Ríkisstjórnin rifar seglin í fjárlagafrumvarpi vegna verðbólgu Heimir Már Pétursson skrifar 13. september 2022 12:56 Ríkisstjórnin leggur til að tekjur ríkissjóðs verði auknar, framlög til flestra málaflokka hækki minna en áður og dregið verði úr fjárfestingum um 16,6 prósent. Forsætisráðherra segir fjárlagafrumvarpið taka mið af því að nú séu snúir tímar með verðbólguþróun sem verði að takast á við. Aukning framlaga til einstakra málaflokka sé því minni en áður. Alþingi verður sett með hefðbundnum hætti klukkan hálf tvö í dag. Að venju er fjárlagafrumvarpið fyrsta mál á dagskrá Alþingis. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mælir fyrir fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar á fimmtudag en í kynningu á frumvarpinu í gær kemur fram að áætlaður halli á rekstri ríkissjóðs á næsta ári er 89 milljarðar króna. Stærstur hluti ríkisútgjalda, eða 30,8 prósent, fer til heilbrigðismála og verða þau aukin um 12,2 milljarða á næsta ári. Næst stærsti útgjaldaliðurinn er síðan félags-, húsnæðis- og tryggingamál eða 26,7 prósent. Helstu aðgerðir til tekjuaukningar á næsta ári felast í lækkun afsláttar af tollum í fríhöfnum sem skila á um 700 milljónum í ríkissjóð. Breytt vörugjöld á bifreiðar skila ríkissjóði 2,7 milljörðum og aukin gjaldtaka á rafmagns- og tvinn bíla skilar 2,2 milljörðum króna. Þá ætar ríkisstjórnin að draga úr fjárfestingum upp á 16,6 prósent til að vinna gegn þennslu. Það yrði annað árið í röð sem ríkið dregur í fjárfestingum en framlög til þeirra voru lækkuð um 17,3 prósent á þessu ári. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir Íslendinga stadda á mjög snúnum tímum í efnahagsmálum heimsins. Þar verði að taka á verðbólgunni. „Það er risastórt hagsmunamál íslensks almennings að við náum tökum á verðbólgunni. Þannig að þetta frumvarp felur ekki í sér jafn mikla aukingu framlaga til ólíkra málaflokka og fyrri frumvörp sem við höfum séð. Hér er aukin tekjuöflun, hér er verið að fresta framkvæmdum og hér er ákveðið aðhald þótt það sé hóflegt,“ segir forsætisráðherra. Athygli vekur að stofnframlög til almenna íbúðakerfisins til að auka framboð á húsnæði eru lækkuð um tvo milljarða króna frá þessu ári en sérstakar aðgerðir í þeim efnum boðaðar síðar. Þannig mætti Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra á fund hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun í hádeginu þar sem farið var yfir gerð rammasamnings ríkis og sveitarfélaga um aukið framboð íbúða á árunum 2023-2032 um 20 þúsund íbúðir. Katrín segir tímabundin framlög til almenna húsnæðiskerfisins falla niður. Það standi yfir vinna þar sem fjárþörf málaflokksins verði metin. „Við erum auðvitað búin að vera að auka þessar félagslegu áherslur í þessum málaflokki. Það mun halda áfram. En það liggur líka fyrir að endanlegar tölur eru ekki tilbúnar hvað þetta varðar,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2022 Efnahagsmál Tengdar fréttir Gagnrýna hækkun hæstu áfengisskatta í Evrópu „Ríkisstjórnin hjálpar ekki til í baráttunni við verðbólguna þegar hún bætir í gjöld sem hækka almennt verðlag,“ segir framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda um hækkun áfengisgjalda í nýjum fjárlögum. 12. september 2022 18:04 Kristrún segir ekkert sótt í feita sjóði fyrir heimilin Þrátt fyrir neyðaróp fær heilbrigðiskerfið enga sérsaka athygli í fjárlögum að mati þingmanns Samfylkingar. Hún kallar eftir breytingum á fjármagnstekjuskatti sem gætu fjármagnað aðgerðir fyrir heimilin í mikilli verðbólgu. 12. september 2022 11:57 Útgjaldaaukning mikilvæg til að viðhalda góðum samfélagssáttmála Útgjaldaaukning til velferðarmála er mikilvæg til að viðhalda góðum samfélagssáttmála að sögn fjármálaráðherra sem kynnti fjárlög ársins 2023 í dag. Ráðherra kom það að sögn á óvart hve góðar og langt umfram spár efnahagshorfurnar eru á þessari stundu. 12. september 2022 11:09 Gert ráð fyrir 89 milljarða króna halla Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyrir 89 milljarða króna hallarekstri ríkissjóðs á næsta ári. Heildarútgjöld ríkissjóðs eru áætluð um 1.296,5 milljarðar á árinu 2023, sem er hækkun um 78,5 milljarða frá fjárlögum fyrra árs. 12. september 2022 09:21 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Að venju er fjárlagafrumvarpið fyrsta mál á dagskrá Alþingis. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mælir fyrir fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar á fimmtudag en í kynningu á frumvarpinu í gær kemur fram að áætlaður halli á rekstri ríkissjóðs á næsta ári er 89 milljarðar króna. Stærstur hluti ríkisútgjalda, eða 30,8 prósent, fer til heilbrigðismála og verða þau aukin um 12,2 milljarða á næsta ári. Næst stærsti útgjaldaliðurinn er síðan félags-, húsnæðis- og tryggingamál eða 26,7 prósent. Helstu aðgerðir til tekjuaukningar á næsta ári felast í lækkun afsláttar af tollum í fríhöfnum sem skila á um 700 milljónum í ríkissjóð. Breytt vörugjöld á bifreiðar skila ríkissjóði 2,7 milljörðum og aukin gjaldtaka á rafmagns- og tvinn bíla skilar 2,2 milljörðum króna. Þá ætar ríkisstjórnin að draga úr fjárfestingum upp á 16,6 prósent til að vinna gegn þennslu. Það yrði annað árið í röð sem ríkið dregur í fjárfestingum en framlög til þeirra voru lækkuð um 17,3 prósent á þessu ári. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir Íslendinga stadda á mjög snúnum tímum í efnahagsmálum heimsins. Þar verði að taka á verðbólgunni. „Það er risastórt hagsmunamál íslensks almennings að við náum tökum á verðbólgunni. Þannig að þetta frumvarp felur ekki í sér jafn mikla aukingu framlaga til ólíkra málaflokka og fyrri frumvörp sem við höfum séð. Hér er aukin tekjuöflun, hér er verið að fresta framkvæmdum og hér er ákveðið aðhald þótt það sé hóflegt,“ segir forsætisráðherra. Athygli vekur að stofnframlög til almenna íbúðakerfisins til að auka framboð á húsnæði eru lækkuð um tvo milljarða króna frá þessu ári en sérstakar aðgerðir í þeim efnum boðaðar síðar. Þannig mætti Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra á fund hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun í hádeginu þar sem farið var yfir gerð rammasamnings ríkis og sveitarfélaga um aukið framboð íbúða á árunum 2023-2032 um 20 þúsund íbúðir. Katrín segir tímabundin framlög til almenna húsnæðiskerfisins falla niður. Það standi yfir vinna þar sem fjárþörf málaflokksins verði metin. „Við erum auðvitað búin að vera að auka þessar félagslegu áherslur í þessum málaflokki. Það mun halda áfram. En það liggur líka fyrir að endanlegar tölur eru ekki tilbúnar hvað þetta varðar,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2022 Efnahagsmál Tengdar fréttir Gagnrýna hækkun hæstu áfengisskatta í Evrópu „Ríkisstjórnin hjálpar ekki til í baráttunni við verðbólguna þegar hún bætir í gjöld sem hækka almennt verðlag,“ segir framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda um hækkun áfengisgjalda í nýjum fjárlögum. 12. september 2022 18:04 Kristrún segir ekkert sótt í feita sjóði fyrir heimilin Þrátt fyrir neyðaróp fær heilbrigðiskerfið enga sérsaka athygli í fjárlögum að mati þingmanns Samfylkingar. Hún kallar eftir breytingum á fjármagnstekjuskatti sem gætu fjármagnað aðgerðir fyrir heimilin í mikilli verðbólgu. 12. september 2022 11:57 Útgjaldaaukning mikilvæg til að viðhalda góðum samfélagssáttmála Útgjaldaaukning til velferðarmála er mikilvæg til að viðhalda góðum samfélagssáttmála að sögn fjármálaráðherra sem kynnti fjárlög ársins 2023 í dag. Ráðherra kom það að sögn á óvart hve góðar og langt umfram spár efnahagshorfurnar eru á þessari stundu. 12. september 2022 11:09 Gert ráð fyrir 89 milljarða króna halla Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyrir 89 milljarða króna hallarekstri ríkissjóðs á næsta ári. Heildarútgjöld ríkissjóðs eru áætluð um 1.296,5 milljarðar á árinu 2023, sem er hækkun um 78,5 milljarða frá fjárlögum fyrra árs. 12. september 2022 09:21 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Gagnrýna hækkun hæstu áfengisskatta í Evrópu „Ríkisstjórnin hjálpar ekki til í baráttunni við verðbólguna þegar hún bætir í gjöld sem hækka almennt verðlag,“ segir framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda um hækkun áfengisgjalda í nýjum fjárlögum. 12. september 2022 18:04
Kristrún segir ekkert sótt í feita sjóði fyrir heimilin Þrátt fyrir neyðaróp fær heilbrigðiskerfið enga sérsaka athygli í fjárlögum að mati þingmanns Samfylkingar. Hún kallar eftir breytingum á fjármagnstekjuskatti sem gætu fjármagnað aðgerðir fyrir heimilin í mikilli verðbólgu. 12. september 2022 11:57
Útgjaldaaukning mikilvæg til að viðhalda góðum samfélagssáttmála Útgjaldaaukning til velferðarmála er mikilvæg til að viðhalda góðum samfélagssáttmála að sögn fjármálaráðherra sem kynnti fjárlög ársins 2023 í dag. Ráðherra kom það að sögn á óvart hve góðar og langt umfram spár efnahagshorfurnar eru á þessari stundu. 12. september 2022 11:09
Gert ráð fyrir 89 milljarða króna halla Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyrir 89 milljarða króna hallarekstri ríkissjóðs á næsta ári. Heildarútgjöld ríkissjóðs eru áætluð um 1.296,5 milljarðar á árinu 2023, sem er hækkun um 78,5 milljarða frá fjárlögum fyrra árs. 12. september 2022 09:21
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda