Strand í Staðarhverfi? Helgi Áss Grétarsson skrifar 30. ágúst 2022 07:00 Þétting byggðar hefur lengi verið mantra þeirra sem stjórna Reykjavíkurborg. Afleiðingar þéttingarstefnunnar, þar sem ekki er hugað að innviðum fyrst, geta m.a. verið þær að erfitt sé fyrir foreldra að fá dagvistunarúrræði fyrir börn sín í viðkomandi hverfi og grunnskólar þar verði of fjölmennir. Sem dæmi um afleiðingar slíkra sprungna innviða, sjá nýlegt viðtal við skólastjóra Laugarnesskóla um ástandið í Laugardal (Skólarnir í Laugardal gjörsamlega sprungnir). Hin hliðin – þegar tækifæri til þéttingar eru ekki nýtt Á síðasta kjörtímabili lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins til að byggð í Staðarhverfi í Grafarvogi yrði gerð þéttari og fyrir kosningarnar sl. vor var það eitt af loforðum flokksins. Slík stefna er hins vegar ekki á stefnuskrá núverandi meirihluta borgarstjórnar, jafnvel þótt á síðasta kjörtímabili hafi þáverandi meirihluti borgarstjórnar lokað eina grunnskólanum í Staðarhverfi, Korpuskóla. Helstu rökin fyrir því að loka Korpuskóla voru þau að nemendur væru of fáir. Þétting byggðar hins vegar hefði getað orðið hluti af þeirri lausn að halda skólastarfinu áfram. Hinn 29. ágúst sl. bárust svo fréttir af því að hugmyndir væru uppi á meðal stjórnenda Reykjavíkurborgar að loka eina leikskólanum sem er rekin í Staðarhverfi (Fundað um framtíð leikskólans Bakka). Rökin aftur, fyrir þessum hugmyndum, er að húsnæðið undir leikskólann nýtist ekki með fullnægjandi hætti þar eð til lengri tíma séu nemendur of fáir. Að loka leikskóla í Reykjavík, þegar hátt ákall er núna á meðal reykvískra foreldra um fleiri dagvistunarúrræði, stingur óneitanlega í stúf. Þessar nýjustu hugmyndir gefa þó til kynna, rétt eins og lokun Korpuskóla, að innviðir í Staðarhverfi séu brothættir. Engin þörf er á að láta huggulegt hverfi sem þetta sigla í átt að strandi þegar bjargræðin eru mörg, m.a. með því að þétta þar byggð. Höfundur situr fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins í Skóla- og frístundaráði Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Húsnæðismál Skóla - og menntamál Leikskólar Grunnskólar Mest lesið Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Þétting byggðar hefur lengi verið mantra þeirra sem stjórna Reykjavíkurborg. Afleiðingar þéttingarstefnunnar, þar sem ekki er hugað að innviðum fyrst, geta m.a. verið þær að erfitt sé fyrir foreldra að fá dagvistunarúrræði fyrir börn sín í viðkomandi hverfi og grunnskólar þar verði of fjölmennir. Sem dæmi um afleiðingar slíkra sprungna innviða, sjá nýlegt viðtal við skólastjóra Laugarnesskóla um ástandið í Laugardal (Skólarnir í Laugardal gjörsamlega sprungnir). Hin hliðin – þegar tækifæri til þéttingar eru ekki nýtt Á síðasta kjörtímabili lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins til að byggð í Staðarhverfi í Grafarvogi yrði gerð þéttari og fyrir kosningarnar sl. vor var það eitt af loforðum flokksins. Slík stefna er hins vegar ekki á stefnuskrá núverandi meirihluta borgarstjórnar, jafnvel þótt á síðasta kjörtímabili hafi þáverandi meirihluti borgarstjórnar lokað eina grunnskólanum í Staðarhverfi, Korpuskóla. Helstu rökin fyrir því að loka Korpuskóla voru þau að nemendur væru of fáir. Þétting byggðar hins vegar hefði getað orðið hluti af þeirri lausn að halda skólastarfinu áfram. Hinn 29. ágúst sl. bárust svo fréttir af því að hugmyndir væru uppi á meðal stjórnenda Reykjavíkurborgar að loka eina leikskólanum sem er rekin í Staðarhverfi (Fundað um framtíð leikskólans Bakka). Rökin aftur, fyrir þessum hugmyndum, er að húsnæðið undir leikskólann nýtist ekki með fullnægjandi hætti þar eð til lengri tíma séu nemendur of fáir. Að loka leikskóla í Reykjavík, þegar hátt ákall er núna á meðal reykvískra foreldra um fleiri dagvistunarúrræði, stingur óneitanlega í stúf. Þessar nýjustu hugmyndir gefa þó til kynna, rétt eins og lokun Korpuskóla, að innviðir í Staðarhverfi séu brothættir. Engin þörf er á að láta huggulegt hverfi sem þetta sigla í átt að strandi þegar bjargræðin eru mörg, m.a. með því að þétta þar byggð. Höfundur situr fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins í Skóla- og frístundaráði Reykjavíkur.
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar