Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður Stundarinnar er einn þeirra fjögurra blaðamanna sem var boðaður í yfirheyrslu hjá lögreglu vegna málsins. Vísir/Egill
Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, hefur falið Gunnari Inga Jóhannssyni lögmanni sínum, að óska eftir því að Mannréttindadómstóll Evrópu skeri úr um lögmæti framgöngu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra.
Héraðsdómur Norðurlands eystra tók málið til efnislegrar umfjöllunar og úrskurðaði að ákvörðun lögreglunnar um að gera hann að sakborningi í málinu hafi verið óheimil.
Í kjölfarið vísaði Landsréttur kæru Aðalsteins frá og það sagt í úrskurði að ekkert hefði komið fram í málinu um að réttra formlegra aðferða hefði ekki verið gætt. Hæstiréttur hafnaði síðan beiðni um áfrýjun. Málið hefði þegar fengið meðferð á tveimur dómstigum.
Aðalsteinn og Þórður Snær Júlíusson fengu á dögunum afhent gögn frá lögreglu sem varpa skýrara ljósi á málatilbúnað hennar og vinnubrögð. Í ljósi alls þessa og sannfæringar Aðalsteins hefur hann ákveðið að leita til MDE.
Í pistli sínum segir hann að margt bendi til þess að ekki allir séu jafnir gagnvart Lögreglunni á Norðurlandi eystra. Aðalsteinn sakar lögregluna um rangan málatilbúnað og að setja hann fram gegn betri vitund.
Íslensku blaðamennirnir fjórir sem voru boðaðir til yfirheyrslu vegna umfjöllunar um „skæruliðadeild“ Samherja eru nú sögð hafa gefið lögreglunni á Norðurlandi eystra skýrslu vegna málsins.
Ritstjóri Kjarnans segir yfirheyrslu yfir sér, sem fram fór í gær, fyrst og fremst hafa snúist um störf fjölmiðla og heimildamenn í tengslum við Samherjamálið. Ekki hafi verið spurt um meinta dreifingu á kynferðislegu efni, sem rannsóknin var áður sögð snúast um.
Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, hefur birt aðsenda grein á fréttavef sínum, þar sem hann setur fram alvarlegar ásakanir á hendur Páley Borgþórsdóttur og lögregluembættinu á Norðurlandi eystra.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.