Sport

Frábær frammistaða Allen greind í þaula í fræðsluhorninu

Valur Páll Eiríksson skrifar
Allen var öflugur í frábærum sigri Bills.
Allen var öflugur í frábærum sigri Bills. Stöð 2 Sport

Bergþór Phillip Pálsson, leikstjórnandi Einherja, verður sérstakur leikgreinandi Lokasóknarinnar í vetur. Hann greindi nokkur atvik í leik Buffalo Bills og Los Angeles Rams í NFL-deildinni.

Fræðsluhorn Bergþórs verður fastur liður í Lokasókninni í vetur en í þáttunum er hver umferð í NFL-deildinni gerð upp. Deildin hófst með látum þar sem ríkjandi meistarar LA Rams fengu Buffalo Bills í heimsókn í borg englanna.

Bills unnu sannfærandi 31-10 sigur í leiknum og Bergþór fór yfir helstu atvikin sem gerði það að verkum að gestirnir gátu unnið svo auðveldlega.

Frammistaða leikstjórnandans Josh Allen var lykillinn að sigrinum en sjá má greiningu á mikilvægum eiginleikum í frammistöðu hans sem skiptu sköpum.

Innslagið má sjá í spilaranum að neðan.

Klippa: Lokasóknin: Fræðsluhorn BeggaFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.