„Tvær lélegar sóknir hjá sitthvoru liðinu sem skilaði jafntefli“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. september 2022 21:10 Einar Sverrisson skoraði tíu mörk fyrir Selfyssinga í kvöld og braut um leið þúsund marka múrinn fyrir félagið. mynd/selfoss Einar Sverrisson, leikmaður Selfoss, átti stórleik þegar liðið gerði jafntefli gegn ÍBV í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 31-31. Einar skoraði tíu mörk fyrir Selfyssinga og hans fjórða mark í leiknum var hans þúsundasta fyrir félagið í opinberum keppnisleikjum. „Eigum við ekki að segja að þetta séu blendnar tilfinningar? Ég er gríðarlega ánægður að vera kominn í þessi þúsund mörk. Það var ákveðið markmið fyrir veturinn þó að það hafi svo sem legið ljóst fyrir að ef maður hefði getað eitthvað þá færi maður alltaf í þúsund. En það er gaman að gera það hér og gaman að fá viðurkenningu fyrir það,“ sagði Einar eftir jafntefli kvöldsins. „En við vorum aðeins klaufar að klára ekki leikinn. Það var það sem var aðalatriðið í kvöld, að reyna að taka tvö stig. En þetta var ekki alveg nógu vel ígrunduð lokasókn hjá okkur og svo var það sama hjá þeim. Tvær lélegar sóknir hjá sitthvoru liðinu sem skilaði jafntefli.“ Leikurinn var gríðarlega jafn í kvöld og munurinn á liðunum varð aldrei meiri en tvö mörk. Einar segir það nokkuð viðbúið þegar þessi lið mætist að leikirnir verði jafnir, en hann þekkir það vel að spila með ÍBV. „Ég þekki náttúrulega vel til Vestmannaeyingana, allavega þeirra fáu sem eru eftir síðan ég var þarna. Mér líkar alltaf vel að spila við þá og þetta eru alltaf svona skemmtilegri leikir fyrir mig og kannski líka fyrir fólkið. Suðurlandsslagur og ég held að þetta hafi verið áhugaverður leikur að horfa á. Þetta var góð skemmtun en því miður hefði ég viljað taka tvö stig.“ Að lokum var Einar spurður að því hvort að hann sæi fyrir sér að bæta við þúsund mörkum í viðbót, enda enn aðeins þrítugur að aldri og nóg eftir af ferlinum. Hann var þó harður á því að það myndi ekki gerast. „Nei, það held ég ekki,“ sagði Einar og hló. Olís-deild karla Handbolti UMF Selfoss Tengdar fréttir Umfjöllun: Selfoss - ÍBV 31-31 | Jafnt í háspennuleik í Suðurlandsslagnum Selfoss og ÍBV gerðu 31-31 jafntefli er liðin mættust í háspennuleik í fjórðu umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. 29. september 2022 20:53 Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Fleiri fréttir Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Sjá meira
„Eigum við ekki að segja að þetta séu blendnar tilfinningar? Ég er gríðarlega ánægður að vera kominn í þessi þúsund mörk. Það var ákveðið markmið fyrir veturinn þó að það hafi svo sem legið ljóst fyrir að ef maður hefði getað eitthvað þá færi maður alltaf í þúsund. En það er gaman að gera það hér og gaman að fá viðurkenningu fyrir það,“ sagði Einar eftir jafntefli kvöldsins. „En við vorum aðeins klaufar að klára ekki leikinn. Það var það sem var aðalatriðið í kvöld, að reyna að taka tvö stig. En þetta var ekki alveg nógu vel ígrunduð lokasókn hjá okkur og svo var það sama hjá þeim. Tvær lélegar sóknir hjá sitthvoru liðinu sem skilaði jafntefli.“ Leikurinn var gríðarlega jafn í kvöld og munurinn á liðunum varð aldrei meiri en tvö mörk. Einar segir það nokkuð viðbúið þegar þessi lið mætist að leikirnir verði jafnir, en hann þekkir það vel að spila með ÍBV. „Ég þekki náttúrulega vel til Vestmannaeyingana, allavega þeirra fáu sem eru eftir síðan ég var þarna. Mér líkar alltaf vel að spila við þá og þetta eru alltaf svona skemmtilegri leikir fyrir mig og kannski líka fyrir fólkið. Suðurlandsslagur og ég held að þetta hafi verið áhugaverður leikur að horfa á. Þetta var góð skemmtun en því miður hefði ég viljað taka tvö stig.“ Að lokum var Einar spurður að því hvort að hann sæi fyrir sér að bæta við þúsund mörkum í viðbót, enda enn aðeins þrítugur að aldri og nóg eftir af ferlinum. Hann var þó harður á því að það myndi ekki gerast. „Nei, það held ég ekki,“ sagði Einar og hló.
Olís-deild karla Handbolti UMF Selfoss Tengdar fréttir Umfjöllun: Selfoss - ÍBV 31-31 | Jafnt í háspennuleik í Suðurlandsslagnum Selfoss og ÍBV gerðu 31-31 jafntefli er liðin mættust í háspennuleik í fjórðu umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. 29. september 2022 20:53 Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Fleiri fréttir Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Sjá meira
Umfjöllun: Selfoss - ÍBV 31-31 | Jafnt í háspennuleik í Suðurlandsslagnum Selfoss og ÍBV gerðu 31-31 jafntefli er liðin mættust í háspennuleik í fjórðu umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. 29. september 2022 20:53