Innlent

Dular­fullt lambs­dráp í Skorra­dal

Jakob Bjarnar skrifar
Lambið var illa útleikið eftir að byssukúla hafði farið í gegnum höfuð þess.
Lambið var illa útleikið eftir að byssukúla hafði farið í gegnum höfuð þess. skjáskot

Refaskytta í Borgarnesi birti myndskeið af sundurskotinni kind á Facebooksíðu sinni. Fyrir liggur að einhver hefur beint riffli sínum að kindinni og skotið hana.

Lambshræið fannst við Vatnsenda í Skorradal og það er illa leikið, eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði.

Refaskyttan sem fann hræið vill ekki tjá sig um málið enda eru málsatvik óljós. Það yrðu þá aldrei annað en vangaveltur. Lögreglan kom á vettvang og skoðaði vegsummerki. Ljóst er að skotið hefur verið af riffli og kúlan farið í gegnum höfuð skepnunnar. 

Ekkert liggur fyrir um hver var þarna að verki, hvort um hafi verið að ræða einhvers konar slysa- eða voðaskot, þá jafnvel í myrkri eða hreinlega að einhver hafi verið að gera sér það að leik að drepa lambið.

Sá sem kom að hræinu hélt fyrst að þarna hefði stór hundur verið að verki. Þegar betur var að gáð leyndi sér ekki hvað hafði átt sér stað. Flísar úr kjálka dýrsins voru um alla brekku ofan við lambið; kúlugat inn um vinstri kjálka og svo vantar allt hinum megin.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.