Strand í Staðarhverfi? Helgi Áss Grétarsson skrifar 30. ágúst 2022 07:00 Þétting byggðar hefur lengi verið mantra þeirra sem stjórna Reykjavíkurborg. Afleiðingar þéttingarstefnunnar, þar sem ekki er hugað að innviðum fyrst, geta m.a. verið þær að erfitt sé fyrir foreldra að fá dagvistunarúrræði fyrir börn sín í viðkomandi hverfi og grunnskólar þar verði of fjölmennir. Sem dæmi um afleiðingar slíkra sprungna innviða, sjá nýlegt viðtal við skólastjóra Laugarnesskóla um ástandið í Laugardal (Skólarnir í Laugardal gjörsamlega sprungnir). Hin hliðin – þegar tækifæri til þéttingar eru ekki nýtt Á síðasta kjörtímabili lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins til að byggð í Staðarhverfi í Grafarvogi yrði gerð þéttari og fyrir kosningarnar sl. vor var það eitt af loforðum flokksins. Slík stefna er hins vegar ekki á stefnuskrá núverandi meirihluta borgarstjórnar, jafnvel þótt á síðasta kjörtímabili hafi þáverandi meirihluti borgarstjórnar lokað eina grunnskólanum í Staðarhverfi, Korpuskóla. Helstu rökin fyrir því að loka Korpuskóla voru þau að nemendur væru of fáir. Þétting byggðar hins vegar hefði getað orðið hluti af þeirri lausn að halda skólastarfinu áfram. Hinn 29. ágúst sl. bárust svo fréttir af því að hugmyndir væru uppi á meðal stjórnenda Reykjavíkurborgar að loka eina leikskólanum sem er rekin í Staðarhverfi (Fundað um framtíð leikskólans Bakka). Rökin aftur, fyrir þessum hugmyndum, er að húsnæðið undir leikskólann nýtist ekki með fullnægjandi hætti þar eð til lengri tíma séu nemendur of fáir. Að loka leikskóla í Reykjavík, þegar hátt ákall er núna á meðal reykvískra foreldra um fleiri dagvistunarúrræði, stingur óneitanlega í stúf. Þessar nýjustu hugmyndir gefa þó til kynna, rétt eins og lokun Korpuskóla, að innviðir í Staðarhverfi séu brothættir. Engin þörf er á að láta huggulegt hverfi sem þetta sigla í átt að strandi þegar bjargræðin eru mörg, m.a. með því að þétta þar byggð. Höfundur situr fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins í Skóla- og frístundaráði Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Húsnæðismál Skóla - og menntamál Leikskólar Grunnskólar Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Þétting byggðar hefur lengi verið mantra þeirra sem stjórna Reykjavíkurborg. Afleiðingar þéttingarstefnunnar, þar sem ekki er hugað að innviðum fyrst, geta m.a. verið þær að erfitt sé fyrir foreldra að fá dagvistunarúrræði fyrir börn sín í viðkomandi hverfi og grunnskólar þar verði of fjölmennir. Sem dæmi um afleiðingar slíkra sprungna innviða, sjá nýlegt viðtal við skólastjóra Laugarnesskóla um ástandið í Laugardal (Skólarnir í Laugardal gjörsamlega sprungnir). Hin hliðin – þegar tækifæri til þéttingar eru ekki nýtt Á síðasta kjörtímabili lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins til að byggð í Staðarhverfi í Grafarvogi yrði gerð þéttari og fyrir kosningarnar sl. vor var það eitt af loforðum flokksins. Slík stefna er hins vegar ekki á stefnuskrá núverandi meirihluta borgarstjórnar, jafnvel þótt á síðasta kjörtímabili hafi þáverandi meirihluti borgarstjórnar lokað eina grunnskólanum í Staðarhverfi, Korpuskóla. Helstu rökin fyrir því að loka Korpuskóla voru þau að nemendur væru of fáir. Þétting byggðar hins vegar hefði getað orðið hluti af þeirri lausn að halda skólastarfinu áfram. Hinn 29. ágúst sl. bárust svo fréttir af því að hugmyndir væru uppi á meðal stjórnenda Reykjavíkurborgar að loka eina leikskólanum sem er rekin í Staðarhverfi (Fundað um framtíð leikskólans Bakka). Rökin aftur, fyrir þessum hugmyndum, er að húsnæðið undir leikskólann nýtist ekki með fullnægjandi hætti þar eð til lengri tíma séu nemendur of fáir. Að loka leikskóla í Reykjavík, þegar hátt ákall er núna á meðal reykvískra foreldra um fleiri dagvistunarúrræði, stingur óneitanlega í stúf. Þessar nýjustu hugmyndir gefa þó til kynna, rétt eins og lokun Korpuskóla, að innviðir í Staðarhverfi séu brothættir. Engin þörf er á að láta huggulegt hverfi sem þetta sigla í átt að strandi þegar bjargræðin eru mörg, m.a. með því að þétta þar byggð. Höfundur situr fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins í Skóla- og frístundaráði Reykjavíkur.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar