Sakaður um að láta óæskileg ummæli falla um samstarfskonu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. september 2022 07:00 Ime Udoka á hliðarlínunni á síðustu leiktíð. Eric Espada/Getty Images Ime Udoka, þjálfari Boston Celtics í NBA-deildinni í körfubolta, mun ekki stýra liðinu á komandi tímabili eftir að upp komst um framhjáhald hans með samstarfskonu sinni hjá félaginu. Nú hefur komið í ljós ummæli hans í garð annarrar samstarfskonu voru kveikjan að rannsókn Celtics á hegðun þjálfarans. Á fimmtudag greindi Vísir frá því að Ime Udoka hefði verið dæmdur í ársbann af félaginu fyrir samband við samstarfskonu. Um var að ræða framhjáhald þar sem Udoka er giftur maður. Hann hefur beðist afsökunar á framferði sínu: „Ég vil biðja leikmenn, stuðningsmenn og alla í Boston Celtics og fjölskyldu mína afsökunar á að hafa brugðist þeim. Ég er miður mín að hafa sett liðið í þessa erfiðu stöðu og uni ákvörðun þess. Af virðingu við alla hlutaðeigandi ætla ég ekki að tjá mig frekar.“ Udoka náði frábærum árangri á síðustu leiktíð en það var hans fyrsta sem aðalþjálfari Boston Celtics. Liðið fór alla leið í úrslit þar sem það beið lægri hlut gegn Stephen Curry og félögum í Golden State Warriors. Sem stendur er framtíð hans óráðin þar sem forráðamenn félagsins segjast ætla að taka ákvörðun um hana þegar fram líða stundir. Þangað til mun Joe Mazzulla, aðstoðarmaður Udoka, stýra liðinu. Það eru ekki allir sáttir með ákvörðun Celtics og hefur hinn stóryrti Stephen A. Smith - sem starfar meðal annars fyrir ESPN - sagt að ákvörðunin sé „kjaftæði.“ Málið heldur hins vegar áfram að vinda upp á sig og nú hefur komið í ljós að Udoka hafði látið óæskileg ummæli falla í garð samstarfskonu sinnar, þó ekki þeirrar sem hann svaf hjá. Fyrrnefnda konan, ekki hjásvæfan, lét forráðamenn félagsins vita af hegðun þjálfarans og í kjölfarið fór af stað óháð rannsókn á hegðun hans. Í ljós kom að ásamt því að láta óæskileg ummæli falla um téða samstarfskonu þá væri hann að sofa hjá annarri. Í kjölfarið var hann svo dæmdur í ársbann og er alls óvíst hvort hann þjálfi áfram hjá félaginu. Brad Stevens, fyrrverandi þjálfari Boston Celtics og núverandi yfirmaður körfuknattleiksmála hjá félaginu, hefur gefið út yfirlýsingu þess efnis að Celtics standi við bakið á báðum konum sem og öllum þeim konum sem vinna fyrir félagið. Körfubolti NBA Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Ómar Ingi og Gísli Þorgeir markahæstir í tapi Handbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Chelsea mætir Real Betis Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Sjá meira
Á fimmtudag greindi Vísir frá því að Ime Udoka hefði verið dæmdur í ársbann af félaginu fyrir samband við samstarfskonu. Um var að ræða framhjáhald þar sem Udoka er giftur maður. Hann hefur beðist afsökunar á framferði sínu: „Ég vil biðja leikmenn, stuðningsmenn og alla í Boston Celtics og fjölskyldu mína afsökunar á að hafa brugðist þeim. Ég er miður mín að hafa sett liðið í þessa erfiðu stöðu og uni ákvörðun þess. Af virðingu við alla hlutaðeigandi ætla ég ekki að tjá mig frekar.“ Udoka náði frábærum árangri á síðustu leiktíð en það var hans fyrsta sem aðalþjálfari Boston Celtics. Liðið fór alla leið í úrslit þar sem það beið lægri hlut gegn Stephen Curry og félögum í Golden State Warriors. Sem stendur er framtíð hans óráðin þar sem forráðamenn félagsins segjast ætla að taka ákvörðun um hana þegar fram líða stundir. Þangað til mun Joe Mazzulla, aðstoðarmaður Udoka, stýra liðinu. Það eru ekki allir sáttir með ákvörðun Celtics og hefur hinn stóryrti Stephen A. Smith - sem starfar meðal annars fyrir ESPN - sagt að ákvörðunin sé „kjaftæði.“ Málið heldur hins vegar áfram að vinda upp á sig og nú hefur komið í ljós að Udoka hafði látið óæskileg ummæli falla í garð samstarfskonu sinnar, þó ekki þeirrar sem hann svaf hjá. Fyrrnefnda konan, ekki hjásvæfan, lét forráðamenn félagsins vita af hegðun þjálfarans og í kjölfarið fór af stað óháð rannsókn á hegðun hans. Í ljós kom að ásamt því að láta óæskileg ummæli falla um téða samstarfskonu þá væri hann að sofa hjá annarri. Í kjölfarið var hann svo dæmdur í ársbann og er alls óvíst hvort hann þjálfi áfram hjá félaginu. Brad Stevens, fyrrverandi þjálfari Boston Celtics og núverandi yfirmaður körfuknattleiksmála hjá félaginu, hefur gefið út yfirlýsingu þess efnis að Celtics standi við bakið á báðum konum sem og öllum þeim konum sem vinna fyrir félagið.
Körfubolti NBA Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Ómar Ingi og Gísli Þorgeir markahæstir í tapi Handbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Chelsea mætir Real Betis Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Sjá meira