Isabella aftur í Breiðablik Atli Arason skrifar 14. september 2022 22:00 Isabella Ósk í leik með Breiðabliki á síðasta leiktímabili. Vísir/Bára Dröfn Breiðablik tilkynnti í dag að félagið hefði endursamið við Isabellu Ósk Sigurðardóttur og mun hún leika með Blikum á komandi tímabili í Subway-deild kvenna. Isabella lék með Breiðablik í Subway-deildinni á síðasta tímabili þar sem hún skoraði 14,4 stig, tók 13,8 fráköst og gaf 2,4 stoðsendingar að meðaltali á leik. Í lok síðasta leiktímabils á Íslandi skipti Isabella yfir til South Adelaide Panthers í Ástralíu þar sem hún spilaði í sumar við góðan orðstír. Eftir að fregnir bárust að hún ætlaði að koma aftur til Íslands í vetur fóru öll helstu lið deildarinnar að sækjast eftir kröftum hennar en nú hefur fengist staðfest að hún valdi að leika fyrir Kópavogsfélagið á næsta leiktímabili. „Það voru mörg lið á eftir þessum frábæra leikmanni og því er það mikið ánægjuefni fyrir okkur í Breiðablik að hún hafi valið að halda áfram að spila með uppeldisklúbbnum. Isabella hefur verið frábær síðustu ár með Breiðablik þó svo að erfið meiðsli hafi sett strik í reikninginn hjá henni, en með Isabellu inn á hefur lið Breiðabliks sýnt að það getur unnið öll lið deildarinnar,“ er skrifað í tilkynningu Breiðabliks um komu Isabellu í Kópavoginn. Fyrsti leikur Breiðabliks á komandi tímabili er þann 20. september þegar liðið fer í heimsókn til Vals á Hlíðarenda. > Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Isabella lék með Breiðablik í Subway-deildinni á síðasta tímabili þar sem hún skoraði 14,4 stig, tók 13,8 fráköst og gaf 2,4 stoðsendingar að meðaltali á leik. Í lok síðasta leiktímabils á Íslandi skipti Isabella yfir til South Adelaide Panthers í Ástralíu þar sem hún spilaði í sumar við góðan orðstír. Eftir að fregnir bárust að hún ætlaði að koma aftur til Íslands í vetur fóru öll helstu lið deildarinnar að sækjast eftir kröftum hennar en nú hefur fengist staðfest að hún valdi að leika fyrir Kópavogsfélagið á næsta leiktímabili. „Það voru mörg lið á eftir þessum frábæra leikmanni og því er það mikið ánægjuefni fyrir okkur í Breiðablik að hún hafi valið að halda áfram að spila með uppeldisklúbbnum. Isabella hefur verið frábær síðustu ár með Breiðablik þó svo að erfið meiðsli hafi sett strik í reikninginn hjá henni, en með Isabellu inn á hefur lið Breiðabliks sýnt að það getur unnið öll lið deildarinnar,“ er skrifað í tilkynningu Breiðabliks um komu Isabellu í Kópavoginn. Fyrsti leikur Breiðabliks á komandi tímabili er þann 20. september þegar liðið fer í heimsókn til Vals á Hlíðarenda. > Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Isabella: Spila á Íslandi næsta tímabil Isabella Ósk Sigurðardóttir, leikmaður South Adelaide Panthers í Ástralíu, segist vera á heimleið í haust til að leika í Subway-deildinni, þegar leiktímabilið í Ástralíu klárast. 17. ágúst 2022 19:00 Isabella hefur leikið sinn síðasta leik í Ástralíu Isabella Ósk Sigurðardóttir, leikmaður South Adelaide Panthers, hefur leikið sinn síðasta leik í Ástralíu, a.m.k. í bili. Isabella og liðsfélagar hennar töpuðu í morgun gegn Sturt í undanúrslitum NBL1 deildarinnar, 74-70. 27. ágúst 2022 21:00 Mest lesið Bílstjóri Joshua var ekki með ökuleyfi Sport Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Handbolti Donni dregur sig úr landsliðshópnum Handbolti Grét og gat ekki kastað pílum fyrir aðeins fjórum árum Sport Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Handbolti Sergio Ramos vill nú kaupa sitt gamla félag en þyrfti þá að fórna einu Fótbolti Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn McGinn með tvennu í öruggum sigri Aston Villa Enski boltinn Fleiri fréttir Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Sjá meira
Isabella: Spila á Íslandi næsta tímabil Isabella Ósk Sigurðardóttir, leikmaður South Adelaide Panthers í Ástralíu, segist vera á heimleið í haust til að leika í Subway-deildinni, þegar leiktímabilið í Ástralíu klárast. 17. ágúst 2022 19:00
Isabella hefur leikið sinn síðasta leik í Ástralíu Isabella Ósk Sigurðardóttir, leikmaður South Adelaide Panthers, hefur leikið sinn síðasta leik í Ástralíu, a.m.k. í bili. Isabella og liðsfélagar hennar töpuðu í morgun gegn Sturt í undanúrslitum NBL1 deildarinnar, 74-70. 27. ágúst 2022 21:00