Hver ber ábyrgð á menntamálum? Haukur Arnþórsson skrifar 13. september 2022 08:01 Þessa dagana er nokkuð rætt um stöðu verkalýðshreyfingarinnar (hér stytt í VLH) og þá jafnframt Samtaka atvinnurekenda (SA) gagnvart kröfu um íslenskukennslu fyrir starfsfólk á vinnumarkaði. Svo virðist sem einhverjir líti svo á að þessir aðilar eigi að sjá um menntamál. En er það tilfellið? Almennt eru menntamál, félagsmál og heilbrigðismál opinber þjónusta sem veitt er beint af ríkinu eða sveitarfélögunum samkvæmt tilskipunum frá ríkinu og jafnan kostuð af hinu opinbera að einhverju eða öllu leyti. Á þessu eru auðvitað fjölmargar undantekningar, en flestar lítilfjörlegar – tölum hér um aðalatriði málsins; málaflokkarnir eru á ábyrgð ríkisins í okkar þjóðfélagsgerð og það er samkvæmt hefðum vestrænna ríkja. Við höfum um árabil horft upp á að félagsleg þjónusta er veitt af VLH/SA samkvæmt kjarasamningum og heilbrigðisþjónusta og jafnvel menntaþjónusta líka í vaxandi mæli. Þá erum við að tala um orlofsmál, félagsmál í víðum skilningi, endurmenntun og heilbrigðismál (Virk). Þetta er kostað af atvinnulífinu sem greiðir yfir 80% útgjaldanna meðan félagsmenn greiða allt að 20%. Heildarkostnaður lætur nærri að vera um 100 milljarðar á ári, sem samsvarar um fjórðungi af útgjöldum ríkisins til félagsmála (tölur frá vef Hagstofu). Við erum því að tala um stórt kerfi sem veitir þjónustu sem opinberir aðilar veita í nágrannaríkjunum. Af hverju taka VLH/SA að sér verkefni ríkisins gagnvart sínum skjólstæðingum – og það í þeim mæli að almenningur telur nú orðið að þau eigi að mennta fólk á vinnumarkaði? Hér verður ekkert fullyrt um það en þeirri ályktun slegið fram að styrkleiki nýfrjálshyggjusjónarmiða, sem einkum hafa verið borin fram af Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum, hefur verið slíkur hjá ríkisvaldinu að heilbrigðismál, félagsmál og menntamál eru í lakara ástandi og þessi kerfi veita lakari þjónustu en gert er í nágrannaríkjunum. Hins vegar hafa VLH/SA brugðist við þessu með því að skattleggja atvinnulífið og byggt upp félagsmálaþjónustu að norrænni fyrirmynd fyrir vinnandi fólk. VLH/SA hafa með auknum álögum á vinnuveitendur staðfest í verki að ríkið sinnir ekki hlutverki sínu við að skapa launafólki góð skilyrði og sambærileg við það sem gerist í öðrum ríkjum – og hafa tekið málin í eigin hendur. Er þetta ekki í lagi? Nei, alls ekki. Þessi þróun skilur eftir alla sem ekki eru á vinnumarkaði, um 90 þús. manns átján ára og eldri. Aldraðir, öryrkjar, atvinnulausir og námsmenn eru samkvæmt rannsóknum með 40-50% lægri tekjur að meðaltali en vinnandi fólk og njóta ekki „nýja norræna félagsmálakerfisins“ sem VLH/SA hafa byggt upp. Þannig eykur þessi samningagerð mismunun í þjóðfélaginu – þeir fátæku verða enn fátækari, og þetta er ein meginástæðan fyrir bjargarleysi fátækra. Þessir hópar komast ekki í orlofshús eða í orlofsferðalög, fá ekki greidda endurmenntun eða námskeiðskostnað og því síður fyrir hreyfingu og líkamsrækt, njóta ekki greiðslna fyrir röntgenmyndatöku eða til kaupa á nýjum gleraugum (svo dæmi séu tekin um kostnað sem VLH/SA greiða til viðbótar við greiðslur Sjúkratryggingar) – og síðast en ekki síst nýtur fólk utan vinnumarkaðar ekki þjónustu VIRK, en þarf kannski meira á henni að halda en aðrir. Það er við þessar aðstæður sem unnendur íslenskunnar freistast til að fordæma verkalýðshreyfinguna fyrir að setja ekki endurmenntun erlendra launamanna á oddinn. En þeir eru að hengja bakara fyrir smið. Það er ríkið sem sér um menntamál og þeir eiga að tala við þingmanninn sinn. Það hlýtur að koma að því að aðilar vinnumarkaðarins fjalli einkum um kaup og kjör og stjórnmálamennirnir um þau málefni sem til þeirra friðar heyrir – húsnæðismál, menntamál, heilbrigðismál og félagsmál – og taki að sér að þróa norrænt velferðarþjóðfélag. Í þessu sambandi má minna á að enginn aðili má taka sér vald ríkisins í hönd í þjóðfélaginu (almenningur má t.d. ekki taka sér lögregluvald) og öll félagsmálauppbygging VLH og SA er því lagalega á gráu svæði. Ástæða er til að endurskoða hana frá grunni. Höfundur er stjórnsýslufræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Stjórnsýsla Kjaramál Haukur Arnþórsson Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Sjá meira
Þessa dagana er nokkuð rætt um stöðu verkalýðshreyfingarinnar (hér stytt í VLH) og þá jafnframt Samtaka atvinnurekenda (SA) gagnvart kröfu um íslenskukennslu fyrir starfsfólk á vinnumarkaði. Svo virðist sem einhverjir líti svo á að þessir aðilar eigi að sjá um menntamál. En er það tilfellið? Almennt eru menntamál, félagsmál og heilbrigðismál opinber þjónusta sem veitt er beint af ríkinu eða sveitarfélögunum samkvæmt tilskipunum frá ríkinu og jafnan kostuð af hinu opinbera að einhverju eða öllu leyti. Á þessu eru auðvitað fjölmargar undantekningar, en flestar lítilfjörlegar – tölum hér um aðalatriði málsins; málaflokkarnir eru á ábyrgð ríkisins í okkar þjóðfélagsgerð og það er samkvæmt hefðum vestrænna ríkja. Við höfum um árabil horft upp á að félagsleg þjónusta er veitt af VLH/SA samkvæmt kjarasamningum og heilbrigðisþjónusta og jafnvel menntaþjónusta líka í vaxandi mæli. Þá erum við að tala um orlofsmál, félagsmál í víðum skilningi, endurmenntun og heilbrigðismál (Virk). Þetta er kostað af atvinnulífinu sem greiðir yfir 80% útgjaldanna meðan félagsmenn greiða allt að 20%. Heildarkostnaður lætur nærri að vera um 100 milljarðar á ári, sem samsvarar um fjórðungi af útgjöldum ríkisins til félagsmála (tölur frá vef Hagstofu). Við erum því að tala um stórt kerfi sem veitir þjónustu sem opinberir aðilar veita í nágrannaríkjunum. Af hverju taka VLH/SA að sér verkefni ríkisins gagnvart sínum skjólstæðingum – og það í þeim mæli að almenningur telur nú orðið að þau eigi að mennta fólk á vinnumarkaði? Hér verður ekkert fullyrt um það en þeirri ályktun slegið fram að styrkleiki nýfrjálshyggjusjónarmiða, sem einkum hafa verið borin fram af Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum, hefur verið slíkur hjá ríkisvaldinu að heilbrigðismál, félagsmál og menntamál eru í lakara ástandi og þessi kerfi veita lakari þjónustu en gert er í nágrannaríkjunum. Hins vegar hafa VLH/SA brugðist við þessu með því að skattleggja atvinnulífið og byggt upp félagsmálaþjónustu að norrænni fyrirmynd fyrir vinnandi fólk. VLH/SA hafa með auknum álögum á vinnuveitendur staðfest í verki að ríkið sinnir ekki hlutverki sínu við að skapa launafólki góð skilyrði og sambærileg við það sem gerist í öðrum ríkjum – og hafa tekið málin í eigin hendur. Er þetta ekki í lagi? Nei, alls ekki. Þessi þróun skilur eftir alla sem ekki eru á vinnumarkaði, um 90 þús. manns átján ára og eldri. Aldraðir, öryrkjar, atvinnulausir og námsmenn eru samkvæmt rannsóknum með 40-50% lægri tekjur að meðaltali en vinnandi fólk og njóta ekki „nýja norræna félagsmálakerfisins“ sem VLH/SA hafa byggt upp. Þannig eykur þessi samningagerð mismunun í þjóðfélaginu – þeir fátæku verða enn fátækari, og þetta er ein meginástæðan fyrir bjargarleysi fátækra. Þessir hópar komast ekki í orlofshús eða í orlofsferðalög, fá ekki greidda endurmenntun eða námskeiðskostnað og því síður fyrir hreyfingu og líkamsrækt, njóta ekki greiðslna fyrir röntgenmyndatöku eða til kaupa á nýjum gleraugum (svo dæmi séu tekin um kostnað sem VLH/SA greiða til viðbótar við greiðslur Sjúkratryggingar) – og síðast en ekki síst nýtur fólk utan vinnumarkaðar ekki þjónustu VIRK, en þarf kannski meira á henni að halda en aðrir. Það er við þessar aðstæður sem unnendur íslenskunnar freistast til að fordæma verkalýðshreyfinguna fyrir að setja ekki endurmenntun erlendra launamanna á oddinn. En þeir eru að hengja bakara fyrir smið. Það er ríkið sem sér um menntamál og þeir eiga að tala við þingmanninn sinn. Það hlýtur að koma að því að aðilar vinnumarkaðarins fjalli einkum um kaup og kjör og stjórnmálamennirnir um þau málefni sem til þeirra friðar heyrir – húsnæðismál, menntamál, heilbrigðismál og félagsmál – og taki að sér að þróa norrænt velferðarþjóðfélag. Í þessu sambandi má minna á að enginn aðili má taka sér vald ríkisins í hönd í þjóðfélaginu (almenningur má t.d. ekki taka sér lögregluvald) og öll félagsmálauppbygging VLH og SA er því lagalega á gráu svæði. Ástæða er til að endurskoða hana frá grunni. Höfundur er stjórnsýslufræðingur.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun