Vilja rafrænt kerfi til að fylgjast með slæmri birgðastöðu lyfja Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. september 2022 21:01 Rúna Hauksdóttir forstjóri Lyfjastofnunar segir stöðuna áhyggjuefni. Vísir/Vilhelm Forstjóri Lyfjastofnunar segir áhyggjuefni að aðeins mánaðarbirgðir séu af almennum lyfjum hjá birgjum í landinu. Koma þurfi upp rafrænu kerfi til að fylgjast með birgðastöðu hverju sinni. Starfshópur á vegum forsætisráðuneytisins birti í gær skýrslu um neyðarbirgðir í landinu. Fram kemur í skýrslunni að aðeins séu til mánaðarbirgðir af almennum lyfjum og tveggja mánaða birgðir af samningsbundnum lyfjum hjá birgjum í landinu. „Þetta er auðvitað hlutur sem EES-löndin hafa áhyggjur af og þess vegna hafa þau lagt áherslu á að það sé komið upp neyðarlista eða lista yfir neyðarlyf og magni í hverju landi fyrir sig. Það er það sem er að gerast hér á Íslandi, hjá okkur og í samráði við Landspítalann og Embætti landlæknis. En þetta er áhyggjuefni hjá okkur eins og öllum EES löndunum,“ segir Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar. Íslendingar þurfa nú að stórum hluta að reiða sig á innflutning lyfja frá Evrópu en framleiðsla evrópskra lyfja hefur í auknum mæli færst til Indlands og Kína. Það setur því íslenskan lyfjamarkað í viðkvæma stöðu, sérstaklega þar sem hann er skilgreindur sem örmarkaður. „Landið getur ekki framleitt öll lyf, það er alveg ljóst. Það er hér lyfjaframleiðsla í landinu en þú hins vegar grípur ekki alveg strax í það. Það þurfa náttúrulega að vera til hráefni, það þarf þekkingu og búnað en við getum ekki framleitt öll lyf hér,“ segir Rúna. „Það er lyfjaframleiðsla í landinu sem er hægt að grípa til en það er í mesta lagi í töfluformi.“ Eitt af mikilvægustu atriðunum sé að koma upp rafrænu kerfi þar se hægt sé að fylgjast með birgðastöðu í landinu hverju sinni. „Það sem væru kjöraðstæður væri að hverju sinni myndum við hafa rafrænt yfirlit yfir birgðastöðu í landinu þegar kæmi upp neyð. Það höfum við ekki og svo er mikilvægt að við höfum heimildir til að stýra birgðahaldinu svo verði jöfn birgðadreifing í landinu.“ Skoða má skýrslu um neyðarbirgðir í skjalinu hér að neðan. Tengd skjöl Skýrsla_starfshóps_um_neyðarbirgðir_18_-08PDF12.9MBSækja skjal Lyf Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Starfshópur á vegum forsætisráðuneytisins birti í gær skýrslu um neyðarbirgðir í landinu. Fram kemur í skýrslunni að aðeins séu til mánaðarbirgðir af almennum lyfjum og tveggja mánaða birgðir af samningsbundnum lyfjum hjá birgjum í landinu. „Þetta er auðvitað hlutur sem EES-löndin hafa áhyggjur af og þess vegna hafa þau lagt áherslu á að það sé komið upp neyðarlista eða lista yfir neyðarlyf og magni í hverju landi fyrir sig. Það er það sem er að gerast hér á Íslandi, hjá okkur og í samráði við Landspítalann og Embætti landlæknis. En þetta er áhyggjuefni hjá okkur eins og öllum EES löndunum,“ segir Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar. Íslendingar þurfa nú að stórum hluta að reiða sig á innflutning lyfja frá Evrópu en framleiðsla evrópskra lyfja hefur í auknum mæli færst til Indlands og Kína. Það setur því íslenskan lyfjamarkað í viðkvæma stöðu, sérstaklega þar sem hann er skilgreindur sem örmarkaður. „Landið getur ekki framleitt öll lyf, það er alveg ljóst. Það er hér lyfjaframleiðsla í landinu en þú hins vegar grípur ekki alveg strax í það. Það þurfa náttúrulega að vera til hráefni, það þarf þekkingu og búnað en við getum ekki framleitt öll lyf hér,“ segir Rúna. „Það er lyfjaframleiðsla í landinu sem er hægt að grípa til en það er í mesta lagi í töfluformi.“ Eitt af mikilvægustu atriðunum sé að koma upp rafrænu kerfi þar se hægt sé að fylgjast með birgðastöðu í landinu hverju sinni. „Það sem væru kjöraðstæður væri að hverju sinni myndum við hafa rafrænt yfirlit yfir birgðastöðu í landinu þegar kæmi upp neyð. Það höfum við ekki og svo er mikilvægt að við höfum heimildir til að stýra birgðahaldinu svo verði jöfn birgðadreifing í landinu.“ Skoða má skýrslu um neyðarbirgðir í skjalinu hér að neðan. Tengd skjöl Skýrsla_starfshóps_um_neyðarbirgðir_18_-08PDF12.9MBSækja skjal
Lyf Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira