Einhugur um NATO Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar 21. september 2022 14:30 Í nýrri yfirlýsingu sinni fullyrti Vladimír Pútín að Rússlandi stafaði ógn af Vesturlöndum sem heild. Yfirlýsingunni fylgdi herkvaðning varaliðs Rússlands og ítrekun á ógninni um notkun kjarnavopna. Það er í raun fátt sem er betur til þess fallið að sameina Vesturlönd en yfirlýsing af þessu tagi. Engu að síður ríkir ekki einhugur meðal Vesturlandabúa um stríðið í Úkraínu. Leiðtogar eins og Pútín hafa mikla hagsmuni af því að veikja baráttuþrek Vesturlanda. Í dag er ekki eingöngu barist um landsvæði, heldur er einnig barist um hug og hjörtu Vesturlandabúa. Fjöldi vefsíðna og spjallborða eru notuð sem miðlunartæki fyrir andvestrænan áróður. Undanfarin ár hefur mikið af þessum áróðri verið runninn undan rifjum rússneskra yfirvalda. Sem dæmi um áróður af þessu tagi má nefna falskar ásakanir um að NATO-aðild hafi verið þvingað upp á Austur-Evrópuríkin. Það er hins vegar auðvelt að sýna fram á að Austur-Evrópuríkin hafi sjálf þrýst á NATO að hleypa þeim í bandalagið. Íbúar Austur-Evrópu muna enn eftir þeirri kúgun og eymd sem fylgdi Varsjárbandalaginu og hafa augljóslega engan áhuga á að horfa aftur í þá áttina. NATO er ekki fullkomið frekar en önnur bandalög en það er óumdeilanlegt að án NATO stæðu Vesturlönd valtari fótum. Það síðasta sem andstæðingar Vesturlanda vilja er einhugur Vesturlandabúa um bandalagið. Þeir vilja frekar að leiðtogar vestrænna ríkja séu í ætt við Donald Trump, sem dró úr fjárstuðningi við NATO í stjórnartíð sinni. Nú hefur innrásarstríð gegn einu stærsta grannríki NATO varað í hálft ár, en hins vegar eru átta ár síðan Pútín hernam fyrst alþjóðlega viðurkennd svæði Úkraínu. Heraflaaukning Pútíns og ummæli hans um kjarnavopn auka líkurnar á að átökin breiðist út til NATO-ríkja. Í því tilfelli myndi sannarlega reyna á baráttuþrek og einingu Vesturlandabúa. Í dag er sérkennilegt að hugsa til þess að hér hafi fólk áratugum saman kallað „Ísland úr NATO, herinn burt!“ Engu að síður er enn að finna harða andstæðinga NATO á Íslandi. Þeir mættu spyrja sig hvort andstaðan við NATO hafi nokkurn tímann byggt á traustum grunni. Var hún kannski frekar til þess fallin að veikja stöðu Vesturlanda gagnvart aðsteðjandi ógn? Höfundur er áhugamaður um varnarmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson NATO Innrás Rússa í Úkraínu Öryggis- og varnarmál Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Í nýrri yfirlýsingu sinni fullyrti Vladimír Pútín að Rússlandi stafaði ógn af Vesturlöndum sem heild. Yfirlýsingunni fylgdi herkvaðning varaliðs Rússlands og ítrekun á ógninni um notkun kjarnavopna. Það er í raun fátt sem er betur til þess fallið að sameina Vesturlönd en yfirlýsing af þessu tagi. Engu að síður ríkir ekki einhugur meðal Vesturlandabúa um stríðið í Úkraínu. Leiðtogar eins og Pútín hafa mikla hagsmuni af því að veikja baráttuþrek Vesturlanda. Í dag er ekki eingöngu barist um landsvæði, heldur er einnig barist um hug og hjörtu Vesturlandabúa. Fjöldi vefsíðna og spjallborða eru notuð sem miðlunartæki fyrir andvestrænan áróður. Undanfarin ár hefur mikið af þessum áróðri verið runninn undan rifjum rússneskra yfirvalda. Sem dæmi um áróður af þessu tagi má nefna falskar ásakanir um að NATO-aðild hafi verið þvingað upp á Austur-Evrópuríkin. Það er hins vegar auðvelt að sýna fram á að Austur-Evrópuríkin hafi sjálf þrýst á NATO að hleypa þeim í bandalagið. Íbúar Austur-Evrópu muna enn eftir þeirri kúgun og eymd sem fylgdi Varsjárbandalaginu og hafa augljóslega engan áhuga á að horfa aftur í þá áttina. NATO er ekki fullkomið frekar en önnur bandalög en það er óumdeilanlegt að án NATO stæðu Vesturlönd valtari fótum. Það síðasta sem andstæðingar Vesturlanda vilja er einhugur Vesturlandabúa um bandalagið. Þeir vilja frekar að leiðtogar vestrænna ríkja séu í ætt við Donald Trump, sem dró úr fjárstuðningi við NATO í stjórnartíð sinni. Nú hefur innrásarstríð gegn einu stærsta grannríki NATO varað í hálft ár, en hins vegar eru átta ár síðan Pútín hernam fyrst alþjóðlega viðurkennd svæði Úkraínu. Heraflaaukning Pútíns og ummæli hans um kjarnavopn auka líkurnar á að átökin breiðist út til NATO-ríkja. Í því tilfelli myndi sannarlega reyna á baráttuþrek og einingu Vesturlandabúa. Í dag er sérkennilegt að hugsa til þess að hér hafi fólk áratugum saman kallað „Ísland úr NATO, herinn burt!“ Engu að síður er enn að finna harða andstæðinga NATO á Íslandi. Þeir mættu spyrja sig hvort andstaðan við NATO hafi nokkurn tímann byggt á traustum grunni. Var hún kannski frekar til þess fallin að veikja stöðu Vesturlanda gagnvart aðsteðjandi ógn? Höfundur er áhugamaður um varnarmál.
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun