Einhugur um NATO Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar 21. september 2022 14:30 Í nýrri yfirlýsingu sinni fullyrti Vladimír Pútín að Rússlandi stafaði ógn af Vesturlöndum sem heild. Yfirlýsingunni fylgdi herkvaðning varaliðs Rússlands og ítrekun á ógninni um notkun kjarnavopna. Það er í raun fátt sem er betur til þess fallið að sameina Vesturlönd en yfirlýsing af þessu tagi. Engu að síður ríkir ekki einhugur meðal Vesturlandabúa um stríðið í Úkraínu. Leiðtogar eins og Pútín hafa mikla hagsmuni af því að veikja baráttuþrek Vesturlanda. Í dag er ekki eingöngu barist um landsvæði, heldur er einnig barist um hug og hjörtu Vesturlandabúa. Fjöldi vefsíðna og spjallborða eru notuð sem miðlunartæki fyrir andvestrænan áróður. Undanfarin ár hefur mikið af þessum áróðri verið runninn undan rifjum rússneskra yfirvalda. Sem dæmi um áróður af þessu tagi má nefna falskar ásakanir um að NATO-aðild hafi verið þvingað upp á Austur-Evrópuríkin. Það er hins vegar auðvelt að sýna fram á að Austur-Evrópuríkin hafi sjálf þrýst á NATO að hleypa þeim í bandalagið. Íbúar Austur-Evrópu muna enn eftir þeirri kúgun og eymd sem fylgdi Varsjárbandalaginu og hafa augljóslega engan áhuga á að horfa aftur í þá áttina. NATO er ekki fullkomið frekar en önnur bandalög en það er óumdeilanlegt að án NATO stæðu Vesturlönd valtari fótum. Það síðasta sem andstæðingar Vesturlanda vilja er einhugur Vesturlandabúa um bandalagið. Þeir vilja frekar að leiðtogar vestrænna ríkja séu í ætt við Donald Trump, sem dró úr fjárstuðningi við NATO í stjórnartíð sinni. Nú hefur innrásarstríð gegn einu stærsta grannríki NATO varað í hálft ár, en hins vegar eru átta ár síðan Pútín hernam fyrst alþjóðlega viðurkennd svæði Úkraínu. Heraflaaukning Pútíns og ummæli hans um kjarnavopn auka líkurnar á að átökin breiðist út til NATO-ríkja. Í því tilfelli myndi sannarlega reyna á baráttuþrek og einingu Vesturlandabúa. Í dag er sérkennilegt að hugsa til þess að hér hafi fólk áratugum saman kallað „Ísland úr NATO, herinn burt!“ Engu að síður er enn að finna harða andstæðinga NATO á Íslandi. Þeir mættu spyrja sig hvort andstaðan við NATO hafi nokkurn tímann byggt á traustum grunni. Var hún kannski frekar til þess fallin að veikja stöðu Vesturlanda gagnvart aðsteðjandi ógn? Höfundur er áhugamaður um varnarmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson NATO Innrás Rússa í Úkraínu Öryggis- og varnarmál Mest lesið Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Í nýrri yfirlýsingu sinni fullyrti Vladimír Pútín að Rússlandi stafaði ógn af Vesturlöndum sem heild. Yfirlýsingunni fylgdi herkvaðning varaliðs Rússlands og ítrekun á ógninni um notkun kjarnavopna. Það er í raun fátt sem er betur til þess fallið að sameina Vesturlönd en yfirlýsing af þessu tagi. Engu að síður ríkir ekki einhugur meðal Vesturlandabúa um stríðið í Úkraínu. Leiðtogar eins og Pútín hafa mikla hagsmuni af því að veikja baráttuþrek Vesturlanda. Í dag er ekki eingöngu barist um landsvæði, heldur er einnig barist um hug og hjörtu Vesturlandabúa. Fjöldi vefsíðna og spjallborða eru notuð sem miðlunartæki fyrir andvestrænan áróður. Undanfarin ár hefur mikið af þessum áróðri verið runninn undan rifjum rússneskra yfirvalda. Sem dæmi um áróður af þessu tagi má nefna falskar ásakanir um að NATO-aðild hafi verið þvingað upp á Austur-Evrópuríkin. Það er hins vegar auðvelt að sýna fram á að Austur-Evrópuríkin hafi sjálf þrýst á NATO að hleypa þeim í bandalagið. Íbúar Austur-Evrópu muna enn eftir þeirri kúgun og eymd sem fylgdi Varsjárbandalaginu og hafa augljóslega engan áhuga á að horfa aftur í þá áttina. NATO er ekki fullkomið frekar en önnur bandalög en það er óumdeilanlegt að án NATO stæðu Vesturlönd valtari fótum. Það síðasta sem andstæðingar Vesturlanda vilja er einhugur Vesturlandabúa um bandalagið. Þeir vilja frekar að leiðtogar vestrænna ríkja séu í ætt við Donald Trump, sem dró úr fjárstuðningi við NATO í stjórnartíð sinni. Nú hefur innrásarstríð gegn einu stærsta grannríki NATO varað í hálft ár, en hins vegar eru átta ár síðan Pútín hernam fyrst alþjóðlega viðurkennd svæði Úkraínu. Heraflaaukning Pútíns og ummæli hans um kjarnavopn auka líkurnar á að átökin breiðist út til NATO-ríkja. Í því tilfelli myndi sannarlega reyna á baráttuþrek og einingu Vesturlandabúa. Í dag er sérkennilegt að hugsa til þess að hér hafi fólk áratugum saman kallað „Ísland úr NATO, herinn burt!“ Engu að síður er enn að finna harða andstæðinga NATO á Íslandi. Þeir mættu spyrja sig hvort andstaðan við NATO hafi nokkurn tímann byggt á traustum grunni. Var hún kannski frekar til þess fallin að veikja stöðu Vesturlanda gagnvart aðsteðjandi ógn? Höfundur er áhugamaður um varnarmál.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun