Sakaður um að láta óæskileg ummæli falla um samstarfskonu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. september 2022 07:00 Ime Udoka á hliðarlínunni á síðustu leiktíð. Eric Espada/Getty Images Ime Udoka, þjálfari Boston Celtics í NBA-deildinni í körfubolta, mun ekki stýra liðinu á komandi tímabili eftir að upp komst um framhjáhald hans með samstarfskonu sinni hjá félaginu. Nú hefur komið í ljós ummæli hans í garð annarrar samstarfskonu voru kveikjan að rannsókn Celtics á hegðun þjálfarans. Á fimmtudag greindi Vísir frá því að Ime Udoka hefði verið dæmdur í ársbann af félaginu fyrir samband við samstarfskonu. Um var að ræða framhjáhald þar sem Udoka er giftur maður. Hann hefur beðist afsökunar á framferði sínu: „Ég vil biðja leikmenn, stuðningsmenn og alla í Boston Celtics og fjölskyldu mína afsökunar á að hafa brugðist þeim. Ég er miður mín að hafa sett liðið í þessa erfiðu stöðu og uni ákvörðun þess. Af virðingu við alla hlutaðeigandi ætla ég ekki að tjá mig frekar.“ Udoka náði frábærum árangri á síðustu leiktíð en það var hans fyrsta sem aðalþjálfari Boston Celtics. Liðið fór alla leið í úrslit þar sem það beið lægri hlut gegn Stephen Curry og félögum í Golden State Warriors. Sem stendur er framtíð hans óráðin þar sem forráðamenn félagsins segjast ætla að taka ákvörðun um hana þegar fram líða stundir. Þangað til mun Joe Mazzulla, aðstoðarmaður Udoka, stýra liðinu. Það eru ekki allir sáttir með ákvörðun Celtics og hefur hinn stóryrti Stephen A. Smith - sem starfar meðal annars fyrir ESPN - sagt að ákvörðunin sé „kjaftæði.“ Málið heldur hins vegar áfram að vinda upp á sig og nú hefur komið í ljós að Udoka hafði látið óæskileg ummæli falla í garð samstarfskonu sinnar, þó ekki þeirrar sem hann svaf hjá. Fyrrnefnda konan, ekki hjásvæfan, lét forráðamenn félagsins vita af hegðun þjálfarans og í kjölfarið fór af stað óháð rannsókn á hegðun hans. Í ljós kom að ásamt því að láta óæskileg ummæli falla um téða samstarfskonu þá væri hann að sofa hjá annarri. Í kjölfarið var hann svo dæmdur í ársbann og er alls óvíst hvort hann þjálfi áfram hjá félaginu. Brad Stevens, fyrrverandi þjálfari Boston Celtics og núverandi yfirmaður körfuknattleiksmála hjá félaginu, hefur gefið út yfirlýsingu þess efnis að Celtics standi við bakið á báðum konum sem og öllum þeim konum sem vinna fyrir félagið. Körfubolti NBA Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? Enski boltinn Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
Á fimmtudag greindi Vísir frá því að Ime Udoka hefði verið dæmdur í ársbann af félaginu fyrir samband við samstarfskonu. Um var að ræða framhjáhald þar sem Udoka er giftur maður. Hann hefur beðist afsökunar á framferði sínu: „Ég vil biðja leikmenn, stuðningsmenn og alla í Boston Celtics og fjölskyldu mína afsökunar á að hafa brugðist þeim. Ég er miður mín að hafa sett liðið í þessa erfiðu stöðu og uni ákvörðun þess. Af virðingu við alla hlutaðeigandi ætla ég ekki að tjá mig frekar.“ Udoka náði frábærum árangri á síðustu leiktíð en það var hans fyrsta sem aðalþjálfari Boston Celtics. Liðið fór alla leið í úrslit þar sem það beið lægri hlut gegn Stephen Curry og félögum í Golden State Warriors. Sem stendur er framtíð hans óráðin þar sem forráðamenn félagsins segjast ætla að taka ákvörðun um hana þegar fram líða stundir. Þangað til mun Joe Mazzulla, aðstoðarmaður Udoka, stýra liðinu. Það eru ekki allir sáttir með ákvörðun Celtics og hefur hinn stóryrti Stephen A. Smith - sem starfar meðal annars fyrir ESPN - sagt að ákvörðunin sé „kjaftæði.“ Málið heldur hins vegar áfram að vinda upp á sig og nú hefur komið í ljós að Udoka hafði látið óæskileg ummæli falla í garð samstarfskonu sinnar, þó ekki þeirrar sem hann svaf hjá. Fyrrnefnda konan, ekki hjásvæfan, lét forráðamenn félagsins vita af hegðun þjálfarans og í kjölfarið fór af stað óháð rannsókn á hegðun hans. Í ljós kom að ásamt því að láta óæskileg ummæli falla um téða samstarfskonu þá væri hann að sofa hjá annarri. Í kjölfarið var hann svo dæmdur í ársbann og er alls óvíst hvort hann þjálfi áfram hjá félaginu. Brad Stevens, fyrrverandi þjálfari Boston Celtics og núverandi yfirmaður körfuknattleiksmála hjá félaginu, hefur gefið út yfirlýsingu þess efnis að Celtics standi við bakið á báðum konum sem og öllum þeim konum sem vinna fyrir félagið.
Körfubolti NBA Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? Enski boltinn Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira