Körfubolti

Grikkir fóru létt með Breta | Stór­skemmti­leg karfa hjá Pól­landi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Úr leik Bretlands og Grikklands.
Úr leik Bretlands og Grikklands. EPA-EFE/Daniel Dal Zennaro

Grikkland er enn með fullt hús stiga í EuroBasket, Evrópumóti karla í körfubolta, eftir afgerandi sigur á Bretlandi í dag. Þá unnu Króatía, Pólland og Tékkland sína leiki. Ein karfa pólska liðsins stóð sérstaklega upp úr.

Það verður seint sagt að Bretland hafi reynst Grikklandi mikil fyrirstaða þó Bretar hafi staðið sig með prýði í fyrri hálfleik. Grikkland vann á endanum 16 stiga sigur, 93-77, en Bretar minnkuðu muninn verulega undir lok leiks. 

Giannis Antetokounmpo spilaði ekki með Grikklandi í dag. Grikkland er á toppi B-riðils með þrjá sigra að loknum þremur leikjum.

Pólland vann níu stiga sigur á Ísrael, 85-75. Ein karfa í leiknum vakti sérstaka athygli en hana má sjá hér að neðan. Sigurinn þýðir að Póllsand er á toppi D-riðils með fimm stig að loknum þremur leikjum. 

Þá vann Króatía nauman þriggja stiga sigur á Eistlandi, 73-70. Tékkland vann Holland svo með átta stiga mun, 88-80.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.