Bíll ömmunnar leiddi lögreglu á slóð byssumanna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. ágúst 2022 15:59 Árásin átti sér stað í Grafarholti í Reykjavík að morgni 10. febrúar. Karl og kona særðust í árásinni. Vísir/Vilhelm Tveir ungir karlmenn sem grunaðir eru um skotárás við á bílastæði í Grafarholti í Reykjavík í febrúar skutu karlmann í lærið og konu í kviðinn. Konan var fyrrverandi kærasta annars hinna grunuðu. Meðal þess sem leiddi lögreglu á slóð meintra byssumanna í skotárás í Grafarholti í febrúar síðastliðnum var að bíll ömmu annars þeirra fannst. Í bílnum fann lögregla skammbyssu sem talin var hafa verið notuð við árásina. Tveir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins en lögregla varðist frétta af málinu á meðan rannsókn stóð. Á vef Landsréttar í dag birtist gæsluvarðhaldsúrskurður yfir öðrum hinna grunuðu í málinu. Lögregla virðist hafa nýtt sér heimild til að koma í veg fyrir birtingu úrskurðarins á meðan rannsókn málsins stóð. Henni er nú lokið, málið komið á borð héraðssaksóknara og rannsóknarhagsmunir ekki lengur í húfi. Lögregla segir í greinargerð sinni frá því í febrúar að fljótlega hafi vaknað upp grunur um að tveir ungir karlmenn væru viðriðnir árásina. Meðal þess sem lögregla byggði grun sinn á voru upplýsingar um að annar karlmannanna hefði ítrekað hótað konunni lífláti og líkamsmeiðingum. Konan var fyrrverandi kærasta hans. Þá kom einnig fram við rannsókn málsins að bíll sem fannst á vettvangi árásarinnar var í eigu ömmu annars grunaða sem hafði bílinn til umráða. Í bílnum fann lögregla skammbyssu sem talin var hafa verið notuð við árásina. Hlaupvídd skammbyssunnar var talin vera sú sama og fjarlægð var úr kvið konunnar. Málið er samkvæmt upplýsingum fréttastofu á borði héraðssaksóknara sem tekur ákvörðun um útgáfu ákæru. Fram kom í júní að sá sem væri grunaður um að hafa hleypt af skotunum hefði verið dæmdur til að afplána 900 daga eftirstöðvar refsingar af fimm ára fangelsisdómi sem hann hlaut í Héraðsdómi Reykjavíkur árið 2018. Fréttin hefur verið uppfærð þar sem ranglega var sagt í fyrri frétt að skotárásin hefði átt sér stað í miðbæ Reykjavíkur. Um er að ræða aðra og ótengda skotárás. Lögreglumál Skotárás í Grafarholti Reykjavík Tengdar fréttir Árásarmaður í Grafarholti þarf að afplána níu hundruð daga af fyrri dómi Maðurinn sem grunaður er um tilraun til manndráps í tengslum við skotárás á bílastæði í Grafarholti í Reykjavík í febrúar síðastliðnum þarf að afplána 900 daga eftirstöðvar af fimm ára fangelsisdómi sem hann hlaut árið 2018. 1. júní 2022 13:35 Áfram í gæsluvarðhaldi vegna skotárásarinnar í Grafarholti Mennirnir tveir sem voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í síðustu viku vegna skotárásarinnar í Grafarholti verða áfram í haldi til 25. febrúar. Lögregla segir rannsókn málsins miða vel. 18. febrúar 2022 14:54 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Sjá meira
Meðal þess sem leiddi lögreglu á slóð meintra byssumanna í skotárás í Grafarholti í febrúar síðastliðnum var að bíll ömmu annars þeirra fannst. Í bílnum fann lögregla skammbyssu sem talin var hafa verið notuð við árásina. Tveir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins en lögregla varðist frétta af málinu á meðan rannsókn stóð. Á vef Landsréttar í dag birtist gæsluvarðhaldsúrskurður yfir öðrum hinna grunuðu í málinu. Lögregla virðist hafa nýtt sér heimild til að koma í veg fyrir birtingu úrskurðarins á meðan rannsókn málsins stóð. Henni er nú lokið, málið komið á borð héraðssaksóknara og rannsóknarhagsmunir ekki lengur í húfi. Lögregla segir í greinargerð sinni frá því í febrúar að fljótlega hafi vaknað upp grunur um að tveir ungir karlmenn væru viðriðnir árásina. Meðal þess sem lögregla byggði grun sinn á voru upplýsingar um að annar karlmannanna hefði ítrekað hótað konunni lífláti og líkamsmeiðingum. Konan var fyrrverandi kærasta hans. Þá kom einnig fram við rannsókn málsins að bíll sem fannst á vettvangi árásarinnar var í eigu ömmu annars grunaða sem hafði bílinn til umráða. Í bílnum fann lögregla skammbyssu sem talin var hafa verið notuð við árásina. Hlaupvídd skammbyssunnar var talin vera sú sama og fjarlægð var úr kvið konunnar. Málið er samkvæmt upplýsingum fréttastofu á borði héraðssaksóknara sem tekur ákvörðun um útgáfu ákæru. Fram kom í júní að sá sem væri grunaður um að hafa hleypt af skotunum hefði verið dæmdur til að afplána 900 daga eftirstöðvar refsingar af fimm ára fangelsisdómi sem hann hlaut í Héraðsdómi Reykjavíkur árið 2018. Fréttin hefur verið uppfærð þar sem ranglega var sagt í fyrri frétt að skotárásin hefði átt sér stað í miðbæ Reykjavíkur. Um er að ræða aðra og ótengda skotárás.
Lögreglumál Skotárás í Grafarholti Reykjavík Tengdar fréttir Árásarmaður í Grafarholti þarf að afplána níu hundruð daga af fyrri dómi Maðurinn sem grunaður er um tilraun til manndráps í tengslum við skotárás á bílastæði í Grafarholti í Reykjavík í febrúar síðastliðnum þarf að afplána 900 daga eftirstöðvar af fimm ára fangelsisdómi sem hann hlaut árið 2018. 1. júní 2022 13:35 Áfram í gæsluvarðhaldi vegna skotárásarinnar í Grafarholti Mennirnir tveir sem voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í síðustu viku vegna skotárásarinnar í Grafarholti verða áfram í haldi til 25. febrúar. Lögregla segir rannsókn málsins miða vel. 18. febrúar 2022 14:54 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Sjá meira
Árásarmaður í Grafarholti þarf að afplána níu hundruð daga af fyrri dómi Maðurinn sem grunaður er um tilraun til manndráps í tengslum við skotárás á bílastæði í Grafarholti í Reykjavík í febrúar síðastliðnum þarf að afplána 900 daga eftirstöðvar af fimm ára fangelsisdómi sem hann hlaut árið 2018. 1. júní 2022 13:35
Áfram í gæsluvarðhaldi vegna skotárásarinnar í Grafarholti Mennirnir tveir sem voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í síðustu viku vegna skotárásarinnar í Grafarholti verða áfram í haldi til 25. febrúar. Lögregla segir rannsókn málsins miða vel. 18. febrúar 2022 14:54
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent