembanyama við geimveru. Svona leikmaður hefur alla vega ekki sést áður á plánetunni jörð. Fyrir það fyrsta er Wembanyama risastór, eða 2,23 metrar á hæð, og með 2,4 metra vænghaf. Hæð hans hefur kannski aldrei komið jafn vel í ljós og þegar hann stóð við hlið annars fransks miðherja, Rudys Gobert, í gær. Gobert er enginn smásmíði, 2,16 metrar á hæð, en hann virkaði hreinlega lítill við hliðina á Wembanyama. En þrátt fyrir alla sentímetrana er hann mjög leikinn og minnir um margt á bakvörð í hreyfingum. Wembanyama getur líka skotið fyrir utan sem er ómetanlegt í körfubolta dagsins í dag. Það þótti byltingarkennt þegar stór maður á borð við Dirk Nowitzki gat skotið nánast hvaðan sem var af vellinum en aldrei hefur sést himnalengja sem er jafn skotviss og Wembanyama. Hann átti annan stórleik í fyrradag þegar Metropolitans 92 vann G-deildarliðið, 112-106. Wembanyama skoraði 36 stig, tók ellefu fráköst, fjórar stoðsendingar og varði fjögur skot. Eftir leikinn var hann spurður út í ummæli LeBrons um hann. „Það er auðvitað heiður að slíkur maður tali svona um mig en það breytir í raun engu. Ég hugsaði að þetta væri flott en ekkert meira. Ég verð að halda einbeitingu. Ég hef ekkert gert enn,“ sagði Wembanyama sem er af íþróttaættum. Faðir hans var langstökkvari og móðirin körfuboltakona og sjálfur æfði hann júdó á yngri árum og var markvörður í fótbolta. En það lá beinast við að velja körfuboltann og Wembanyama er í dag eftirsóttasti ungi leikmaður heims. Hann er nýgenginn í raðir franska úrvalsdeildarliðsins Metropolitans 92 og spilar með því í vetur. Tímabilið er samt bara æfingabúðir fyrir NBA. Eldri sonur LeBrons James er jafn gamall og Wembanyama.getty/Ronald Martinez Stóru verðlaunin í NBA í vetur er tvenns konar: Larry O'Brien bikarinn og svo fyrsti valréttur í nýliðavalinu. Og baráttan um þau síðarnefndu er ekki síður hörð þótt leiðin að þeim sé önnur. Á meðan góðu liðin reyna að vinna sem flesta leiki til að eiga möguleika á að verða NBA-meistari reyna lélegu liðin að tapa sem flestum til að auka líkurnar á að fá fyrsta valrétt í nýliðavalinu og geta þar með valið Wembanyama. Eins og staðan er fyrir tímabilið þykir Oklahoma City Thunder líklegast til að hreppa hnossið. Chet Holmgren, sem OKC valdi með öðrum valrétti í nýliðavalinu í sumar, er meiddur og spilar ekkert með í vetur sem eykur líkur Oklahoma-liðsins á að ná því göfuga markmiði að vera það lélegasta í NBA í vetur. San Antonio Spurs liðin hans Greggs Popovich hafa oftast barist um NBA-meistaratitilinn. Nú er stefnan hins vegar sett á að tapa sem flestum leikjum.getty/Thearon W. Henderson San Antonio Spurs, Indiana Pacers, Houston Rockets og Utah Jazz þykja einnig líkleg til óafreka í kjallara NBA-deildarinnar í vetur. Í einu kapítalíska ríki heims fylgja því nefnilega fríðindi að vera lélegur. Og þau hafa sjaldan eða aldrei verið jafn hagstæð og núna. Wembanyama hefur verið nefndur í sömu andrá og aðrir miðherjar sem öruggast þótti að velja í sögu nýliðavalsins, kappa á borð við Anthony Davis, Hakeem Olajuwon, Ralph Sampson og Patrick Ewing. Sá síðastnefndi var frábær háskólaleikmaður og átti stórgóðan feril í NBA þótt hann hafa aldrei orðið meistari. Space Jam var frumsýnd 1996 og naut mikilla vinsælda.getty/Evan Agostini Ewing lék einnig í Space Jam, tekjuhæstu körfuboltamynd allra tíma, þar sem óforskammaðar geimverur stela körfuboltahæfileikum hans Shawns Bradley (annar risavaxinn miðherji), Charles Barkley, Larrys Johnson og Muggsy Bouges. Wembanyama er þó ekki kvikmyndapersóna né geimvera heldur homo sapiens af holdi og blóði. En hann er einstakur og eftirsóttasti dansfélaginn á NBA-ballinu. NBA Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Sjá meira
Fyrir það fyrsta heitir hann Victor Wembanyama og er átján ára, fæddur 4. janúar 2004. Þá var LeBron á sínu fyrsta tímabili í NBA eftir að hafa verið valinn fyrstur í nýliðavalinu 2003. Þrátt fyrir tuttugu ára aldursmun spila þeir saman í deildinni á næsta ári. Ekkert bendir til þess að LeBron ætli að draga saman seglin og Wembanyama verður valinn fyrstur í nýliðavalinu. Það er 99,9 prósent öruggt. Eins og fleiri var LeBron dolfallinn eftir að hafa séð Wembanyama spila með franska liðinu Metropolitans 92 gegn úrvalsliði leikmanna úr G-deildinni, meðal annars Scoot Henderson sem yrði valinn fyrstur í nýliðavalinu í venjulegu árferði. G-deildarliðið vann 122-115 sigur en Wembanyama var á allra vörum eftir leikinn, meðal annars LeBrons. „Undanfarin ár hafa allir verið kallaðir einhyrningar en hann er meira eins og geimvera,“ sagði LeBron eftir að hafa séð Wembanyama spila á þriðjudaginn. Frakkinn skoraði 37 stig, hitti úr sjö af ellefu skotum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna og varði fimm skot. Frönsku miðherjarnir Rudy Gobert og Wembanyama stilltu sér upp eftir leik bandarísku ungstirnannna og Metropolitans 92.getty/Steve Marcus Það var kannski ekki svo vitlaust hjá LeBron að líkja Wembanyama við geimveru. Svona leikmaður hefur alla vega ekki sést áður á plánetunni jörð. Fyrir það fyrsta er Wembanyama risastór, eða 2,23 metrar á hæð, og með 2,4 metra vænghaf. Hæð hans hefur kannski aldrei komið jafn vel í ljós og þegar hann stóð við hlið annars fransks miðherja, Rudys Gobert, í gær. Gobert er enginn smásmíði, 2,16 metrar á hæð, en hann virkaði hreinlega lítill við hliðina á Wembanyama. En þrátt fyrir alla sentímetrana er hann mjög leikinn og minnir um margt á bakvörð í hreyfingum. Wembanyama getur líka skotið fyrir utan sem er ómetanlegt í körfubolta dagsins í dag. Það þótti byltingarkennt þegar stór maður á borð við Dirk Nowitzki gat skotið nánast hvaðan sem var af vellinum en aldrei hefur sést himnalengja sem er jafn skotviss og Wembanyama. Hann átti annan stórleik í fyrradag þegar Metropolitans 92 vann G-deildarliðið, 112-106. Wembanyama skoraði 36 stig, tók ellefu fráköst, fjórar stoðsendingar og varði fjögur skot. Eftir leikinn var hann spurður út í ummæli LeBrons um hann. „Það er auðvitað heiður að slíkur maður tali svona um mig en það breytir í raun engu. Ég hugsaði að þetta væri flott en ekkert meira. Ég verð að halda einbeitingu. Ég hef ekkert gert enn,“ sagði Wembanyama sem er af íþróttaættum. Faðir hans var langstökkvari og móðirin körfuboltakona og sjálfur æfði hann júdó á yngri árum og var markvörður í fótbolta. En það lá beinast við að velja körfuboltann og Wembanyama er í dag eftirsóttasti ungi leikmaður heims. Hann er nýgenginn í raðir franska úrvalsdeildarliðsins Metropolitans 92 og spilar með því í vetur. Tímabilið er samt bara æfingabúðir fyrir NBA. Eldri sonur LeBrons James er jafn gamall og Wembanyama.getty/Ronald Martinez Stóru verðlaunin í NBA í vetur er tvenns konar: Larry O'Brien bikarinn og svo fyrsti valréttur í nýliðavalinu. Og baráttan um þau síðarnefndu er ekki síður hörð þótt leiðin að þeim sé önnur. Á meðan góðu liðin reyna að vinna sem flesta leiki til að eiga möguleika á að verða NBA-meistari reyna lélegu liðin að tapa sem flestum til að auka líkurnar á að fá fyrsta valrétt í nýliðavalinu og geta þar með valið Wembanyama. Eins og staðan er fyrir tímabilið þykir Oklahoma City Thunder líklegast til að hreppa hnossið. Chet Holmgren, sem OKC valdi með öðrum valrétti í nýliðavalinu í sumar, er meiddur og spilar ekkert með í vetur sem eykur líkur Oklahoma-liðsins á að ná því göfuga markmiði að vera það lélegasta í NBA í vetur. San Antonio Spurs liðin hans Greggs Popovich hafa oftast barist um NBA-meistaratitilinn. Nú er stefnan hins vegar sett á að tapa sem flestum leikjum.getty/Thearon W. Henderson San Antonio Spurs, Indiana Pacers, Houston Rockets og Utah Jazz þykja einnig líkleg til óafreka í kjallara NBA-deildarinnar í vetur. Í einu kapítalíska ríki heims fylgja því nefnilega fríðindi að vera lélegur. Og þau hafa sjaldan eða aldrei verið jafn hagstæð og núna. Wembanyama hefur verið nefndur í sömu andrá og aðrir miðherjar sem öruggast þótti að velja í sögu nýliðavalsins, kappa á borð við Anthony Davis, Hakeem Olajuwon, Ralph Sampson og Patrick Ewing. Sá síðastnefndi var frábær háskólaleikmaður og átti stórgóðan feril í NBA þótt hann hafa aldrei orðið meistari. Space Jam var frumsýnd 1996 og naut mikilla vinsælda.getty/Evan Agostini Ewing lék einnig í Space Jam, tekjuhæstu körfuboltamynd allra tíma, þar sem óforskammaðar geimverur stela körfuboltahæfileikum hans Shawns Bradley (annar risavaxinn miðherji), Charles Barkley, Larrys Johnson og Muggsy Bouges. Wembanyama er þó ekki kvikmyndapersóna né geimvera heldur homo sapiens af holdi og blóði. En hann er einstakur og eftirsóttasti dansfélaginn á NBA-ballinu.
NBA Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Sjá meira