Innlent

Neyddust til að lenda vél Play í Kanada vegna flug­dólgs

Bjarki Sigurðsson skrifar
Maðurinn er bandarískur ríkisborgari.
Maðurinn er bandarískur ríkisborgari. Vísir/Vilhelm

Flugvél Play á leið frá Keflavíkurflugvelli til Baltimore í Bandaríkjunum þurfti að lenda í Sæludal á Nýfundnalandi í gær vegna farþega sem lét ófriðsamlega um borð. Maðurinn á von á kæru frá flugfélaginu.

Flugdólgurinn er 33 ára ríkisborgari Bandaríkjanna en hann var fjarlægður úr vélinni eftir lendinguna. Hann er sakaður um að hafa ráðist á starfsmann Play.

Maðurinn kemur fyrir dómara í dag og er ákærður fyrir líkamsárás og að hafa valdið yfir fimm þúsund dollara tjóni, sem gera tæplega sjö hundruð þúsund íslenskar krónur, en þá er verið að tala um kostnaðinn við nauðlendinguna.

Einnig verður hann ákærður fyrir að hafa komið farþegum og starfsfólki vélarinnar í hættu með athæfi sínu.

Í samtali við fréttastofu segir Nadine Guðrún Yaghi, forstöðumaður samskiptasviðs Play, að enginn hafi slasast og að stoppið á Nýfundnalandi hafi verið afar stutt.  Hún staðfestir það að flugfélagið muni leggja fram kæru á hendur manninum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.