„Við erum að tala um ekki bara hundruð milljarða heldur þúsundir milljarða“ Snorri Másson skrifar 29. september 2022 08:00 Bergi Ebba Benediktssyni rithöfundi og fyrirlesara er margt til lista lagt; hið nýjasta er að vera sérlegur áhugamaður um lífeyrissjóði. Bergur segir í viðtali við Ísland í dag að hann hafi áhyggjur af „ídentítet“-leysi lífeyrissjóða, enda séu þeir á meðal mikilvægari stofnana í okkar samfélagi. „Við lítum á þetta bara 100% eins og einhverja banka, það eigi bara að vera fólk sem sinnir þessum málum, helst bara einhver grá jakkaföt og við vitum varla hvað lífeyrissjóðirnir heita sem við greiðum í. Mér finnst það ekki vera rétt af því að lífeyrissjóðir hafa möguleika á að vera mjög lýðræðislegar stofnanir eða fyrirtæki eftir atvikum,“ segir Bergur. Fólk á að hafa skoðun á því í hvaða lífeyrissjóð það greiðir, segir Bergur Ebbi Benediktsson.Vísir Í innslaginu hér að ofan er fjallað um lífeyrismál í víðum skilningi og rætt við fólk á förnum vegi um málið. Viðtal við Berg hefst á níundu mínútu. Bergur Ebbi hefur um nokkurra ára verið varamaður í stjórnum lífeyrissjóða; nú í stjórn Lífsverks eftir að hafa tekið sæti þar fyrst árið 2019. Bergur segir að lífeyriskerfið í núverandi mynd sé tiltölulega nýtilkomið og að eðlilegt sé að fólk sé ekki farið að treysta sér alveg til að sjá fyrir sér ávinning þess til lengri tíma. Það eigi þó bjarta framtíð. Það sé ekki fjarri lagi að halda því fram lífeyrismál séu málaflokkur fyrir nörda, en hins vegar „má líka líta á þetta þannig að þetta sé málaflokkur þar sem hagsmunirnir eru hvað allra mestir og við erum að tala ekki bara um hundruð milljarða heldur þúsundir milljarða í stóra samhenginu. Og sumir hafa áhuga á því.“ Bergur segir lífeyrissjóðina hafa mikil áhrif á það hvert við stefnum sem þjóð, enda séu þar teknar ákvarðanir um meiri háttar fjárfestingar í verkefnum og fyrirtækjum. Það sé öllum í hag að það lukkist. „Ef allt fer samkvæmt áætlun munu þessir lífeyrissjóðir standa undir því að halda uppi lífsgæðum okkar eftir að við hættum að vinna,“ segir Bergur. Lífeyrissjóðir Fjármál heimilisins Ísland í dag Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Sjá meira
„Við lítum á þetta bara 100% eins og einhverja banka, það eigi bara að vera fólk sem sinnir þessum málum, helst bara einhver grá jakkaföt og við vitum varla hvað lífeyrissjóðirnir heita sem við greiðum í. Mér finnst það ekki vera rétt af því að lífeyrissjóðir hafa möguleika á að vera mjög lýðræðislegar stofnanir eða fyrirtæki eftir atvikum,“ segir Bergur. Fólk á að hafa skoðun á því í hvaða lífeyrissjóð það greiðir, segir Bergur Ebbi Benediktsson.Vísir Í innslaginu hér að ofan er fjallað um lífeyrismál í víðum skilningi og rætt við fólk á förnum vegi um málið. Viðtal við Berg hefst á níundu mínútu. Bergur Ebbi hefur um nokkurra ára verið varamaður í stjórnum lífeyrissjóða; nú í stjórn Lífsverks eftir að hafa tekið sæti þar fyrst árið 2019. Bergur segir að lífeyriskerfið í núverandi mynd sé tiltölulega nýtilkomið og að eðlilegt sé að fólk sé ekki farið að treysta sér alveg til að sjá fyrir sér ávinning þess til lengri tíma. Það eigi þó bjarta framtíð. Það sé ekki fjarri lagi að halda því fram lífeyrismál séu málaflokkur fyrir nörda, en hins vegar „má líka líta á þetta þannig að þetta sé málaflokkur þar sem hagsmunirnir eru hvað allra mestir og við erum að tala ekki bara um hundruð milljarða heldur þúsundir milljarða í stóra samhenginu. Og sumir hafa áhuga á því.“ Bergur segir lífeyrissjóðina hafa mikil áhrif á það hvert við stefnum sem þjóð, enda séu þar teknar ákvarðanir um meiri háttar fjárfestingar í verkefnum og fyrirtækjum. Það sé öllum í hag að það lukkist. „Ef allt fer samkvæmt áætlun munu þessir lífeyrissjóðir standa undir því að halda uppi lífsgæðum okkar eftir að við hættum að vinna,“ segir Bergur.
Lífeyrissjóðir Fjármál heimilisins Ísland í dag Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Sjá meira