„Ég var ekki sáttur með þetta rauða spjald “ Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 30. september 2022 21:49 Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Hauka Vísir: Hulda Margrét „Ég er ánægðastur með það, úr því sem komið var, að við náum að snúa þessu við með því að fara í framliggjandi vörn og vorum agaðir og með smá trikki frá Binna í horninu að ná að jafna leikinn,“ sagði Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Hauka, eftir jafntefli á móti Stjörnunni í kvöld. Haukar voru tveimur mörkum undir þegar tæplega fimm mínútur voru til leiksloka en tókst, með klókinum að jafna leikinn, 29-29. „Ég er ánægðastur með síðustu vörnina, hvernig hún hélt, að menn voru ekkert að veigrast við að taka ábyrgð og Stefán Huldar náttúrulega frábær í markinu, annan leikinn í röð.“ „Sóknarleikurinn var góður í fyrri, það kom mjög mikið hikst á hann í seinni. Maður hefði mátt skipta meira, svona eftiráhyggja en mér fannst við eiga hægri vænginn inni sóknarlega. Adam kom sterkur inn, mátti vera meira en þetta hugsar maður alltaf þegar maður fær ekki bæði stigin. Ég er ánægður með útkomuna úr því sem komið var. Ég var ekki sáttur með þetta rauða spjald og víti miðað við hvernig þetta var kynnt fyrir okkur. Ef boltinn breytir ekki um stefnu á þetta að vera bara mark og það skiptir máli finnst mér.“ Þegar um stundarfjórðungur var eftir fengu Haukarnir víti og Stefán Rafn fór á punktinn gegn Arnóri Frey Stefánsyni. Það gekk ekki betur en svo að boltinn fór í höfuðið á Arnóri sem lá óvígur eftir og uppskar Stefán rautt spjald. „Boltinn fer í höfðið á honum, á hliðina en boltinn breytir ekki um stefnu. Boltinn er tekinn frá hægri til vinstri. Ég hefði allavega viljað að þeir hefðu kíkt á þetta í sjónvarpi fyrst að allir eru hérna á staðnum og allt er í boði. Ef þeir höfðu sömu skoðun þá er ekkert við því að segja en ég hefði viljað að þeir hefðu skorað VAR-ið.“ Haukar fá Aftureldingu í heimsókn í næstu umferð og vill Rúnar að þeir stækki góðu kaflana og spili fjölbreyttari sóknarleik. „Við þurfum að stækka góðu kaflana. Við byrjuðum leikinn ekkert sérstaklega vel. Við spiluðum fanta varnarleik á tímabili. Stefán er náttúrulega að koma inn eftir margra vikna pásu og það þarf aðeins að ná honum í betra form. Sóknarleikurinn má vera aðeins fjölbreyttari fyrir minn smekk en þetta er allt í lagi og þetta er allt á réttri leið.“ Haukar Olís-deild karla Handbolti Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Haukar 29-29 | Garðbæingar köstuðu sigrinum frá sér Stjarnan og Haukar skiptu stigunum á milli sín er liðin gerði 29-29 jafntefli í lokaleik 4. umferðar Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Heimamenn voru með þetta hendi sér þegar skammt var eftir af leiknum, en köstuðu sigrinum frá sér. 30. september 2022 23:10 Mest lesið Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Pökkuð höll og allt undir Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Sjá meira
„Ég er ánægðastur með síðustu vörnina, hvernig hún hélt, að menn voru ekkert að veigrast við að taka ábyrgð og Stefán Huldar náttúrulega frábær í markinu, annan leikinn í röð.“ „Sóknarleikurinn var góður í fyrri, það kom mjög mikið hikst á hann í seinni. Maður hefði mátt skipta meira, svona eftiráhyggja en mér fannst við eiga hægri vænginn inni sóknarlega. Adam kom sterkur inn, mátti vera meira en þetta hugsar maður alltaf þegar maður fær ekki bæði stigin. Ég er ánægður með útkomuna úr því sem komið var. Ég var ekki sáttur með þetta rauða spjald og víti miðað við hvernig þetta var kynnt fyrir okkur. Ef boltinn breytir ekki um stefnu á þetta að vera bara mark og það skiptir máli finnst mér.“ Þegar um stundarfjórðungur var eftir fengu Haukarnir víti og Stefán Rafn fór á punktinn gegn Arnóri Frey Stefánsyni. Það gekk ekki betur en svo að boltinn fór í höfuðið á Arnóri sem lá óvígur eftir og uppskar Stefán rautt spjald. „Boltinn fer í höfðið á honum, á hliðina en boltinn breytir ekki um stefnu. Boltinn er tekinn frá hægri til vinstri. Ég hefði allavega viljað að þeir hefðu kíkt á þetta í sjónvarpi fyrst að allir eru hérna á staðnum og allt er í boði. Ef þeir höfðu sömu skoðun þá er ekkert við því að segja en ég hefði viljað að þeir hefðu skorað VAR-ið.“ Haukar fá Aftureldingu í heimsókn í næstu umferð og vill Rúnar að þeir stækki góðu kaflana og spili fjölbreyttari sóknarleik. „Við þurfum að stækka góðu kaflana. Við byrjuðum leikinn ekkert sérstaklega vel. Við spiluðum fanta varnarleik á tímabili. Stefán er náttúrulega að koma inn eftir margra vikna pásu og það þarf aðeins að ná honum í betra form. Sóknarleikurinn má vera aðeins fjölbreyttari fyrir minn smekk en þetta er allt í lagi og þetta er allt á réttri leið.“
Haukar Olís-deild karla Handbolti Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Haukar 29-29 | Garðbæingar köstuðu sigrinum frá sér Stjarnan og Haukar skiptu stigunum á milli sín er liðin gerði 29-29 jafntefli í lokaleik 4. umferðar Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Heimamenn voru með þetta hendi sér þegar skammt var eftir af leiknum, en köstuðu sigrinum frá sér. 30. september 2022 23:10 Mest lesið Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Pökkuð höll og allt undir Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Haukar 29-29 | Garðbæingar köstuðu sigrinum frá sér Stjarnan og Haukar skiptu stigunum á milli sín er liðin gerði 29-29 jafntefli í lokaleik 4. umferðar Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Heimamenn voru með þetta hendi sér þegar skammt var eftir af leiknum, en köstuðu sigrinum frá sér. 30. september 2022 23:10
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita